Vísbending


Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 2
Vinsældir og vellíóan Mynd: Fylgi ríkisstjórna og þeir sem eru jákvæðir á núverandi ástand 2009-16 70,00 ............ jákvæðir ............................Fylgi stjórnar Ríkisstjórnin er með um 37% fylgni samkvæmt nýjustu fylgiskönnun Gallups. A meðfylgjandi mynd sést að fylgið hefur verið svipað undan- farin tvö ár. Eftir alþingiskosningar vorið 2013 naut stjórnin vinsælda fyrst í stað, en fór undir 50% um áramótin 2013-14. Haustið 2014 var fylgið orðið svipað því sem það er núna. Það hefur hvorki lækk- að né hækkað sem neinu nemur. A sama tíma hafa niðurstöður úr annarri Gallup könnun verið mun já- kvæðari í bókstaflegri merkingu. Spurt er hvort menn séu jákvæðir eða neikvæðir á ástandið eins og það er núna. Ekki kemur á óvart að fáir voru jákvæðir langt fram yfir hrun. Myndin sýnir aftur á móti að frá haustinu 2013 hefur ánægjan farið vaxandi stig af stigi. En ríkisstjórnin nýt- ur einskis af þessari ánægju í fylgi. Hvers vegna ekki? Sagan endurtekur sig Myndin sýnir vinsældir ríkisstjórnarinnar allt frá janúar 2009. Engan þarf að undra að vinsældir þeirrar stjórnar sem þá lauk sínum síðasta mánuði hafi verið litlar. Efnahagslífið var í rúst, mótmæli voru tíð í miðbænum, ráðist var að Alþingishús- inu og jafnvel lagður að því eldur. Við tók ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, í fyrstu með stuðningi eða hlutleysi Framsóknarflokksins, en eftir kosningar voru flokkarnir tveir með meirihluta. Fylgisferlarnir eru ekki ólíkir, en þó vekur athygli að fylgi fyrri ríkis- stjórnarinnar dalar meira en þeirrar sem nú ríkir og var á bilinu 30 til 35% eða litlu meira en stjórnarinnar sem lét af störfum í janúarlok 2009. Litlar vinsældir stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur má kannski tengja við það hve hægt mönnum fannst ástandið batna. Aftur á móti er vandséð hvers vegna núverandi ríkisstjórn nýtur ekki meiri velgengni, þrátt fyrir að miklu fleiri séu jákvæðir en áður. Þeim hefur fjölgað úr 10% í 40% á sama tíma og fylgi ríkis- stjórnarinnar stendur í stað. Reyndar er svolítið óvenjuleg staða núna, því að fylgi flokkanna sem að ríkisstjórninni standa er samanlagt heldur minna en stjórnarinnar sjálfrar. Oft hefur þetta verið á hinn veg- inn. Ríkisstjórnarflokkar samanlagt hafa haft meira fylgi en stjórnin sjálf, vegna þess að flokksmönnum hefur ekki hugn- ast samstarfsaðilinn. Heimild: Gallup. Ekki náttúrulögmál Þó að myndin sýni að síðustu ríkisstjórn- ir hafi ekki notið vinsælda á seinni hluta stjórnartímabilsins er það alls ekki neitt náttúrulögmál. Obama Bandaríkjaforseti nýtur nú stuðnings um 50% kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum. Hann átti sína hveitibrauðsdaga eins og íslensku rík- isstjórnirnar og var í upphafi með velvild þriggja af hverjum fjórum kjósendum, en það minnkaði fljótt. A tímabilinu hefur fylgi hans aldrei farið undir 41% og hef- ur þó ýmislegt gengið á í bandarískum stjórnmálum. Framboð og fylgi Donalds Trumps sýnir að óánægja er mikil með- al Bandaríkjamanna eins og víða annars staðar, en þó er helmingur þjóðarinnar ánægður með forsetann. Aörir þættir Fylgi ríkisstjórnar ræðst auðvitað ekki ein- göngu af efnahagsástandinu, þó að sjaldn- ast sé það til þess að efla fylgi stjórna ef ástandið er slakt. Sjálfstæðisflokkurinn var við völd á Islandi í nær 18 ár samfleytt og á þeim tíma voru auðvitað sveiflur í hagkerfinu. Mesta lækkunin á fylgi nú- verandi ríkisstjórnar kom í febrúar 2014, en þá ákvað hún að slíta viðræðum við Evrópusambandið í stað þess að láta kjósa um málið eins og lofað hafði verið fyrir kosningar. Ekki varð samsvarandi lækkun þegar Wintris-málið kom upp, sem bendir til þess að viðbrögð ríkisstjórnarinnar að skipta um forsætisráðherra og flýta þing- kosningum hafi lægt þær öldur sem risu. Trúverðugleiki stjórnenda hlýtur að vega þungt. Kannanir sýna að viðhorf í garð Alþingis er neikvætt og aðeins um einn af hverjum sex segist bera traust til þess. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að Alþingi er miklu meira en sá meirihluti sem ríkir hverju sinni. Það er stofnun með vinnubrögð sem ættu, ef vel ætti að vera, að njóta almennrar viðurkenningar þjóðar- innar, óháð því hverjir sitji í ríkisstjórn. Mjög hefur dregið úr fastafylgi stjórn- málaflokka. Fyrir fjörutíu árum voru sveiflur oftast mun minni en nú er. Kannski var lausafylgið þá nálægt 20% af kjósendum. Nýlegar kannanir benda til þess að það sé nær því að vera liðlega 50%, en í nýlegri könnun Félagsvísindastofnun- ar sögðust 55% aðspurðra ætla að kjósa annan flokk en þeir kusu síðast. Fólk velur sér ekki lengur leiðtoga lífs síns og fylgir honum í blindni. Kannanir vestan hafs benda til þess að óánægja almennings tengist miklu fleiru en almennum efnahagslegum þáttum. Þó að hagvöxtur sé mikill er misskipting vax- andi, að minnsta kosti að mati almenn- ings. Margir telja að þeir séu afskiptir og allir að gera það gott nema þeir. Þetta tengist eflaust upplýsingagjöf. Fólk fellur ekki fyrir sjálfshælni stjórnarherra, en þeir sem kynda undir óánægju eiga aðgang að eyrum kjósenda. Það sýnir sig víða um heim þessa dagana. Sagan kennir okkur að slíkt ástand getur orðið mjög hættulegt. Q 2 VÍSBBNDING • 26.TBI. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.