Vísbending


Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.07.2016, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Um sjálfstæði þjóða Gylfi Zoega hagfræðingur Ef Island væri enn hluti af Dan- mörku myndu mörg þúsund störf sparast hjá hinu opinbera hérlendis. Stundum er því haldið fram að störf í op- inbera geiranum feli í sér hreina sóun, svo af hverju ekki að sameinast Danmörku? Þá væri hægt að leggja Alþingi niður, einnig ráðuneyti og ýmsar opinberar stofnanir. Ekki væri þörf á matvælaeftirliti, fjármálaeftirliti, ríkisskattsstjóra, svo við tölum nú ekki um Seðlabankann sem yrði lagður niður og hús- næði tekið til annarra nota, kannski gert að lúxus hóteli. íslenska krónan yrði lögð niður og sú danska tekin upp í staðinn sem er föst við evru svo Islendingar færu þá inn á evrusvæðið. Vextir myndu lækka til muna, vextir á fasteignalánum yrðu mun lægri en þeir eru í dag. Einnig væri unnt að leggja niður utanríkisþjónustuna, öll sendiráð og sendiherrar sendir til þarfari starfa, aldrei þyrfti að gera samninga við önnur ríki og enginn þyrfti að kynna sér alþjóðalög. Jafnvel mætti leggja dómsstóla niður. Danska stjórnkerfið gæti bætt Islandi við án mikillar fjölgunar starfsfólks. Og einkageirinn á Islandi fengi þúsundir nýrra starfsmanna og yrði hluti af danska markaðinum og hefði stöðugri mynt, lægri vexti. Svo, af hverju gera Islendingar þetta ekki, hvað er því til fyrirstöðu? Hvað ákvarðar stærð þjóðríkja? Hægt væri að heimfæra röksemdafærsluna hér að ofan á önnur ríki. Irar gætu sparað sér mikil útgjöld með því að verða aftur hluti af Bredandi, Kanada gæti orðið tíu fylki í Bandaríkjunum o.s.frv. En af hverju myndu þetta ekki teljast skynsamlegar hugmyndir? Svarið má fmna í þeirri staðreynd að eftir því sem ríki færa út landamæri sín verður meiri fjölbreytileiki á meðal íbúa þeirra og minni líkur á að kjósendur í lýðræðisþjóðfélagi geti orðið sammála um hvernig verja eigi tekjum ríkissjóðs; hversu mikið fjármagn eigi að fara í húsnæðismál, landvarnir, velferðarmál, vegagerð o.s.frv. Ein leið til þess að leysa slík- an ágreining er að færa vald niður á smærri einingar. I því stóra landi Bandaríkjunum er, svo dæmi sé tekið, þessi vandi leystur með því að einstök fylki hafa stjórn á veigamikl- um málaflokkum og alríkisstjórnin fer síðan með utanríkismál, landvarnir o.s.frv. sem hagkvæmt er fyrir einstök fylki að sameinast um. Eitt mögulegt svar við þeirri spurningu af hverju Island er ekki hluti af Danmörku er þá að Islendingar séu frábrugðnir Dönum, þeir hafa annan smekk þegar kemur að útgjöldum hins opinbera, aðrar þarfir. Dönskum kjósendum, stjórnmálamönnum og embættismönnum sé ekki treystandi til þess að gæta hagsmuna Islendinga. Þeir eiga því að vera sjálfstæð þjóð þrátt fyrir umtalsverðan kostnað í formi fleiri stofnana hins opinbera og fleiri opinberra starfsmanna. Hagfræðingurinn Alberto Alesina hefúr ásamt öðrum útskýrt hvað ákvarðar stærð ríkja á einfaldan hátt. Annars vegar eru kostir við stækkun þeirra sem felast í skalahagkvæmni.1 Kostnaður á hvern íbúa af því að hafa löggjafarþing, eigin gjaldmiðil og eigin utanríkisþjónustu er þeim mun minni sem ríkið er fjölmennara. Einnig er það svo að markaðir eru stærri eftir því sem ríkið er stærra ef ekki eru utanríkisviðskipti. Þess vegna felast umtalsverðir kostir í því að stækka ríki. Þannig má útskýra sameiningu Þýskalands á 19. öld, sömuleiðis sameiningu Ítalíu og stækkun Bandaríkjanna í vestur. En ókostir stækkunarinnar felast í aukinni misleitni íbúanna og stundum pólitískum óróa. Gott dæmi er Júgóslavía á tíunda áratug síðustu aldar. ísland nýtur sérstöðu vegna fjarlægðar frá öðrum löndum, einsleitni íbúa, tungumáls og menningararfs auk auðugra náttúruauðlinda. Það væri því mikil fórn sem fælist í því að afsala sér sjálfstæði aftur til Danmerkur og kemur auðvitað ekki til greina. Alþjóðleg samvinna sem forsenda sjálfstæðis Frjáls milliríkjaviðskipti gera smáríkjum auðveldara að þrrfast, vegna þess að án þeirra væru markaðir smáir og takmarkaður hvati til nýsköpunar fyrir hendi. Ef Island væri einangraður markaður væri vöruverð hærra vegna þess að innlend fyrirtæki nytu ekki þeirrar stærðarhagkvæmni sem felst í því að selja á stærri markað. Innlend fyrirtæki hefðu sömuleiðis lítinn hvata til að koma fram með nýjungar í vörum og þjónusm vegna smæðar markaðarins. En með frjálsum viðskiptum við aðrar stærri þjóðir er efnahagsleg einangrun rofin. Ríki geta verið smærri fyrir vikið. Ef ekki væri fyrir frjáls alþjóðleg viðskipti væri hæpið að Island gæti verið sjálfstætt ríki, að minnsta kosti yrðu lífskjör hér afar léleg í samanburði við nágrannalöndin. I nýlegri ritgerð þriggja spænskra hag- fræðinga er því lýst hvernig sú alþjóðavæð- ing sem varð í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. hafði í för með sér fækkun þjóðríkja á meðan sú alþjóðavæðing sem varð í lok 20. aldar hafði í för með sér fjölgun þjóðríkja.2 Ástæða þess að þjóðríkjum fækkaði á 19 öld er sú að landamæri fela í sér viðskiptahindr- un. I lok 20. aldar tókst hins vegar að koma á efnahagslegum samruna án pólitísks sam- runa, t.d. með stofnun Evrópubandalagsins og síðar innri markaði Evrópusambandsins og NAFTA. Þannig er unnt að halda því fram að þátttaka íslands í innri markaði Evrópusambandsins hafi stórlega dregið úr því óhagræði sem smæð landsins sem sjálfstæðs ríkis felur í sér. Fyrirtæki á fslandi starfa þannig á sama markaði og fyrirtæki í Þýskalandi eða Danmörku þótt ísland sé sjálfstætt ríki og eru undir sama regluverk sett. Þátttaka í innri markaðinum felur í sér að regluverk er samræmt á vöru-, þjónusm-, fjármagns- og vinnumarkaði sem felur í sér framsal hluta af sjálfstæði þjóðarinnar. Slíkt framsal er þó afturkallanlegt eins og úrsögn Breta úr ESB sýnir. En sameiginlegu regluverki fylgja einnig ýmsir aðrir kostir. Þannig fær íslenska ríkið lög og reglur sendar sem eru til þess að tryggja virkni markaða í nútíma hagkerfi. Erfitt væri að semja allar þær reglur og þau lög sem Evrópusambandið setur án þess að hafa a.m.k. fyrirmynd í ESB löggjöfinni. Sameiginlegt regluverk ESB auðveldar þannig tslandi að vera sjálfstætt ríki. Sameiginlegur vinnumarkaður ESB skiptir ekki síður máli fyrir ísland. Sú upp- sveifla efnahagslífs sem landsmenn njóta um þessar mundir er lcnúin áfram að aðfluttu vinnuafli sem kemur frá ýmsum löndum Evrópusambandsins. Ef Island væri ekki á innri markaði sambandsins hefði fjölg- un erlendra ferðamanna leitt til enn meiri eftirspumar eftir innlendu vinnuafli sem hefði haft í for með sér meira launaskrið og verðbólgu og hærra vaxtastig. Þannig hefði Seðlabankinn að öllum líkindum ekki leyft uppsveiflunni að verða jafn öflug og hún er nú orðin. íslensk fyrirtæki geta einnig starfað innan annarra landa innri markaðarins. Fáir gera sér t.d. grein fyrir því að hið öfluga fyrirtæki Samherji er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópusambandsins. Islensk fyrirtæki í framh á bls. 4 VÍSBENDING 26 TBL 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.