Vísbending


Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmál 17. ágúst 2016 28 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Ovænt vaxtalækkun Nú hefur Seðlabankinn loks ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5%. Ekki er hægt að segja annað en að lækkunin hafi kom- ið nokkuð á óvart því að ekki er að sjá að langtímahorfur hafi breyst mikið frá seinustu ákvörðun bankans. I 27. tbl. Vísbendingar var bent á það innlend verðbólga, sem er sá hluti sem vextirn- ir hafa helst áhrif á er um 3% og verð- hækkanir á húsnæði reyndar enn meiri. Bankinn gerir hins vegar ráð fyrir því að verðhækkanir á næstu mánuðum verði minni er hann gerði áður ráð fyrir. Sú spá virðist einkum byggð á því að gengi krónunnar haldi áfram að hækka. Rökstuöningur I fréttatilkynningu peningastefnunefndar er ákvörðunin skýrð með því að verð- bólga hafi haldist lág og bankinn spáir því að hún geti lækkað enn. Horfur eru á „að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert er ráð fýrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Þrátt fýrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verð- bólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið.“ Skýringarinnar á lágri verðbólgu er að leita í viðskiptakjarabata, lítilli alþjóð- legri verðbólgu, aðhaldssamri peninga- stefnu og hækkun gengis krónunnar. Þar vegur síðasti þátturinn þyngst, þó að auðvitað séu þeir tengdir innbyrðis. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fýrir mikil gjaldeyr- iskaup Seðlabankans (sjá mynd 3). Utliti er fýrir að gengi krónunnar haldist áfram að styrkjast á næstunni. Samkvæmt spá bankans mun raungengið hækka á næstu misserum. Gangi þær eftir hefur gengi krónunnar gerbreyst, einkum ef litið er til raungengis miðað við laun. Þetta þýðir að launahækkanir hafa verið mun meiri á Islandi en í nágrannalöndunum á sama tíma og gengi krónunnar styrkist. Slíkar breytingar hafa áhrif til hins verra á samkeppnisstöðu íslenskra fýrirtækja, en lífskjör almennings batna meðan sú hækkun endist. Hættur framundan Seðlabankinn telur að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár. Sam- kvæmt spá bankans (mynd 2) mun verðlag hækka þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækkun- ar fjara út. Samkvæmt spánni fer verð- bólgan hæst í 4,0% og lækkar svo á ný. Nefndin bætir því við að „hækki geng- ið áfram verður hún að öðru óbreyttu minni en grunnspáin gerir ráð fýrir.“ Samkvæmt spánni á mynd 1 virðist einmitt vera gert ráð fýrir þessu í mati bankans á raungengi. Bankinn viður- kennir að ytri aðstæður hafl verið hag- stæðar en þó hafi peningastefnan leitt til minni verðbólgu og nýlega til þess að verðbólguvæntingar eru nálægt verð- bólgumarkmiðinu. Stjórnmálamenn eru nú í kosningaham og keppast við að lofa auknum útgjöldum og því er hætta á að enn aukist við þenslu. Skortur er á íbúð- um og miklar framkvæmdir fýrirhugaðar í hótelbyggingum. Því er hætt við að enn verði aukið við þensluna. Þó að vextir séu mun hærri hér á landi en í nágranna- löndum er líklegt að vaxtalækkunin auki á undirliggjandi þrýsting. Hættan er sú að um tíma verði verð- lagi haldið niðri af samkeppni frá erlend- um vörum, en hætt er við að komi að því að íslensku fýrirtækin verði að gefa eftir og segja upp starfsfólki. Líklegt er að at- vinnuleysi verði hjá ákveðnum hópi fólks meðan flytja þurfi inn vinnuafl í störf í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Mikill forði Seðlabankinn hefur verið að sanka að sér gjaldeyri undanfarin misseri. Þetta er eðlilegt í aðdraganda losunar hafta. Kaup bankans hafa sem fýrr segir spornað við hækkun á gengi krónunnar, en spurning er hve lengi slík uppbygging gjaldeyris- forða geti haldið áfram. Hætti bankinn að kaupa gjaldeyri er líklegt að gengi framh. á bls. 2 IVextir Seðlabankans voru lækkaðir, þrátt fýrir að bankinn telji ólíklegt að verðbólga haldist lág. \ Spurningin er hve lengi O Hvaða áhrif hefur vaxandi: , 4 Bændasamtökin vilja leyfa : # l geng> krónunnar heldur yj fjöldi kvenna í stjórnum I * 3f umræður, þó að þær séu : áfram að styrkjast. fýrirtækja? Góð, slæm eða • heimskulegar dylgjur um engin? hag neytenda. VÍSBENDING • 28. TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.