Vísbending


Vísbending - 17.08.2016, Side 2

Vísbending - 17.08.2016, Side 2
VíSBENDING “V---------------------------- framh. afbls. 1 krónunnar haldi áfram að hækka með öllum þeim afleiðingum sem því fylgja. Að því kemur að kaup á gjaldeyri og fjárfestingar erlendis verða aðlaðandi kostur fyrir fjárfesta og gengið fellur á ný. Forðinn núna er miklu meiri en fyr- ir hrun, en það gildir einnig um skuldir bankans. Áhugamenn um einhliða upptöku annars gjaldmiðils bentu á sínum tíma á að Seðlabankinn ætti meira en nógan gjaldeyri til þess að fjármagna seðla í umferð. Þegar þessu var haldið fram fyrir nokkrum árum var þetta þó ekki raunhæfur kostur vegna þess að þá var stærstur hluti gjaldeyrisforðans fenginn að láni hjá AGS. Nú hafa þær skuldir verið greiddar, en forðinn er hugsaður til öryggis fyrir hugsanlegt útflæði vegna afléttingar gjaldeyrishafta. Nú er reyndar ljóst að stór hluti kröfuhafa í bankana er Islendingar sem ekki eru endilega á för- um. En ekki kæmi á óvart að fljótlega kæmu upp hugmyndir um skipti á krón- unni og öðrum gjaldmiðli. Raunvextir háir Islenska hagkerfið er ekki í sömu kreppu og sjá má víða um lönd. Vaxandi fjöldi ferðamanna leikur þar lykilhlutverk. Þar er líklegt að eftir því sem raungengið hækkar minnki aðdráttaraflið. Því kann að myndast vítahringur. Lægri vextir leiða til minni áhuga á sparnaði á Islandi, en bæta hag skuldara. Raunvextir hafa hækkað nokkuð að undanförnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir. Bankinn segir: „Vís- bendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við mark- mið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið.“ Þeirri spurningu er ekki svarað hvort vextir verði hækkaðir á ný aukist verðbólgan í samræmi við spár bankans. Nú eru raun- vextir miðað við vísitölu neysluverðs um 4,25%. Eigi þeir raunvextir að haldast er hætt við að þjóðarinnar bíði vaxtahækk- un á ný fljótlega. Bankinn virðist boða slíka hækkun í tilkynningu sinni: „Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta kalla þó á varfærni við ákvörðun vaxta. Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjár- magnshafta." Mynd 1: Raungengi íslensku krónunnar 2008-2018 Mynd 2: Verðbólga á íslandi 2012-2018 Mynd 3: Gjaldeyrisforði Seðlabankans og innlendar eignir árin 2004-2017 ■Innlendar eignir .......Erlendar eignir ........Skuldir Heimild: Seðlabanki Islands 2 VÍSBENDING • 28.TBL. 2016

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.