Vísbending


Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING V Konur í stjórnum Eyþór ívar Jónsson _ forstöðumaður Rannsóknar- f H miðstöðvar um stjórnarhætti Arið 2010 voru sett lög um kynja- kvóta í stjórnum íslenskra fyrir- tækja, að lágmarki 40% af hvoru kyni í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli. Öðrum fyrir- tækjum en opinberum hlutafélögum var gefinn aðlögunartími til 1. september 2013. Samkvæmt tölum Hagstofunnar tók hlut- fall kvenna í stjórnum kipp á milli áranna 2012 og 2013 og fór úr 23% í 30% og svo 33% árin 2014 og 2015 (sjá mynd 1). Hlut- fall kvenna hefur aukist mikið ef horft er til lengri tíma en konur voru 12,7 prósent stjórnarmanna í stórum fyrirtækjum árið 2007 og 9,5 prósent árið 1999. Noregur var frumherjinn í að nota kynjakvóta til þess að ýta á aukna þátttöku kvenna í stjórnum fyrirtækja en lög voru samþykkt þar árið 2003 og komu til fram- kvæmda árið 2008. Ahrifin skiluðu sér og hlutfall kvenna í stjórnum skráðra norskra fyrirtækja er um 40% og um 35,5% í hluta- félögum almennt. Árangurinn náðist strax 2008 og hefur haldist síðan. Hlutfall kvenna í stjórnum er ennþá langhæst í Noregi þrátt fyrir að ísland (2013), Spánn (2015), Frakk- land (2016) og Belgía (2017) hafi einnig innleitt slíka kvóta. Spurningin sem hér er velt upp er hvaða hlutverk og áhrif konur hafa í stjórnum fyrirtækja. Talsmenn djöfulsins Þrátt fyrir að lög hafi verið sett um kynja- kvóta í nokkrum löndum og hugmyndir um slíkan kynjakvóta séu ræddar víða er merkilega lítið til af rannsóknum sem skoða áhrif eða hlutverk kvenna í stjórnum fyrir- tækja. Fyrir utan nokkrar rannsóknir Huse og Nielsen þar sem stuðst var við spurninga- kannanir sem gerðar voru í Noregi er ekki um auðugan garð að gresja. Niðurstöður Huse og Nielsen voru dregnar saman í bók- inni: How do women directors make a dijfer- ence to the work of corporate boards? Evidence from Norway? í stuttu máli virðist vera furðulítill mun- ur á stjórnum fyrirtækja út frá hlutfalli kynja í stjórn. Það er reyndar í samræmi við rann- sóknir sem hafa verið gerðar á leiðtogastíl kynjanna. Þrátt fyrir staðalímyndir er lítill munur. Huse og Nielsen geta aðallega séð einhvern mun út frá tölfræðinni þegar kem- Mynd 1: Hlutfall kvenna í stjórnum eftir stærð fyrirtækja 2008-2015 ur að einstökum verkefnum og almennum vinnubrögðum. Stjórnir með hærra hlutfall kvenna er tengdar betri stefnumarkandi yfirstjórn og ákvarðanatöku. Einnig benda rannsóknir þeirra til þess að aukin áhersla sé á samfélagsábyrgð ef hlutfall kvenna er hærra. Einnig eru vísbendingar um að kon- ur séu betri til að leysa úr ágreiningi á milli stjórnarmanna og fá meiri umræðu og um- fjöllun um málefni með því m.a. að spyrja fleiri spurninga. Huse og Nielsen líkja getu kvenna til þess að fá meiri umræðu um málefni við talsmann djöfulsins (e. devils advocate) sem felst í því að einhver tekur að sér það hlut- verk að vera á móti tillögum, jafnvel þó að hann sé með málefninu — heitið kemur frá því þegar kirkjuleiðtogar fengu það hlutverk að kanna af hverju einhver sem væri kjörinn dýrlingur ætti það ekki skilið. Getan til þess að skoða mál frá ólíkum hliðum og spyrja erfiðra spurninga er mikilvæg í stjórnarstarf- inu og eitthvað sem er nú kennt í námskeið- um sem hafa með stjórnarhætti að gera. Þar af leiðandi mætti scgja að ef konur hafa einungis haft þau áhrif að talsmaður djölfs- ins fyrirfinnst í stjórnarstarfinu hafa þær haft talsvert mikilvæg áhrif. Betri ásýnd? Segja má að bæði þeir sem voru á móti kynjakvótunum af því að þeir héldu því fram að stjórnir yrðu verri fyrir vikið og þeir sem héldu því fram að stjórnir fyrirtækja yrðu betri með konum hafi sennilega haft rangt fyrir sér. Kynjahlutfallið hefur lítið með árangur stjórna að gera, hvort til hins betra eða verra. Þannig er kynjakvótinn kannski meira rétdætismál til þess að ryðja burt hindrunum og breyta normum en til þess að hafa áhrif á árangur fyrirtækja. Þess ber þó að gæta að vegna þess hve erfitt er að rannsaka þetta efni og hve lítið hefúr verið gert af því er í raun ekki hægt að fullyrða um eitt eða annað þegar kemur að kynjakvótum. En vísbendingarnar liggja fyrir. Það hlýtur hins vegar að vera mikil- vægt að rannsaka betur hvaða hlutverk og áhrif konur hafa í stjórnum, bæði hér á landi og erlendis, til þess að ganga úr skugga um hvort að áhrifin séu hverfandi eða hvort það breyti meiru en ásýnd að hafa konur í stjórnum. Alþjóðlegt rannsóknar- og átaksverkefni sem hefur það að markmiði að fjölga kon- um í stjórnum, Women on Boards, hefur skapað umræðu um mikilvægi rannsókna á þessu sviði. Verkefninu hefur verið ýtt úr vör í nokkrum löndum eins og í Noregi, Dan- mörku, Spáni, Þýskalandi, Slóveníu og víðar og er í undirbúningi hjá Rannsóknarmið- stöð um stjórnarhætti við Háskóla Islands og Félagi kvenna í atvinnurekstri. Nýleg skýrsla sem kom út á Spáni vakti athygli á því að þrátt fyrir að hlutfall kvenna í stjórn- um væri í samræmi við kynjakvóta í Nor- egi væri það víðast hvar annars staðar mun lægra. A Spáni er það um 15% og víða í Evrópu um 20% en hefur þó hækkað hratt frá því í byrjun áratugarins þegar það var um og undir 10%. A nýafstaðinni ráðstefnu Women on Boards í Kaupmannahöfn (sem stýrt var framh á bls. 4 VÍSBENDING 28.TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.