Vísbending


Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 17.08.2016, Blaðsíða 4
framh. afbls. 3 af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Islands) kom fram að hugs- anlega ætti menntun eftir að hafa áhrif til breytinga, þar sem það væri alþjóðleg leimi að fleiri konur væru að útskrifast úr háskól- um og víða, eins og hér á landi, fleiri konur en karlar sem útskrifast úr háskólum. En það tekur tíma að hafa áhrif. Reynslan og lærdómurinn af því að hafa konur í stjórn- um mun jafnframt leiða til þess að það verð- ur sjálfsagt. Að opna svarta kassann Umræðan um kynjakvóta hefur hugsanlega haft áhrif á umræðuna um stjórnarhætti al- mennt, allavega er það skoðun Huse og fé- laga. Þau benda á að umræðan um leiðbein- ingar um stjórnarhætti hefur hingað til verið ríkjandi en umræðan um kynjakvótann hafí breytt umræðunni um stjórnarhætti. Þetta er kannski ekki niðurstaða rannsókna en ýmislegt bendir til þess að svo kunni að vera, jafnvel hér á landi. Tökum dæmi. Leiðbeiningarnar um stjórnarhætti snúast um sjálfstæði stjórnarmanna og um óháða stjórnarmenn og hæfi stjórnar- manna á meðan umræða um kynjakvóta hefur snúist um hæfni stjórnarmanna og framlag þeirra til stjórnarinnar. Viðhorf fjármálafræða eru leiðandi í leiðbeiningum um stjórnarhætti á meðan umræðan hef- ur meira verið um stefnumörkun varðandi kynjakvóta. Otgangspunkturinn er fyrir- tækið frekar en hluthafinn í umræðu um kynjakvóta. Umboðsmannakenningin er undirliggjandi í leiðbeiningum um stjórn- arhætti á meðan áherslan er á kenningar um skilvirkni hópa í umræðunni um kynja- kvóta. Þá er hlutverkið eftirlit, yfirstjórn og áhættustýring í leiðbeiningum um stjórn- arhætti þegar hún snýst meira um nýsköp- un, markvirkni og skilvirkni í kenningum um hópa. Fleira mætti telja til sem endur- speglast í umræðunni, annars vegar um leiðbeiningar um stjórnarhætti og hins vegar um kynjakvóta. Aðalatriðið er að umræðan er orðin þroskaðri en áður. Það eru kannski mestu og bestu áhrifin sem konur gám haft á góða stjórnarhætti. Umræða um góða stjórnarhætti hefur verið mjög takmörkuð, bæði hvað varðar innihald og magn. Lengi vel var talað um stjórnir sem „svarta kassann“ í fýrirtækja- rekstrinum af því að lítið var vitað um hvað fór þar fram. Það hefur breyst á undan- förnum árum með mörgum ágætum rann- sóknum og menntun á sviði stjórnarhátta. Stjórnarmenn eru meira að segja farnir að ræða hlutverk sitt af alvöru og gera sér grein fýrir að allar stjórnir eiga ekki að vinna al- veg eins heldur er það háð fýrirtækinu og aðstæðum hvað hlutverkið er. Engu að síður er umræða sem byggð er á mjög takmörk- uðum kenningum eins og umboðsmanna- kenningu ekki líkleg til þess að leiða til breytinga á góðum stjórnarháttum. Reyndar má segja að afleiðingar af slíkum hugsunar- hætti, sem kemur t.d. fram í ofurlaunum stjórnenda, séu ekki líklegar til þess að auka árangur fýrirtækja eða velsæld samfélagsins. Að einhverju leyti hefur hins vegar umræð- an um kynjakvóta útvíkkað umræðuna um góða stjórnarhætti. Klappað fyrir þekkingu Konur hafa hlutverk og áhrif í stjórnum, að öllum lfkindum til hins betra þó að það komi ekki endilega fram í rekstri eða árangri fýrirtækja. Umræðan um konur í stjórnum hefur vakið upp áhuga á góðum stjórn- arháttum, af hverju þeir eru mikilvægir og í hverju þeir felast. Það er kominn tími á að rannsaka áhrif kvenna á stjórnir og stjórn- un fýrirtækja hér á landi svo að ísland geti áfram byggt á því góða orðspori sem landið hefur þegar kemur að jafnrétd kynjanna, hæfni einstaklinga og samvinnu liðsheildar- innar. Og það má vel víkingaklappa fýrir þvílQ Vér einir vitum Formaður Bændasamtakanna tilkynnti nýlega að hann gæti náðarsamlegast hugs- að sér að leyfa innflutning á geitaostum, vegna þess að þeir væru ekki framleiddir á íslandi. Sami formaður skrifaði í Bœnda- blaðið: „Samtök innflutningsfýrirtækja, sem kalla sig Félag atvinnurekenda, hafa feng- ið ótrúlega mikið pláss í umræðu um landbúnað. Það er skrítið því að þeirra hagsmunir felast ekki öðru en að búvöru- framleiðsla og önnur framleiðsla sé sem minnst svo að þessi fýrirtæki hafi meira að gera við að flytja inn. Þeim er auðvitað frjálst að tjá sig eins og öðrum en menn verða að muna að þeir eru ekki óháðir álitsgjafar, heldur eru þeir að berjast fýrir ákveðnum hagsmunum.“ Hér víkkar formaðurinn út heimildir sínar þannig að nú mega menn líka tjá sig, jafnvel innflytjendur. Hann heldur áfram: „Nú síðast kallaði framkvæmdastjóri samtakanna kröfuna um heilbrigð og heil- næm matvæli viðskiptahindrun. Ætli allir neytendur séu sammála því? Það held ég ekki því að velvilji neytenda er sannarlega mikill gagnvart íslenskum landbúnaði og þeirri einstöku sérstöðu sem hann býr yfir í formi hreinleika, banni við notkun vaxt- arhvetjandi efna, óverulegri notkun sýkla- lyfja og eiturefna.“ Hér heldur formaðurinn fram kenn- ingu sem formaður eins stjórnmálaarms Bændasamtakanna hefur lagt áherslu á. Utlend matvæli eru óheilnæm, óhrein og innihalda eiturefni. Þegar líður á greinina fatast formann- inum flugið: „Landbúnaðurinn er ekki einkamál bænda, enda framleiðir hann mat sem allir þurfa á að halda.“ Þessi setning er varla ásættanleg í ljósi þess að allir vita að búnaðarsamningar ganga út á samninga bændaforystunnar við sjálfa sig. Hann heldur áfram: „Það hefði verið betra ef ríkið hefði mætt betur undirbú- ið.“ Til hvers? Bændaforystan var búin að skrifa samninginn. Allt sem þurfti var undirritun landbúnaðar- og fjármálaráð- herra sem var auðsótt. f lok greinarinnar fá svo þeir bændur sem hafa leyft sér að gagnrýna samning- ana ádrepu, en svo föðurlega leiðbeiningu. Þeir ættu að berjast fýrir hærra afurðaverði sem skiptir „meira máli en deilur um skiptingu ríkisstuðnings.“ bj Ritstjóri og ibyrgðarmaður: Bcnedikt Jóhanncsson Útgefandi: Heimur hf., Botgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimut. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 28.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.