Vísbending


Vísbending - 24.08.2016, Síða 2

Vísbending - 24.08.2016, Síða 2
VíSBENDING --------------------------- Heimsmet í verðlækkun hlutabréfa? dT) Gylfi Magnússon dósent éfk Líklega hefur fáa ef nokkra sem fylgdust með íslenska markaðinum grunað þann 18. júlí 2007 að veisl- unni á hlutabréfamarkaðinum lyki þann dag. Ymsum fannst þó hlutabréfaverð hátt og ekki bara á Islandi. Daginn eftir hafði MorgiinblaðiS eftir fjárfesti að nafni John P. Hussman að „júlímánuður 2007 er í þann mund að komast á spjöld sögunn- ar sem einn versti tíminn til þess að fara inn á markaðinn." Það reyndist hárrétt og við tók langt tímabil fallandi hlutabréfa- verðs í flestum vestrænum löndum og fjármálakrísa. Þótt Hrunið, með stórum staf og greini, hafi verið mikið hérlendis er áhugavert að skoða hvort þróun hluta- bréfaverðs á Islandi geti talist einsdæmi á síðari tímum og er ætlunin að reyna varpa ljósi á það hér. Peningalegar eignir í rúst Hrun íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 hafði veruleg áhrif á flestar pen- ingalegar eignir á íslandi, þ.á m. hluta- bréf. Fjármálafyrirtæki höfðu vegið mjög þungt á markaðinum fyrir hlutabréf í Kauphöll Islands. Kaupþing var á árun- um fyrir hrun lengst af verðmætasta fyr- irtæki landsins, mælt með markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni, og hinir stóru bankarnir tveir, Glitnir og Landsbankinn, vógu einnig þungt. Lyfjafyrirtækið Actavis var þó um skeið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni en það var afskráð rúmu ári fyrir hrun. Fjórði bankinn, Straumur, var einnig meðal stærstu fyrirtækja í að- draganda hruns. Þegar hlutabréf þessara fyrirtækja urðu verðlaus þurrkaðist því út stór hluti af markaðsvirði allra fyrirtækja í Kaup- höllinni. Hlutabréf ýmissra skuldsettra eignarhaldsfélaga sem tengdust bönkun- um náið urðu einnig verðlaus, þ.á m. bréf FL Group og Bakkavör Group. Eftir stóðu fyrst og fremst tvö iðn- fyrirtæki, sem áttu ekki mjög mikið undir íslenska markaðinum og íslensku eignaverði, Marel og Ossur. Nokkrir smærri aðilar sem áttu hlutabréf skráð í Kauphöllinni lifðu þó einnig, þ.á m. út- gerðarfyrirtækið HB Grandi og Iceland- air Group, sem var mjög illa statt og átti Mynd: Hlutabréfavísitölur í þremur löndum. Hæsta gildi = 1000 ,<£> & & <£> <^ v<$> ,<£> ^ x'C'’ XV XV ////////////////// -----Kýpur -------ísland-------Grikkland 1,000.0 900.0 800.0 700.0 600.0 500.0 400.0 300.0 200.0 100.0 eftir að fara í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu. Voguntapar Rétt er að hafa í huga að sveiflur í hluta- bréfaverði eru eðli máls skv. nokkuð háðar fjárhagslegri skipulagningu viðkomandi fyrirtækja. Vegna þess að hluthafar eru aftast í kröfuröð (e. residual claimants) þá er við því að búast að hlutabréfaverð sveiflist þeim mun meira, því meiri sem skuldsetning viðkomandi fyrirtækja er, að öðru jöfnu. Heildarvirði fyrirtækja (e. enterprise value) ætti að vera stöðugri stærð en verðmæti hlutafjár. Verðmæti íslenskra fyrirtækja, mælt sem núvirði þeirrar vöru og þjónustu sem rekstur þeirra getur skilað, umfram kostn- að við rekstur, rýrnaði miklu minna en verðmæti hlutafjár þeirra. Það sést t.d. á því að undirliggjandi rekstur flestra fyr- irtækjanna hélt áfram, þ.á m. bankanna, þótt hlutafé þeirra hafi orðið verðlaust í krísunni. Ymist gerðist þetta á nýrri kennitölu eða eftir nauðasamninga eða aðra fjárhagslega endurskipulagningu. Helsta undantekningin var eignarhaldsfé- lög enda þar ekki um neinn undirliggjandi rekstur að ræða. Hrun hlutafjármarkaðar- ins endurspeglaði því ekki hrun viðkom- andi rekstrar eða efnahagskerfisins sem heildar, heldur einfaldlega að þörf var fyr- ir verulega fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Að henni lokinni gat rekstur haldið áfram og í nokkrum tilfellum staðið undir skráningu verðbréfa í kauphöll á ný. Hlutabréfavísitölur Þegar verðlækkun hlutabréfa er mæld liggur beinast við að styðjast við hluta- bréfavísitölu. Ekki er þó augljóst við hvaða vísitölu á að miða því að nokkrar koma til greina. Vísitalan sem mest var miðað við fyrir hrun, sem yfirleitt gekk undir nafninu Urvalsvísitalan eða Icex- 15, var lögð af nokkru eftir hrun. Hún var byggð á verðþróun 15 „úrvals“ fyrirtækja. Þar eð mun færri fyrirtæki voru með skráð hlutabréf í Kauphöllinni fyrst eftir hrun lá í hlutarins eðli að ekki var hægt að styðj- ast við vísitöluna, a.m.k. ekki óbreytta, til að leggja mat á verðþróun hlutabréfa skráðra fyrirtækja. Af vísitölunum sem kynntar voru til sögunnar eftir hrun koma helst tvær til greina, OMX Iceland All Share PI og OMX Iceland All Share GI. Þær eru raunar að öllu leyti eins nema að sú síðarnefnda tekur tillit til ávöxtun- ar hluthafa vegna arðs og verðbreytinga en sú fyrri einungis verðbreytinga. Þær náðu báðar hámarki 18. júlí 2007 og lágmarki 1. apríl 2009. Lækkun þeirra á milli þessara tveggja dagsetninga varð jafnframt mjög svipuð þótt örlitlu muni vegna arðgreiðslna fyrirtækja síðasta árið fyrir hrun. PI vísitalan Iækkaði um 95,4% og GI vísitalan um 95,3%. Að raunvirði var lækkunin 96,2% (PI) eða 96,1% (GI). I Bandaríkjadölum var lækkunin í báðum tilfellum 97,7%. Sé stuðst við Orvalsvísitöluna fæst enn hærra mat á lækkunina. Skýringin er að „úrvals“fyrirtækin fóru verr út úr hruninu 2 VÍSBENDING • 29. TBt. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.