Vísbending - 21.09.2016, Qupperneq 2
VíSBENDING
Mynd 2: Raunvextir í nokkrum löndum
1996-2016 - Meðaltal skammtímaraunvaxta
4.0
Þýs Dan Fin Fra Bre ísl Nor Sví Ban
framh. afbls. 1
og evrusvæðinu var 2,5 til 3,0% á þessu
tímabili.
Hvert stefnir?
Asgeir Jónsson hagfræðingur skrifar líka
um raunvexti í FréttabréfVirðingar sem
kom út 23. september. I grein Ásgeirs
Gullbrá og birnirnir þrír3 segir: „Lengi
vel var álitið að náttúrlegt raunvaxtastig
væri á bilinu 2,5-3,5% í hinum vest-
ræna heimi en það hefur lækkað veru-
lega eftir fjármálakreppuna 2008 og er
nú talið vera nálægt núlli í Bandaríkj-
unum og jafnvel neikvætt á meginlandi
Evrópu. Seðlabankar þessara landa hafa
lent í bobba: Ef jafnvægisraunvextir eru
núll þarf neikvæða nafnvexti til þess að
hita kólnandi hagkerfi - en það er ill-
mögulegt, ef ekki ómögulegt."
Á Islandi hefur verið hagvöxtur
undanfarin ár og því ekki ástæða til
svo dramatískra aðgerða sem neikvæðra
stýrivaxta, en engu að síður er það slá-
andi hve raunvextir af óverðtryggð-
um lánum eru miklu hærri á Islandi
en erlendis. Þegar verðbólgan er um
eitt prósent eru algengir vextir milli
7 og 8 prósent, sem jafngildir 6-7%
raunvöxtum. Þetta er helsta efnahags-
vandamál íslands núna. Þegar vextir
eru svo miklu hærri hér á landi en er-
lendis dregur það úr samkeppnishæfni
íslenskra fyrirtækja.
Hver er skýringin?
Ásgeir skýrir hvaða kraftar eru hér að
verki: „Raunvextir í rekstrarhagfræði-
legum skilningi ráðast af jaðarfram-
legð fjármagns sem til lengri tíma er
rekið áfram af tækniframförum, eða
framleiðni, sem og vexti annarra fram-
leiðsluþátta líkt og vinnuafls. En ný
tækni og aukinn mannafli kallar á nýj-
ar fjárfestingar og auka eftirspurn eftir
fjármagni - svo dæmi sé tekið. Lækkun
raunvaxta má því fyrst og fremst rekja
til fallandi framleiðni á Vesturlönd-
um og fólksfækkunar í þróuðum ríkj-
um líkt og Japan, ftalíu og Þýskalandi
svo dæmi séu nefnd. Það hefur meðal
annars lýst sér í því að skráð fyrirtæki
greiða út arð og/eða kaupa eigin bréf í
stað þess að fjárfesta. Þessi raunvaxta-
lækkun á vesturlöndum ætti að hafa
áhrif um heim allan þar sem frjáls við-
skipti með fjármagn ættu að jafna raun-
vexti á milli landa. Það hefur og gerst
- enda hafa gríðarlegir fjármunir flætt
frá Vesturlöndum til nýmarkaðsríkja á
síðustu árum.“
Ásgeir rekur hvernig raunvextir
Heimild: Oecd og útreikningar Vísbendingar.
skutust upp á íslandi á árunum 1983-
85 sem varð til þess að raunvaxtastig
varð 8-9% miðað er við verðtryggða
fimm ára kröfu. „Það voru líklega einna
helst tvær ástæður fyrir háum markaðs-
vöxtum á þessum tíma. I fyrsta lagi var
gríðarlegur fjármagnsskortur til staðar
vegna verðbólgu og neikvæðra raun-
vaxta árin á undan er höfðu étið niður
sparnað landsmanna. I annan stað var
íslenska ríkið í skuldakreppu og gaf
mikið út af ríkispappírum sem þrýsti
upp vaxtastiginu. Hvað sem því líður er
ljóst að raunvextir hafa verið á leið nið-
ur síðan frá þessum tíma ef tveir toppar
eru undanskildir - þ.e. 1999-2001 og
2005-2007 - þegar Seðlabankinn þrýsti
upp markaðsvöxtum til þess að reyna
að kæla hagkerfið. Það má annars vegar
rekja til alþjóðlegra fjármagnsviðskipta
sem hafa þrýst vöxtunum upp og þá
sérstaklega eftir að ísland varð aðili að
EES árið 1994 og fjármagnsflutningar
urðu frjálsir og hins vegar uppsöfnunar
sparnaðar á tímabilinu - einkum þó líf-
eyrissparnaðar."
Vaxtamunur vegna krónu
Loks segist Ásgeir hafa komist að þeirri
niðurstöðu á árum áður að raunvaxta-
munur milli íslands og stærri myntsvæða
væri um 2,0% (eða 200 punktar á máli
verðbréfasala). „Niðurstaðan var þá að
200 punktar væru eðlilegt viðmið sem
væru gjald fyrir skort á seljanleika á gjald-
eyrismarkaði, smæðarálag og svo framveg-
is. Ef sú forsenda heldur í dag ættu verð-
tryggðir raunvextir að liggja rétt undir
2%.“
Allir vita að verðtryggðir raunvextir
eru í besta falli rétt um 3,5%. Skýringin
er væntanlega sú að hér eru enn höft og
fjármagnsflutningar ekki frjálsir. Ásgeir
bendir á að „Island er með stöðugan við-
skiptaafgang - þökk sé ofurvexti í ferða-
þjónustu - og ætti að vera hreinn útflytj-
andi á fjármagni (sem höftin hafa að vísu
hindrað). Á sama tíma er uppsöfnun
sparnaðar mjög hröð — bæði vegna vaxt-
ar lífeyrissjóðanna og sökum þess að sókn
almennings og fýrirtækja eftir lánsfé er
ekki söm og áður. En þrátt fýrir uppgang
í efnahagslífinu hafa skuldir heimilanna
verið að minnka og einkaneysla hefur
ekki hækkað hraðar en ráðstöfunartekjur.
Þessu til viðbótar hefur ríkissjóður staðið í
stórfelldum uppgreiðslum á skuldum sem
má bæði þakka stöðugleikaframlögunum
og vaxandi tekjum. Allt bendir þetta til
lækkunar raunvaxta."
Miðað við niðurstöður Ásgeirs ættu
raunvextir á verðtryggðum lánum að
lækka um 1,0 til 1,5%. Sé tekið mið af
meðaltali á raunvaxtamun á skammtíma-
lánum (sbr. mynd 2) ættu óverðtryggðir
vextir að lækka í 4,5 til 5,0%. Forsenda
fýrir seinni lækkuninni er auðvitað stöð-
ugt verðlag, en Seðlabankinn spáir meiri
verðbólgu á næstunni, sem vinnur gegn
lækkun óverðtryggðra vaxta. 0
Heimildir:
1 Ritstjóri Viðskiptablaðsins: Norðurlöndin
og staðreyndir um húsnœðisvexti. http://wunv.
vb.is/skodun/nordurlondin-og-stadreyndir-
-um-husnaedisvexti/131316/
2 Bjarni Halldór Janusson: Enn einn
plásturinn. httpsd/vidreisn. is/is/greinar/enn-
-einn-plasturinn.
3 FréttabréfVirðingar 23. september. Ásgeir
Jónsson: Gullbrá og birnimir þrír3
2 VÍSBENDING • 3I.TBL. 2016