Vísbending


Vísbending - 21.09.2016, Síða 4

Vísbending - 21.09.2016, Síða 4
ISBENDING “V Aörir sálmar Þannig var það framh. afbls. 3 áhættu að aftengja sveiflur í eignaverði við tekjustofna. Nú er umhverfisvernd í tísku og þykir við hæfi að skattleggja mengun. Til dæmis eru bílaskattar tengdir koltvísýr- ingsútblæstri bílsins. Magn koltvísýrings í útblæstri er nátengd rúmmáli eldsneytis sem bíllinn brennir þegar hann er í akstri. Skatturinn er hins vegar lagður á bílinn óháð notkun. Það er að segja að tækifærið til að hreyfa eyðsluhákinn er skattlagt. Erfðaskattur er annar illa þokkaður skattur. Það er undarlegt að áætlað virði dánarbús sé skattstofn fyrir ríkið. Erfingj- ar eru hugsanlega þvingaðir til að selja. Það blasir við að það væri ekki vænleg stefna að gera Microsoft að ríkisfyrirtæki ef Bill Gates félli frá. Þróun í nálægum löndum Raunhækkun fasteignaverðs í Danmörku var svo villt að stjórnvöld sáu sitt óvænna og frystu skattahækkanir af þessari gerð fyrir skattahugtakið ejendomsvzrdiskat frá árinu 2002 til ársins 2020. Flækjustig skatta er víða mikið og Danmörk er engin undantekning. Þar er annar skattur af svipaðri gerð sem ekki nýtur friðhelgi, þ.e. grundskyld. Sá skattur leggst á lóðir. Um- ræða er í gangi um að sameina þessa skatt- stofna. Vandinn þar er að sumir eru í dýrri íbúð með litla lóð og aðrir eru í ódýrri íbúð með stóran garð. Mönnum gengur illa að útfæra sameiningu þessara skatta án þess að sumir fá mikla skattahækkun og aðrir mikla skattalækkun. Þar eins og víðar er hólfun á skattinum til vandræða. Kosningaloforð stjórnmálaflokka einfalda ekki hlutina. Til dæmis virðast danskir sósíaldemókratar vera að lofa því að fram- lengja skattfrystingu íbúða til ársins 2025. Danir virðast því fastir í slæmum pytti. Þeir virðast þó skilja að ríkið þarf að hafa hemil á sveitarfélögum. I Svíþjóð var í gangi svipuð þróun. I kringum aldamótin 2000 hófst mikil bólga í eignaverði. Nýir fjársterkir eigend- ur keyptu sig inn á milli eldri tekjulágra einstaklinga og snarhækkuðu þannig hjá þeim skattana. I fyrstu brugðust Svíar við svipað og Danir með einhver kon- ar frystingu. Heimsmeistarar í sköttum, Svíar, tóku hins vegar af alvöru á málinu, hreinsuðu til í reglunum og einfölduðu kerfið. „ ... the abolition ofgifi and estate tax in 2005 and the wealth tax in 2007. Since thatyear, Sweden has been in the near unique position ofhaving essentially no tax- es levied directly on wealth and property “ (Englund 2016a). Erfða- og eignaskattar í Svíþjóð eru horfnir en einhvers konar fast- eignagjöld eru enn til. Þau eru í dag föst krónutala (7.262 SEK), en þó ekki hærri en ákveðið hlutfall. T.d. er þakið fyrir ákveðinn eignaflokk 0,75% af áætluðu virði. Erfðaskattur var aldrei mikilvægur fjárhagslega skattstofn í Svíþjóð. Eignir í atvinnurekstri vor meðhöndlaðar sér- staklega og ýmis fleiri göt voru í kerfinu. Ríkasta fjölskylda Svíþjóðar Wallenberg varð ekki fyrir miklu ónæði af þessum skatti. Fjölskyldan hafði í sinni þjónustu endurskoðendur og lögfræðinga sem sáu ti þess. Einstaka sænskar fjölskyldur lentu í deilum um hvort selja skyldi fjölskyldu- sumarhúsið eða borga skattinn. Lokaorð Að mati höfundar eru tækifærisskattar illkynja og sveifluörvandi. Það er að segja að þeir eru til þess fallnir að brengla eðli- lega hegðun í hagkerfinu. Sveiflumögnun eignaskatta ætti að hafa verið ljós í nýlegri bankakreppu á íslandi. Fyrir 2008 voru verð of há, aðgangur að lánsfé hafði ver- ið auðveldur. Bankar falla, aðgangur að lánsfé skerðist, auðlegðarskattur fundinn upp og fjöldi ellilífeyrisþega (og erfmgja) hleypur til og vill selja í hvelli með tilheyr- andi bruna á eigin fé. Þessar opinberu að- gerðir voru ekki til þess fallnar að tempra sveiflur. Eignarréttur er víða stjórnar- skrárvarinn. Það er lítið hald í slíkri vörn ef skattkerfið er þannig að menn þvingist til að selja eignir til að eiga fyrir skött- um. I dag eru margir sem telja að þörf sé á endurbótum á stjórnarskrá Islands og sjálfsagt að nota tækifærið til að hnykkja á eignarréttarákvæðum og vernda fram- tíða kynslóðir fýrir dyntóttum skyndi- ákvörðunum stjórnvalda. 0 Athugasemd: Þessar hugleiðingar eru endursögn á grein sem var skrifuð fyr- ir tímaritið Hagmíl í apríl 2007 (Helgi Tómasson, 2007). Heimildir Englund, R (2016). Milestones in European Housing Finance, (Ritstjórar: J. Lunde og C. Whitehead) kafli 22 Mile- stones in Swedish Housing Finances, (pp. 375-391). John Wiley & Sons. Helgi Tómasson (2007). Omögulegi skatturinn: Skattlagning tækifæra. Hag- míl 46. Muellbauer, J. & Murphy, A. (1997). Booms and busts in the UK housing market. Economic Journal, 107. Hriflu-Jónas sem hefur verið fyrir- mynd formanns Framsóknarflokks- ins var felldur sem formaður. Vísir skrif- aði 18. apríl 1944: „Þingi Framsóknarflokksins mun ljúka í dag. Þar munu hafa verið átök hörð á ýmsa lund, en skýrast betur er frá líður. Ekki er líklegt að ágreiningur sá, er á þinginu var, leiði til klofnings að sinni, en eldi heitari brennur með illum vinum friður fimm daga, en er sá sjötti kemur versnar allur vinskapur. Viðhorf innan flokksins hafa skýrst til muna. Þar eru uppi tvær andvígar lífsskoðanir, sem munu heyja átök sín í millum þar til yfir lýkur. Þótt allt verði kyrrt á yfirborðinu enn um skeið halda átökin áfram innan flokksins, en stríðshamingjan er fallvölt og litlar þúfur geta oft velt stórum hlöss- um. Svo virðist, sem baráttan innan Framsóknarflokksins hafi staðið yfir í árabil, eða allt frá því er nokkrir Fram- sóknarmenn óskuðu þess árið 1934, að Alþýðuflokkurinn setti það, sem skilyrði fyrir stjórnarsamvinnu af sinni hálfu, að Jónas Jónsson fengi ekki sæti í ríkisstjórn- inni af flokksins hálfu. Framsóknarmönnum ýmsum mun hafa þótt Jónas vera um of ráðríkur og athafnasamur til ills eða góðs, og þótt heppilegt að kröfur er beindust gegn hon- um, kæmu frá Alþýðuflokknum, en ekki innan frá, enda munu þar fáir hafa treyzt til að „hengja bjölluna á köttinn“. ... Jónas Jónsson mun hafa fengið full- gildar sannanir fýrir ráðabruggi því sem uppi var haft gegn honum árið 1943 og síðar, þótt hann kunni enn um skeið að láta þetta kyrrt liggja, er tæpast gerandi ráð fýrir að hann geti unað slíkri sambúð til lengdar. Ekki alls fýrir löngu hélt hann erindi á flokksfundi hér í bænum og lýsti þá yfir því, að þótt sumir flokksmenn sínir hygðust að leika sig eins og Alþýðu- flokkurinn á sínum tíma ónefndan for- ráðamann, myndi þeim ekki takast að ráða niðurlögum sínum. Boðaði hann baráttu af sinni hálfu, sem myndi háð þar til yfir lyki, og þar sem hvergi myndi hlífst við. Fulltrúarn- ir úr dreifbýlinu hafa nú kynnzt sam- búðinni innan flokksins að nokkru, og munu flestir óhjákvæmilega vera þeirr- ar skoðunar að hún spái engu góðu um framtíðina.“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 31.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.