Vísbending


Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING framh. afbls. 1 Hér er alltaf horft á bæjarfélagið í heild en ekki aðeins sveitarsjóð. Þetta er eðlilegt vegna þess að mörg sveitarfélög hafa fært ákveðna þætti út úr sveitarsjóði og eru því ekki samb- ærileg við önnur sem ekki hafa gert sambæri- legar breytingar. Skuldir Heildarskuldbindingar sveitarfélaganna í landinu fóru úr 553 milljörðum króna árið 2014 í um 579 milljarða árið 2015 sem er raunminnkun um 2%. Hlutfall heildar- skulda (með skuldbindingum) var um 171% af tekjum á ári hjá sveitarfélögunum í heild, en var 177% árið áður. Skuldir sveitarfélag- anna jukust því minna en tekjur og staðan batnaði miðað við þennan mælikvarða. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags. I árslok 2015 var þessi mælikvarði um 1.750 þúsund krón- ur á mann sem er 50 þúsund krónum hærra en árið áður. Að raungildi er það aukning um rúmlega 1%. Nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum voru 490 milljarðar króna í árslok en voru 480 millj- arðar króna árið áður. Fyrst og fremst er horft á nettóskuldir á íbúa. Nokkur sveitar- félög eiga talsverðar peningaeignir og er eðli- legt að tekið sé tillit til þess þegar horft er á stöðuna. Skuldugasta sveitarfélagið sam- kvæmt þessum mælikvarða (sjá töflu 2) er Reykjanesbær með 2,6 milljónir króna í skuld á íbúa og hefúr aukist um 100 þús- und krónur frá fyrra ári. I höfuðborginni eru nettóskuldir um 2,1 milljón á íbúa og hafa þær aukist. Sandgerði, Fjarðabyggð, Fljóts- dalshérað og Norðurþing eru öll með nokk- uð miklar skuldir á íbúa. Skuldahlutfall segir þó ekki alla söguna. Sum sveitarfélög hafa staðið í miklum framkvæmdum og vænta þess að fá meiri tekjur til baka en hin. Einnig má horfa á hlutfall skulda af tekjum ársins. Hlutfall- ið sýnir hversu lengi sveitarfélögin væru að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekkert að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. I einkunnagjöf er miðað við að hlutfallið sé ekki hærra en 100%. Eftirlitsnefndin hefur miðað við að hlutfallið fari ekki yfir 150%. Hjá tveimur sveitarfélögum er hlutfallið sem fyrr segir hærra en 200% í árslok 2015 (sjá töflu 2) sem er mjög alvarlegt veikleikamerki. Fólksfjöldi Sveiflur hafa verið í mannfjölda að undan- fbrnu. Fólki fjölgaði um rúmlega 1,0% á árinu 2015 og 1,2% árið 2014. Fækkun ber það með sér að íbúarnir telji að betra sé að búa annars staðar og getur verið til vitnis um Tafla 1: Einkunnir 36 stærstu sveitar- félaganna 2014-2016 Röd 16 Röð 15 Röð 14 Bæjarfélag Eink.16 Eink.15 Eink.14 Meðaltal 8,2 7,0 6,9 7,4 1 8 6 Vestmannaeyjar 2 3 4 Grindavíkurbær 3 6 5 Fjallabyggð 4 2 2 Garðabær 5 5 19 Hornafjörður 6 7 7 Snæfellsbær 7 4 3 Bláskógabyggð 8 1 1 Seltjarnarnes 9 13 9 Akureyri 10 15 16 Fjarðabyggð 11 12 8 Húnaþing vestra 12 10 10 Rangárþing ytra 13 27 30 Borgarbyggð 14 24 34 Stykkishólmur 15 16 14 Eyjafjarðarsveit 16 14 13 Akranes 17 23 25 Garður 18 19 18 Rangárþing eystra 19 11 12 Dalvíkurbyggð 20 18 21 Vogar 21 21 22 Hveragerði 22 9 11 Ölfus 23 20 23 Vesturbyggð 24 31 28 Mosfellsbær 25 26 15 Arborg 26 35 33 Norðurþing 27 17 24 Þingeyjarsveit 28 28 20 Isafjarðarbær 29 33 29 Kópavogur 30 22 17 Reykjavík 31 36 27 Hafnarfjörður 32 25 31 Sandgerði 33 30 32 Reykjanesbær 34 34 35 Fljótsdalshérað 35 32 Bolungarvík 36 29 26 Skagafjörður Heimild: Útreikningar Vísbendingar. að ekki sé allt eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu sem fækkar í. Það er heppilegt að fólksfjöldi aukist hóflega. Ef hann eykst of hratt er hætt við að erfitt verði að veita öllum nýju íbúunum þjónustu strax. Gatnagerð og aðrar framkvæmdir vegna nýbygginga geta líka komið niður á fýrri íbúum. Tekjur og afkoma Tekjur sveitarfélaganna á íbúa eru nokkuð mismunandi. Mestar eru þær f Fjarðabyggð, Vesturbyggð og Norðurþingi. Tekjurnar eru innan við 800 þúsund krónur á íbúa í 8,1 8,0 7,1 7,7 7,5 7,1 6,9 7,2 7,3 8,1 8,7 8,0 7,2 7,3 5,7 6,4 7,1 7,1 6,9 7,0 7,1 7,5 7,4 7,2 7,1 9,0 9.3 8,4 6,7 6,4 6.8 6,7 6,5 6,3 6,1 6,3 6,4 6,6 6,9 6,6 6,3 6,8 6,6 6,4 6,2 4,2 4,0 5,1 6,1 4,8 3,5 4,8 6,1 6,3 6,4 6,2 6,0 6,3 6,4 6,2 5,9 5,3 4,6 5,2 5,6 5,9 5,7 5,6 5,5 6,8 6,5 6,0 5,4 6,0 5,4 5,6 5,2 5,6 5,1 5,1 5,2 3,4 6,5 5,9 4,7 5,8 5,0 4,8 4,6 3,9 4,3 4,4 4,4 4,4 6,2 5,3 4,4 3,4 3,9 4,1 4,3 6,9 4,9 4,6 4,3 4,2 5,5 4,9 4,1 3,9 4,2 4,1 4,1 5,5 5,9 5,0 3,6 3,0 4,5 3,7 3,6 4,6 4,0 3,8 2,8 4,0 3,9 3,6 2,7 3,4 2,9 2,8 2,6 3,9 4,9 3,7 2,4 2,4 4,0 3,0 Kópavogi, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði. Það er að sjálfsögðu ekki markmið í sjálfu sér að sveitarfélög afli mikilla skatttekna, en á næstunni er augljóst að sveitarfélög verða mörg bæði að draga úr þjónustu og fullnýta skattstofna. Eðlilegt má telja að afgangur af rekstri sé nálægt 10%. Reksturinn skilaði almennt lak- ari afkomu árið 2015 en árið áður. Utsvarsprósenta var víðast 14,52%. Ekki er hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í út- svarsprósentunni árið 2015. Lægst var hún hjá stærri sveitarfélöguml3,70% í Garðabæ 2 VÍSBENDING • 32.IB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.