Vísbending


Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 4
ÍISBENDING Tafla 3: íbúafjöldi í stærstu bæjar- félögunum Bæjarfélag 2013 2014 2015 Breytim Reykjavík 119.764 121.230 121.822 0,5% Kópavogur 31.726 32.308 33.205 2,8% Hafnarfjörður 26.808 27.357 27.875 1,9% Akureyri 17.966 18.103 18.191 0,5% Reykjanesbær 14.231 14.527 14.924 2,7% Garðabær 13.872 14.180 14.453 1,9% Mosfellsbær 8.978 9.075 9.300 2,5% Sveitarfélagið Árborg 7.826 7.889 8.052 2,1% Akranes 6.625 6.699 6.767 1,0% Fjarðabyggð 4.629 4.675 4.747 1,5% Seltjarnarnes 4.322 4.381 4.411 0,7% Vestmannaeyjar 4.221 4.264 4.272 0,2% Sveitarfélagið Skagafjörður 4.010 3.978 3.910 -1,7% Isafjarðarbær 3.748 3.639 3.629 -0,3% Borgarbyggð 3.469 3.535 3.539 0,1% Fljótsdalshérað 3.434 3.463 3.454 -0,3% Grindavíkurbær 2.860 2.888 2.995 3,7% Norðurþing 2.864 2.822 2.806 -0,6% Hveragerði 2.291 2.333 2.384 2,2% Sveitarfélagið Hornafjörður 2.166 2.167 2.150 -0,8% Fjallabyggð 2.012 2.010 2.037 1,3% Sveitarfélagið Olfus 1.900 1.906 1.885 -1,1% Dalvíkurbyggð 1.864 1.867 1.861 -0,3% Rangárþing eystra 1.735 1.708 1.749 2,4% Snæfellsbær 1.722 1.691 1.679 -0,7% Sandgerði 1.581 1.609 1.580 -1,8% Rangárþing ytra 1.518 1.553 1.548 -0,3% Sveitarfélagið Garður 1.429 1.409 1.425 1,1% Húnaþing vestra 1.177 1.173 1.171 -0,2% Stykkishólmur 1.112 1.095 1.107 1,1% Sveitarfélagið Vogar 1.105 1.127 1.102 -2,2% Eyjafjarðarsveit 1.012 1.026 1.032 0,6% Vesturbyggð 941 949 1.002 5,6% Bláskógabyggð 897 931 961 3,2% Bolungarvík 918 950 923 -2,8% Þingeyjarsveit 914 917 920 0,3% Grundarfjarðarbær 905 872 900 3,2% Hverjir eru bestir? Garðabær og Seltjarnarnes eru í algjörum sérflokki þegar kemur að útnefningu draumasveitarfélagsins. Garðabær hefur sex sinnum hlotið hnossið og Seltjarnarnes átta sinnum alls. Þau hafa líka oft verið í öðru sæti og þannig skera þau sig úr öðrum sveitar- félögum á þessu tímabili. Niðurstaðan hefur verið sem hér segir: 1996 Selfoss 1997 Akureyri/Seltjarnarnes 1998 Seltjarnames 1998 Seltjarnarnes 2000 Seltjarnarnes 2001 Seltjarnarnes 2002 Ölfus 2006 Garðabær 2007 Garðabær 2008 Seltjarnarnes 2009 Snæfellsbær 2010 Garðabær 2011 Garðabær 2012 Garðabær 2013 Garðabær 2014 Seltjarnames 2015 Seltjarnarnes 2016 Vestmannaeyjar Á ámm áður var algengt að sveitarfélög kvörtuðu undan slæmri niðurstöðu úr grein- ingu Vísbendingar. Oftar en ekki vom það sveitarfélög sem síðar hafa farið í gegnum mikla erfíðleika. Eftir að eftirlitsnefndin hóf sín störf og varð sýnileg hafa kvartanir af þessu tagi að mestu horfið. Auðvitað á ekki að leggja of mikið upp úr minniháttar mun á einkunnum, en þær gefa þó góða hugmynd um almennan §árhagslegan styrk sveitarfélag- anna og stjóm á fjármálunum. Aörir sálmar Þú værir í fangelsi Flestum flnnst dapurlegt að fylgjast með kosningabaráttunni í Bandaríkj- unum. Þegar maður heldur að Trump hafi náð botninum sekkur hann dýpra. Hann vakir um nætur og sendir út tíst um það hversu vitlausir og óhæfir samherjar hans eru og hve mikill glæpamaður Hillary er. Islendingar þekkja vel að áfengi og samfé- lagsmiðlar eru ekki góð blanda, en Trump mun hafa haldið sig frá áfengi allt sitt líf, þannig að ekki er það skýringin. Frétta- skýrendur af lakari gerðinni töldu hann sjúga mikið upp í nefið í kappræðum vegna kókaín neyslu, sem sýnir að hann er ekki einn um sérstæðar kenningar. Nú hefur hann lagt til lyfjapróf fyrir fram- bjóðendur, eins og um kappleik sé að ræða! Trump heldur því blákalt fram að svindlað verði í kosningunum, einkum í kjördeildum þar sem svartir kjósendur eru í miklum meirihluta. Það mun auðvitað koma mjög á óvart ef í ljós kemur að þessi mikli mannréttindafrömuður fær lítið fylgi meðal svartra kjósenda, svo ekki sé talað um þá sem eru upprunnir í Mexíkó. Öllum þykir gaman að láta kalla sig afæt- ur og nauðgara. Frambjóðandinn stærir sig af því að áreita konur kynferðislega og kallar svo þær konur sem staðfesta sögu hans lygara. En vandinn er kannski ekki bara Trump. Hann er kosinn af stórum hluta fylgismanna Repúblikana til þess að vera frambjóðandi flokksins. Tugþúsundir mæta á fundi hans þar sem hann segir nánast það sem honum dettur í hug, án nokkurra tengsla við raunveruleikann. Sú hugmynd hvarflar að manni að allt framboðið sé einkennilegt grín einhvers háðfugls. Hver trúir því að helmingur kjósenda (eða þó að það verði þriðjung- ur) vilji öfgamann sem forseta? A kjördag stökkvi svo stjórnandinn fram og sýni al- heiminum falda myndavél. Með framferði sínu hefur Trump skert siðferðisvitund almennings og frétta- skýrenda. Það tók hálftíma fyrir speking- ana sem fjölluðu um kappræðurnar að þeim Ioknum að nefna að Trump hefði hótað því að setja Hillary í fangelsi. Ein- hvern tíma hefði kjósendum brugðið við að heyra frambjóðenda sem vill verða leiðtogi hins frjálsa heims segjast ætla að fangelsa andstæðing sinn. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 32. IBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.