Vísbending


Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.09.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 28. september 2016 32 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Róðurinn þyngist hjá sveitar- félögunum r VP rsreikningar sveitarfélaganna fyrir árið 2015 benda til þess að rekstur X Xþeirra sé að þyngjast eftir talsverðan bata eftir hrun. I árslok 2013 voru skuld- ir flestra á niðurleið og þau sýndu aðhald í rekstri. Miklar launahækkanir hafa reynst þungar í skauti og styrking krónunnar dreg- ur úr tekjum sjómanna, sem aftur lækkar útsvarstekjur, þó að þau áhrif komi einkum fram árið 2016. Mörg sveitarfélög komu illa út úr hrun- inu. Eftirlitsnefhd með fjármálum sveitarfé- laga setti sumum þeirra úrslitakosti þannig að þau urðu að takast á við vandann. Nú heyrist aftur að sveitarfélögin verði að fá meiri tekjur. Samningar við kennara virðast hafa verið umfram greiðslugetu sveitarfé- laganna. Þau fá ekki beinar tekjur af heim- sóknum ferðamanna sem auðvitað reynir á innviði þeirra. Afkoma margra sveitarfélaga var nei- kvæð árið 2015. Einkunnir þeirra í mati Visbendingar fara heldur lækkandi, þó ekki muni miklu að meðaltali. A árinu jukust skuldir sveitarfélaganna í heild að raunvirði um 3%. Mörg lækka í einkunn Athygli vekur að einungis 13 af 36 stærstu sveitarfélögunum hækka í einkunn. I þetta sinn fengu 22 sveitarfélög af þeim 36 stærstu meira en fimm í einkunnagjöf hjá Vís- bendingu, eða einu minna en árið áður. Flest sveitarfélögin nota hæstu útsvarsprósentu og því erfitt fyrir þau að bæta fjárhaginn frekar nema með auknu atvinnustigi, fjölgun íbúa, niðurskurði útgjalda eða sölu eigna. Byggðarlög í vanda Veik staða nokkurra sveitarfélaga er mjög alvarleg. Hún hefúr orðið til þess að þau hafa dregið úr framkvæmdum og einnig leitt til samdráttar í þjónustu. Reykjanesbær hefúr verið mikið í fréttum vegna slæmrar stöðu og Fljótsdalshérað er líka mjög skuld- sett. Skuldahlutföll (skuldir sem hlutfalla af tekjum) er hátt hjá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, en þetta eru nokkur af stærstu sveitarfélögum landsins. Athygli vekur að tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garða- bær og Seltjarnarnes hafa miklu betri tök á sínum fjármálum, en báðir bæirnir hafa lengi verið í fremstu röð í einkunnagjöf Vís- bendingar. Skuldastaða Reykjanesbæjar, Hafnar- fjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur er vel yfir 150% af tekjum, sem er lögboðið hámark. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ tala nú í alvöru um að gjaldþrot vofi yfir sveitarfélaginu. Bæjarfélagið hefur verið undir nánu eftirliti eftirlitsnefndar sveitarfélaga í allmörg ár og úrræði hafa ekki fundist til nauðsynlegra úr- bóta. Efúrlitsnefnd sveitarfélaga nefndi í árs- skýrslu sinni vegna ársins 2014 að Reykjanes- bær og Breiðdalshreppur væru í sérstakri umfjöllun. Sveitarfélög sem skulduðu í lok árs 2011 meira en 150% af tekjum sínum fengu allt að 10 ár hjá nefndinni til að ná 150% skuldaviðmiði og því þarf að gera meiri kröfur í rekstri gagnvart þeim. Við framsetningu viðmiða er miðað við lág- markskröfur og ekki er gert ráð fyrir nema takmarkaðri fjárfestingu, þar sem svigrúm til nýrra fjárfestinga/lántöku hjá þeim sveitarfé- lögum sem skulda meira en 150% af tekjum sínum, er mun þrengra en þeirra sem skulda 150% og minna. Viðmið fyrir þau sveitarfé- lög sem skulda minna en 150% af tekjum gerir ráð fyrir óbreyttu skuldahlutfalli þeirra við skoðun á lágmarksviðmiðum, þ.e.a.s. ef sveitarfélag skuldar 100% af tekjum sínum eru viðmiðin til þess fallin að viðhalda 100% skuldahlutfalli. Einkunnagjöf Vísbending hefúr í mörg ár skoðað fjár- hag sveitarfélaga og gefið einkunnir eftir nokkrum þáttum. Slíkt getur auðvitað ekki veitt fullnægjandi svör vegna allra þeirra spurninga sem upp koma um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Einkunnagjöfin hefur oft vakið eftirtekt og stundum hafa sveitarfélög mótmælt niðurstöðunni á þeim forsendum að hún mæli ekki lífsgæði í sveitarfélögunum. Því er rétt að undirstrika að einkunnagjöfin mælir fyrst og fremst fjár- hagslegan styrk sveitarfélaganna. I tölunum hér á eftir er miðað við rekstrartölur úr árs- reikningum sveitarfélaga árið 2015 sem eru nýjustu tölur sem fyrir liggja. Upplýsinga- veita Sambands íslenskra svcitarfélaga binir gögn á Netinu. Mjög mikilvægt er að líta á heildarskuldir sveitarfélaga þar sem meðtaldar eru skuldir vegna eftirlaunaskuldbindinga og ábyrgðir vegna einkaframkvæmda svo að dæmi séu tekin. Einkafjármögnun framkvæmda naut mikilla vinsælda sumra stjórnmálamanna, ekki bara vegna þess að hún sé hagkvæmari en framkvæmdir hins opinbera heldur ekki síður vegna þess að hún kom ekki fram í skuldum. Þetta hefúr nú breyst bókhalds- lega, en enn tala stjórnmálamenn þó um einkaframkvæmdir, nú síðast í vegamálum. framh. á bls. 2 1 Hagur sveitarfélag- A Mörg sveitarfélög kvarta ^ : Vestmannaeyjar eru • A Margir hneykslast á 1 anna fer versnandi f l undan því að tekjustofnar i J j draumasveitarfélagið frambjóðanda í forseta- í kjölfar dýrra standi ekki undir j í ár, í fyrsta sinn. kosningunum í BNA, en kjarasamninga. útgjöldum. þriðjungur kjósenda styður hann. VÍSBENDING • 32. TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.