Vísbending


Vísbending - 05.10.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.10.2016, Blaðsíða 2
SBSSS! V Neysluvísitala og húsnæðisverð Sverrir H. Geirmundsson hagjraiingur Að undanförnu hefur verið lífleg umræða um þátt húsnæðisverðs í vísitölu neysluvcrðs og sýnist sitt hverjum. Grundvöllur neysluvísi- tölunnar byggir á lögum nr. 12/1995 en þar segir að Hagstofa Islands skuli reikna og birta vísitölu „sem sýnir breytingar á verðlagi einkaneyslu". Vísitalan skal reist á grundvelli neyslukönnunar. Nefnd skipuð fulltrúa frá Hæstarétti, ASl og Vinnuveitendasambandi Islands (SA) eru Hagstofunni til ráðgjafar um gerð vísitölunnar og skal fylgjast með reglu- bundnum útreikningi hennar. Kostnaöur af séreign Einkaneyslan felur í sér not heimila á vöru og þjónustu á tilteknu tímabili. Neysluverðsvísitalan mælir vegnar með- altals verðbreytingar á þessum kostn- aði sem endurspeglast í samsvarandi breytingum á kaupmætti heimila. Ef verðbólga er til staðar rýrnar kaupmáttur, en eykst við verðhjöðnun eins og Is- lendingar þekkja vel af reynslunni. Flestir líta á einkaneysluna út frá al- mennum neysluvörum og þjónustu svo sem mat og drykk, þjónustu tannlækna o.s.frv. En sú tilhögun að búa í eigin hús- næði í stað þess að leigja á almennum markaði felur einnig í sér not á þjónustu. Hagstofan metur kostnað við búsetu í eigin húsnæði út frá notendakostnaði þ.e. afskriftum og íjármagnskostnaði (raunvöxtum). Verðbreyting á þessum lið er í samræmi við breytingar á almennu húsnæðisverði eins og sést vel á mynd 1. Notendakostnaðurinn, sem Hagstof- an kallar „reiknaða húsaleigu“ hefur í dag um 15% vægi í vísitölu neysluverðs og hafa breytingar á húsnæðisverði því bein og veigamikil áhrif á vísitöluna. Sem dæmi hefur um 6% árleg hækkun húsnæðisverðs í för með sér tæplega 1% aukningu verðbólgu á mælikvarða vísi- tölu neysluverðs. Um 1% hækkun verð- bólgunnar þýðir síðan um 13 - 14 millj- arða hækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna í öllu lánakerfmu. Fullkominn markaður? Danir nota aðra aðferð við mat á hús- næðisliðnum, svokallað húsaleiguígildi Mynd 1: Þróun fasteignaverös, húsleigu og reiknaðrar húsaleigu 2006 - 2016 (e. imputed rent) sem breytist í samræmi við leiguverð á húsnæðismarkaði. Sam- kvæmt þessari aðferðafræði gefur mark- aðsleiga til kynna hvað húseigandi er tilbúinn að greiða fyrir afnot af húsnæði sínu á hverjum tíma í stað þess að miða við kostnað af eignarhaldinu (notenda- kostnað). Það má færa rök fyrir því að hagfræðilega sé þetta réttari aðferðafræði því verið er að mæla notin en ekki kostn- aðinn. Þessi aðferðafræði byggir á því að leigumarkaður endurspegli vel búsetu í eigin húsnæði. Til langs tíma ættu þessar tvær að- ferðir að leiða til ámóta niðurstöðu að því gefnu að markaðir séu fullkomnir, en raunveruleikinn er oft á skjön við þá forsendu eins og kunnugt er. Það er t.d. ekki algilt að markaðsleiga hækki þótt markaðsverð á húsnæði hækki. Aukið framboð á félagslegu húsnæði eða fækk- un erlendra ferðamanna getur t.d. skapað þrýsting til lækkunar leiguverðs á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Slík- ar aðstæður myndu leiða til mjög mis- munandi áhrifa á neysluverðsvísitöluna til skamms tíma eftir því hvor aðferða- fræðin er notuð. Raunveruleikinn íslendingar eru mikil séreignaþjóð og samsetning á eigin húsnæði annars vegar og leiguhúsnæði hins vegar er að hluta til ólík. Þetta mun vera megin forsenda þess að Hagstofan hefur miðað við not- endakostnað í stað húsaleiguígildis við útreikning sinn. Ungt fólk fer hins vegar í meira mæli inn á leigumarkaðinn og má ætla að hann sé ekki eins ólíkur að sam- framh á bls. 4 2 VÍSBENDING • 33.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/409170

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: