Vísbending


Vísbending - 05.10.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.10.2016, Blaðsíða 4
Aörir sálmar framh afbls. 3 Mynd 2: Þróun fasteignaverðs og húsa- leiguígildis í Danmörku 2016-2016 Hetmild: www.dst.dk (danska hogstofon) setningu og áður, ekki síst á höfuðborgar- svæðinu. A mynd 1 sést vel hvernig raunveruleg markaðsleiga og markaðsverð á húsnæði getur þróast í ólíkar áttir í samhengi við það sem að framan greinir. Húsaleiga og húsnæðisverð fylgdust að frá ársbyrjun 2006 og fram á fyrsta ársfjórðung 2008. Verðbólga tók mikinn kipp í apríl 2008 og fór í 11,8% á ársgrundvelli og hélst hún mjög há vel fram á árið 2009. Mörg heimili lentu í vandræðum með húsnæð- islán á þessu tímabili, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins og komu inn á leigu- markaðinn sem kann að skýra hækkan- ir á leiguverði á þessu tímabili. Á sama tíma lækkaði húsnæðisverð um tæp 14% á tæpu einu og hálfu ári. Stóraukning fjölda erlendra ferðamanna til landsins frá og með árinu 2011 gerði það síðan að verkum að leiguverð hækkaði talsvert meira en markaðsverð húsnæðis eins og sjá má á myndinni, en margir einstak- lingar hafa leigt út íbúðir sínar til er- lendra ferðamanna. ísland með hæsta húsnæðisliðinn I umræðunni er því stundum fleygt fram að Island hafl sérstöðu hvað varðar áhrif húsnæðisverðs á neysluverðsvísitöluna. Húsnæði hefur um 23% heildarvægi í neysluvísitölunni hér á landi. I Dan- mörku er sambærilegt hlutfall 21,3%, í Svíþjóð 19,7%, í Finnlandi 18,6% og í Noregi 18% samkvæmt tölum sem finna má á vefsvæði Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD). Island er því með nokkuð hærra húsnæðishlutfall en hin Norðurlöndin. Sú spurning vakn- ar hvort þetta háa hlutfall skýrist að ein- hverju leiti af hærri húsnæðisvöxtum hér á landi vegna þeirrar aðferðafræði sem Hagstofan beitir við mat á notendakostn- aði vegna eigin húsnæðis. Einnig koma verðbreytingar á húsnæðismarkaðinum hér með mun beinni hætti inn í neyslu- verðsvísitöluna en t.d. í Danmörku eins og sjá á mynd 2. Stafar það af ólíkri að- ferðafræði eins og að framan er rakið. Lokaorð Sú fullyrðing að Island sé eina landið sem hefur veigamikinn húsnæðislið í neyslu- verðsvísitölunni á ekki við rök að styðj- ast, en vissulega er hlutfallið hér á landi það hæsta meðal Norðurlandaþjóðanna. Það kann að rugla marga í ríminu að Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birtir samræmda vísitölu neysluverðs fyr- ir EES ríkin, en þar er eigið húsnæði ekki talið með þótt það muni verða gert síð- ar samkvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni. Hagstofur nágrannaríkjanna birta hins vegar húsnæðisliðinn sem sérstakan lið. Breytingar á húsnæðisverði virðast hafa víðtækari og beinni áhrif á neyslu- verðsvísitöluna hér á landi vegna þeirrar aðferðafræði sem Hagstofan beitir. Hús- næðisliðurinn hefur gríðarmikil og bein áhrif á fjárskuldbindingar heimila, ekki síst þegar verðbreytingar eru miklar á húsnæðismarkaði. Ljóst er að Hagstofan hefur lagalegt forræði yfir útreikningn- um, en aðilar vinnumarkaðarins ásamt fulltrúa frá Hæstarétti skulu vera til ráðgjafar. Með skilvirkari og betur sam- settum leigumarkaði á síðustu árum má varpa fram þeirri spurningu hvort ástæða sé til að endurskoða aðferðafræðina þannig að hún endurspegli betur aðstæð- ur á leigumarkaðnum m.t.t. nota af eigin húsnæði. Q Er umboðsvandi 1 stjórn- málunum? Eins og íram kemur í forsíðugrein þessa tölublaðs hlum hagfræðingarnir Oliver Hart og Bengt Holström Nóbelsverðlaunin í hagffæði þetta árið. Þessir ágæm hagffæðingar hafa meðal annars þróað ffæðileg tól og tæki til að kljást við svokallaðan umboðsvanda (principal-agent theory). Nánar tiltekið fjalla þessar kenningar um það hvernig sé hægt að koma í veg fýrir að ákvarðanir eins aðila séu á kostnað hins (umboðsveitanda) þcgar um einhverskonar samningatengsl er að ræða. Þingið og stjómmálin lúta sömu iögmálum og aðrir markaðir í hagffæðilegu samhengi. Akvarðanir stjómmálamanna hafa í för með sér hagrænan ábata eða kostnað sem meta má til fjár. Gæði ákvarðana ráðast m.a. af því að al- menningur hafi mikinn, sameiginlegan hag af þeim. Sumir spyrja sig að því hvort hin margum- talaða „gjá milli þings og þjóðar“ sé í raun umboðsvandi á þinginu og í stjórnkerfinu. Því miður em mörg dæmi um að mál sem hafa verið unnin af sérfræðingum og haft langan aðdraganda endi með niðurstöðu sem meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við. Dæmi um slrkt mál er staðsetning nýs Landspítala við Hringbraut. Málatilbúnaðurinn tók ekki „nema“ 15 ár og endaði með niðurstöðu sem meirihluti almennings og fjölmargir læknar virðast ósáttir við samkvæmt skoðanakönnun- um. Flestir sem em eldri en tvævetra muna þá tíma þegar grænar grundir vom allt umleikis Borgarspítalann og nægt byggingarland var til staðar fyrir glæsilegan spítala og þjónusm- byggingar t.d. fyrir langveika. Á örfáum árum hefor þetta verðmæta byggingarland verið tekið undir almennar íbúðir og þannig hafa glatast mikilvæg tækifæri til að byggja upp spítala á hagkvæmum stað með góðum tengjngum við stofnæðar gatnakerfisins. Þeir sem sækja skóla eða vinnu í miðbæinn horfa til þess með hryll- ingi þegar álagið eykst á gatnakerfið sem nú þegar er löngu sprungið. Bara í Háskóla Islands em um 13.000 skráðir nemendur auk kennara og annars starfsliðs sem sækir vinnu eða skóla á hverjum morgni. Aukinn straumur ferða- manna hefor ekki orðið til að bæta ástandið. Ekki skal tekin afstaða til þess hér hvort rétt sé að byggja upp nýjan spítala við Hringbraut eða annars staðar. En ef meirihlud almenn- ings er ósáttur, er þá ekki óhætt að fullyrða að alvarlegur umboðsvandi sé til staðar í íslenskum stjórnmálum? s.g Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf„ Borgartúni 23,105 Rvik. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll rétrindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 33. TBl. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.