Vísbending - 12.10.2016, Page 4
-V-
ISBENDING
Aörir sálmar
framh afbls. 2
ætti niður skuldir hinna skuldugustu þá þarf
að gera það með sköttum, álögum, eða lán-
tökum hjá þá sem skulda lítið. Öryrkjamir
borga með skertum bótum og kynslóðir
sem ekki em byijaðar að taka lán borga með
hærri sköttum, hærra húsnæðisverði (til að
borga syndir feðranna) og skertu aðgengi að
lánsfé í framtíðinni.
Hvað þýðir ódýrt lánsfé og
lftið eigið fé?
Það blasir við að það er áhættusamt að fara
út í fjárfestingar með lítið eigið fé þegar
eignabóla er í gangi. Ljóst er að Danir hafa
gengið of harkalega um gleðinnar dyr í
umgengni við ódýrt lánsfé. Ég tel ekki lík-
legt að íslendingar hefðu verið hófstilltari
ef þeir hefðu haft sama aðgang að ódýra
lánsfénu og Danir. Þegar Islendingar hrópa
á lægri vexti virðist gleymast að greiðslu-
byrðin er höfuðstóll sinnum vextir. Ef vextir
lækka er hætt við því að höfuðstóll hækki
og árangurinn af lægri vöxtum er ekki auð-
veldara aðgengi að húsnæði, heldur bara
miklu hærri skuld.
Skipting áhættu
Að einu leyti virðast Danir Irábmgðnir ís-
lendingum. Það er eins og orðið forsendu-
brestur sé ekki til í dönskum orðabókum.
Það væri pólitískt ómögulegt fýrir danska
stjómmálamenn að leggja til að hækka
álögur á þá sem ekki tóku þátt í dansinum
til að þeir sem keyptu of dýrt geti aukið
eignahlut sinn. Hafandi búið í Danmörku
tel ég að umburðarlyndi Dana fýrir ófjár-
framh afbls. 1
nema liðlega 34 m.kr. yfir starfsævina sem svarar
til íbúðarverðs. Jaðarskatrur á þennan háskóla-
menntaða starfimann sem alltaf stóð skil á sínu
nemur 73,4% á elliltféyrinn.
Mikil tekjujöfinun í kerfinu
A Alþingi em iðulega háværar umræður um
ójöfnuð í samfélaginu. Ef litið er á lífeyriskerf-
ið þá á sá ójöfnuður líklega einkum orsakir í
rífl^um lrféyrisréttindum ákveðinna hópa, t.d.
ráðherra og hátt settra opinberra staríémanna
fremtir en hjá hintrm almenna launamanni.
Skattkerfið sér um að meðaljóninn hafi það
sirka jafhgott (eða jafnslæmt) burtséð frá því
hvernig hann hefur hagað sínum lrfeyris- og
launamálum í gqtrntm tíðina. Þegar skattamir
og skerðingamar (jaðarskattarnir) hafa tekið sitt
munar ansi lidu á Jóni og Gunnu í þessu sam-
hengi.
Okosturinn við svona fyriikomuleg er að
það getur dregið mjög úr hvata til að gteiða í
lífeyrissjóði td. hjá verktökum og sjálfstæðum
mögnuðum kosningaloforðum sé minna en
Islendinga. Ég held einnig að í Danmörku
þætti það ekki hvatning til erlendra fjárfesta
að láta rQdð ræna útlendinga, láta síðan líf-
eyrissjóði (og lífeyrisþega) borga fúllt verð
fýrir ránsfenginn og afhenda síðan þeim
sem dönsuðu djarfast, þeim skuldugustu og
tekjuhæstu mismuninn.
Dönsku húsnæðisbankamir (real-
-kreditinstitutteme) sem fjármagna stóran
hluta húsnæðiskaupa er með gott viðskipta-
líkan. Þeir gæta þess að taka ekki vaxta-
og endurfjármögnunaráhættu. Hún er öll
skuldaramegin. Gjaldmiðilsáhættan lendir
einnig skuldaramegin. Danska krónan er
lítil mynt og þar hafa menn upplifað 10%
raunvexti í 10 ár (1975-1985). Slíkir tímar
geta komið aftur. Hvað verður um dönsku
krónuna þegar áhlaup kemur á evruna?
Allt lausafé gæti gufað upp á svipstundu.
Ef Islendingar vilja taka upp viðskipta-
líkan svipað því sem tíðkast í Danmörku
er nauðsynlegt að nota alvöru gjaldmiðil.
Danska krónan er hugsanlega of Iítil. Það
er ekki víst að tenging krónunnar við evru
haldi þegar á reynir. Svisslendingar létu
undan þiýstingi og leyfðu sínum gjaldmiðli
að hækka. Fólki ætti að vera ljóst að lítið
eigið fé í umhverfi lágra vaxta og hás hús-
næðisverðs er stórhættuleg staða. Q
Heimitdir:
Ríkisútvarp Danmerkur: Danmarks Radio: http://wum>.
dr.dk/Nyheder/Penre
Hagstofa Danmerkur: Danmarks statisik
Skýrsla úr dötisku ráðuneyti: Gœldsudgifier i husbold-
ninger med realkreditilán. Erhvervsr og Vœkstminis-
teriet, januar 2013
atvinnuiekendum sem gætu séð hag í að ávaxta
fjármunina fijemur í rekstrinum. Þetta rýrir
einnig traust á lrfeyriskerfinu sem ber með sér
að vera einstaklingsmiðað þ.e. þeir sem gteiða
meira ávinna sér hærri lrfeyrisréttindi við starfs-
lok, en þegar öllu er á botninn hvolft má færa
fýrir því sterk rök að kerfið sé í raun dulbúið
skattkerfi með háum jaðarsköttum á almenna
lífeyrisþega.
Hvatinn virðist vera í þá átt að launamenn
leiti meira í séreignarkerfi til að tryggja sæmi-
lega afkomu við starfelok enda hefur séreigna-
spamaður vaxið mjög. Kosturinn við séreigna-
sparnað er að útgieiðslur við starfslok koma ekki
til skerðingar ellilrfeyris almannattygginga. Til-
teknir hópar sem em í þannig samningsstöðu,
t.d. forstjórar og millistjómendur í fýrirtækjum
hafa í einhverjum mæli samið um aukin fiam-
lög í séreignarsjóði.
Élenditigar em lagnir við að tekjutengja bæt-
ur. Slík kerfi hafa þann ókost að skapa neikvæða
hvata og draga úr framleiðni. Q
Það er ekkert að marka
ykkur
að hefur lengi loðað við stjórnmála-
menn að þeir séu örlátir á annarra
fé, einkum fýrir kosningar. Kannski er
ekkert jafnhættulegt fjárhag ríkisins og
kosningaár. Þá keppast pólitíkusar við
að opna mannvirki, kynna nýjar áætlanir
um menntun, heilbrigðismál, samgöngur
og annað sem gleður kjósendur og mæta
eins og örlátir jólasveinar til þeirra sem fá
fé frá ríkinu, hvort sem það eru öldungar,
öryrkjar, námsmenn eða íbúðakaupend-
ur.
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
keppast við að segja frá því hve góð staða
ríkissjóðs er. Það má að mörgu leyti til
sanns vegar færa, því skuldastaða rík-
issjóðs hefur batnað mikið frá hruni.
Einn frambjóðandi líkti ríkissjóði við
peningatank Jóakims aðalandar. Satt að
segja vakti sú lýsing hroll meðal sumra
áheyrenda. Því fer fjarri að ríkissjóður
sé ótæmandi pyngja. Sagan sýnir að fjár-
hagurinn getur versnað á undraskömm-
um tíma ef illa er á haldið. Auk þess geta
utanaðkomandi áföll auðvitað valdið
miklum búsifjum.
Þegar stjórnmálamenn lofa lægri
sköttum og meiri útgjöldum á sama tíma
er hætt við að erfitt reynist að ná endum
saman í ríkisrekstrinum. Reagan Banda-
ríkjaforseti lofaði lægri sköttum, auknum
útgjöldum til hermála og jöfnuði í rekstri
ríkisins. Hann náði að uppfýlla tvö loforð
af þremur.
Auðvitað eru sum loforð þess eðlis
að ekki er auðvelt að uppfýlla þau. Segj-
um til dæmis að móðir lofr að fara með
barni sínu í bíó næsta laugardagskvöld.
Ef myndin er ekki lengur sýnd þann dag
er augljóslega ómögulegt að efna lof-
orðið og ekki er hægt að tala um svik.
Akveði móðirin aftur á móti að fara út að
skemmta sér og skilur barnið eftir heima
þetta kvöld hefur hún ekki staðið við það
sem hún lofaði.
Stjórnmálamenn geta lent í sömu
stöðu. Svo geta þeir líka lent í ríkisstjórn
þar sem meðreiðarflokkarnir eru ósam-
mála um stefnu og vilja ekki efna það sem
hinir hafa lofað. Þetta sýnir hversu hættu-
legt það er að lofa einhverju þegar menn
ráða ekki niðurstöðunni. Loks er það til
að allir stjórnarflokkar lofi því sama og
standi ekki við það. Það eru svik. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfang: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 34, TBL. 2016