Vísbending - 21.11.2016, Side 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
21. nóvember 2016
37 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Bein erlend fjárfesting
Síðari hluti: Allt annaó en náttúruauólindir
I ) Gylfi Magnússon
' dósent
úfk
Helstu dæmin um beina erlenda fjár-
festingu til eða frá Islandi sem snú-
ast ekki um náttúruauðlindir eru úr
lfftækni- og lyfjageiranum. Þau eru allnokkur
og hafa farið í báðar áttír. Þannig hefur fjár-
festíngin bæði fært verulega þekkingu inn í
landið og gert það kleift að nýta íslenska þekk-
ingu erlendis auk þess að opna á og efla alls
konar viðskiptasambönd. Efnahagsleg áhrif
þessa hafa ekki verið metin mér vitanlega
en þau eru án efa veruleg. Þessi fjárfestíng er
besta dæmið um það hvernig bein erlend fjár-
festing sem ekki byggir á náttúruauðlindum
getur nýst íslensku efnahagslífi til góðs.
Tölvuþjónusta og hugbúnaður
Þá eru einnig ýmis dæmi um beina erlenda
Qárfestíngu í fýrirtækjum sem starfa í
tölvu- eða hugbúnaðaigeiranum eða
skyldri starfsemi. Þótt þau dæmi séu flest
frekar lítil þá eru þar ýmis jákvæð merki.
Island virðist þokkalega samkeppnishæft
í samkeppninni um slíka starfsemi og líkt
og í heilbrigðisgeiranum virðist Islendingar
bæði geta notíð sín sem frumkvöðlar og
sérfræðingar í þessum geira. Hugsanlega getur
vöxtur gagnavera ýtt enn frekar undir vöxt
á þessu sviði, scrstakiega ef um er að ræða
gagnaver sem fást við flókna útreikninga og
sérhæfða tölvuþjónustu frekar en tiltölulega
einfalda gagnageymslu.
Verslun skiptir miklu
Ýmis önnur dæmi má nefna Ein grein sem
oft gleymist í umræðu um beina erlenda
fjárfestíngu er verslun. Sagan geymir ýmis
íslensk dæmi um beina erlenda fjárfestíngu
í þeim geira, m.a. einokunarverslunarinnar
illræmdu á 17. og 18. öld. Slík fjárfestíng
var einnig mikilvægur þáttur í útrásinni fýrir
hrun.
Nokkur erlend stórfýrirtæki eiga og reka
verslanir hérlendis og fleiri hafa boðað komu
sína Það skiptir máli, ekki síst vegna þess að
verslun er einn af þeim geirum sem er með
lægsta framleiðni hérlendis. Kostnaður er hár
og velta lítil, hvort heldur miðað er við fjölda
starfsmanna, útsölustaða eða fermetra verslun-
arrýmis. Afkoman er ekkert endilcga góð en
hár kostnaður kemur niður á viðskiptavinum
og ýtir versluninni að nokkxu marki úr landi.
Islendingar skipta við erlendar netverslanir
eða koma með úttroðnar ferðatöskur heim að
loknum ferðalögum.
Erlend þekking og viðskiptatengsl sem
fýlgja slíkri fjárfestingu ætru að geta aukið skil-
virkni íslenskrar verslunar, aukið samkeppni
og lækkað vöruverð. Samtenging íslenska
markaðarins við stærri markaði nágrannaland-
anna er lykilatriði í því að draga úr ókosmm
smæðar hans sem leiðir bæði til stærðaróhag-
kvæmni í rekstri fýrirtækja og takmarkaðrar
samkeppni þeirra hérlendis. I þessum geira er
augljóst hvað ræður ákvörðunum erlendra að-
ila um að hefja rekstur hér, þeir leggja einfald-
lcga mat á hvort eining sem þjónar íslenska
markaðinum mun skila nægum tekjum til að
réttlæta fjárfestínguna.
Akkilesarhæll íslenska hagkerfisins er
einmitt sá hluti þess sem fýrst og fremst þjón-
ar innlendum markaði án umtalsverðrar er-
lendrar samkeppni. Þar er framleiðni almennt
lág. Það á ekki bara við um verslun heldur
einnig ýmiss konar þjónustu. Það væri því til
mikils að vinna að stuðla að því að bein er-
lend fjárfesting í þeim geira aukist. Sem dæmi
mættí nefna tryggingar eða bankareksmr.
Hvað þarf þá til að örva beina erlenda fjár-
festingu? Það gemr auðvitað verið ýrnislegt.
Náttúruauðlindir á hagstæðu verði er einn
möguleiki og aðgangur að mörkuðum annar.
Við höfum dæmi um hvorutveggja hér eins
og að framan hefúr verið rakið.
Skattar skipta máli
Skattalegt hagræði er enn annar möguleiki.
Mikið fjármagn streymir í skattaskjól eftir
ótal leiðum. Það getur bæði átt við um ýmiss
konar eignarhaldsfélög, sem gjarnan eru með
annan fótinn eða þá báða í skattaparadísum,
og rekstrarfélög. Þau síðarnefndu em með
raunverulegan rekstur, mannvirki, starfsmenn
o.s.frv. en reyna að tryggja að sem mest af
þeim hagnaði sem til kann að verða lendi í
vösum eigenda frekar en því sem þeim finnst
vera hin gráðuga krumla skattyfirvalda.
Þau fýrrnefndu, þ.e. eignarhaldsfélög í
skattaparadísum, em hins vegar dæmi um
þá gríðarlegu sóun sem getur leitt af viðleimi
einstaklinga og fýrirtækja til að lágmarka
skattgreiðslur. Starfsemi þeirra býr ekki til
framh. á bls. 2
ISala á orku á undirverði
og skattaafslættír bæta
ekki samkeppnishæfni Is-
Iands til framtíðar
Islensk stjórnvöld þurfa að
að styðja við nýsköpun með
almennum aðgerðum
3: Mikil aukning kaupmáttar
: hefúr leitt tíl verðhækkana á
• fasteignamarkaði
4Tveggja herbergja íbúð
kostar um 420 þ.kr. á fm í
Reykjavík og Kópavogi
VÍSBENDING • 37. TBl. 2016 1