Vísbending


Vísbending - 21.11.2016, Side 4

Vísbending - 21.11.2016, Side 4
Aðrir sálmar ^fíSBENDING v---------------------------- framh. afbls. 3 Mynd 3. Vísitala íbúðaverós á höfuðborgarsvæóinu 2005 - 2016 Heimild: Þjóðskrá íslands. 395 þ.kr. í október miðað við staðgreiðslu. Að vísu er ekki um að ræða nema fimm kaup- samninga. Meðal byggingarár eignanna var 2011, en talsvert helur verið byggt af nýjum fjölbýliseignum í sveitarfélaginu síðusm ár. Hæsta fermetraverðið var hins vegar í Kópavogi í október, en þar kostaði tvcggja herbergja íbúð að meðaltali um 424 þ.kr. staðgreitt á fermetra. Hæsta verðið í einstaka viðskiptum var tæplcga 520 þ.kr. á fermetra. Meðal byggingarár samkvæmt kaupsamning- um varárið 1981. Tæplega 76% hækkun í Reykjavík Til marks um þær miklu verðhækkanir sem orðið hafa á fasteignamarkaðinum á undan- fbrnum árum var meðal fermetraverð á tveggja herbergja íbúð í Reykjavík um 238 þ.kr. á fermetra í ágúst árið 2009 þegar hag- kerfið hafði tekið mikla dýfu og verðbólgan mældist tæplega 11%. Meðalverðið hefur hækkað um tæplega 76% frá þeim tíma- punkti. A sama tíma jókst kaupmáttur ráð- stöfúnartekna um tæp 30% samkvæmt vísi- tölu kaupmáttar launa sem Hagstofan reiknar. Það gefúr því auga leið að aukinn kaupmáttur á síðustu árum skýrir að stórum hluta þær hækkanir sem orðið hafa á fasteignamarkað- inum, a.m.k. á höfúðborgarsvæðinu. Þá hafa húsnæðislánakjör verið hagstæðari en ella vcgna lágrar verðbólgu þótt kjörin séu enn ekki sambærileg við það sem víða gerist er- lendis. Meðalverð í Reykjanesbæ tæplega helmingur af Reykjavílr Fróðlegt er að skoða landsbyggðina í saman- burði við höfúðborgarsvæðið. Á hverju ári flyst talsvert af ungu fólki frá landsbyggðinni m.a. til háskólanáms á höfúðborgarsvæðinu. Þessir einstaklingar taka síðan afstöðu eft- ir nám hvort þeir flytji dl baka í sína gömlu heimabyggð, setjist að í höfúðborginni eða leiri tækifæra á erlendri grundu. Verð á hús- næði er án efa einn af þeim þáttum sem fólk metur í þessu sambandi og er því fróðlegt að skoða mun á íbúðarverði milli nokkurra staða. í október var meðal staðgreiðsluverð á fermetra á tvcggja herbergja íbúð á Akureyri tæplega 232 þ.kr., en það er einungis liðlega 55% af meðal fermetraverði í Reykjavík mið- að við sama mánuð. Verðið var aðeins hærra í Árborg eða liðlega 238 þ.kr, en tölur miðast við septembermánuð í tilfelli Arborgar. I Reykjanesbæ var meðal staðgreiðsluverð á fermetra hins vcgar um 205 þ.kr. í október sem er einungis um 49% af fermetraverðinu í Reykjavík. Mikið framboð var á íbúðum á Asbrú í Reykjanesbæ eftir brotthvarf Banda- ríkjahers, en einnig var talsvert byggt af fjöl- býli á uppgangsárunum í kringum 2007. At- vinnumál á svæðinu hafa einnig sett sinn svip á eignaverðið. Hins vegar hefúr verið mikil gróska í fasteignaviðskiptum á Suðurnesjum á þessu ári eins og sjá má af fjölgun kaupsamn- inga. Miklar hækkanir á íbúðaverði á höfúð- borgatsvæðinu hefúr valdið því að margir hafa flutt út fýrir boigarmörkin m.a. til Arborgar, Vestmannaeyja og á Suðurnesin. Lengst af hefúr íbúðarverð verið hagstætt á þessum slóðum en verðið hefúr þó farið nokkuð hækkandi. Ekki er ólíklegt að sú þróun muni halda eitthvað áfram ekki síst í ljósi þess að verð á lidum íbúðum á höfúðborgarsvæðinu er sums staðar farið að nálgast hálfa milljón króna á fermetra. □ Sjaldan er ein báran stök Eitt sinn sagði við mig eldri maðun „Það er nú mikið lán með blessuð börnin því þau vita ekki hvaða vandamál lífið ber í skauti sér“. I Morgunblaðinu þann 24. nóvember 1916, fýrir sléttum 100 árum birtist eftirfarandi frá- sögn af Franz Jósef Austurríkiskeisara sem átti ekki sjö dagana sæla: Nú er hann látinn, elztí ríkisstjórinn í álf- unni, og mun hafa verið saddur lífdaga. Alla hina löngu æfl hans hafði módæti og sorgir elt hann á röndum. Franz Jósef var fæddur 18. ágúst 1830 og settist í hásæti Austurríkis, 2. desember 1848, þá rúmlega 18 vetra að aldri. En eigi var það glæsilegt, að taka við ríkisstjórn þá. Ungverjar höfðu slitið sig úr bandalagi við Austurriki. Króatar og Serbar heimtuðu sjálf- stæði. Uppreist geisaði i Krakau og Sardinía styrkti hin ítölsku héruð til uppreistar. Wienar- búar hófu einnig uppreist í félagi við Ungverja. Síðan var hernum snúið gegn Ungverjum. Gekk vel í fýrstu, en síðar fengu Ungverjar yfirhöndina, og þá neyddust Austurríkismenn til að biðja Rússa hjálpar. Rússar komu og bældu niður uppreistina. Þegar Krimstríð- ið hófst, hefði mátt vænta þess að Austurríki hefði launað Rússum liðveizluna, en í stað þess sat það hjá hludaust. Varð það til þess að Austurríki stóð uppi einsamalt gegn Itölum og Frökkum árið 1869 og misti þá Langbarða- land til fúlls. Hófúst nú enn innbyrðis róstur milli hinna ýmsu kynflokka í keisararikinu. En jafnframt reyndi keisarinn að ná aftur tökum á Þýzkalandi. En það strandaði á járnvilja og fýrirhyggju Bismarks. Síðar hófst ófriður milli Prússa og Austurríkismanna og um leið sögðu Italir Austurríki stríð á hendur. Austurríkis- menn biðu algeran ósigur fýrir Prússum og urðu að sleppa öllu tilkalli tíl Suðurjódands og jafnframt láta Feneyjar af höndum við ítali. En auk alls þessa módætis hafa enn þyngri sorgir lagst á keisarann. Maximilian bróðir hans, sem gerðist keisari í Mexíkó árið 1864, var hrakinn frá ríki og skotinn árið 1867. Einka- sonur Franz Jósefs, Rudolf erkihertogi og ríkis- erfingi í Austurriki, fýrirfór sér árið 1889. Níu árum síðar var Elizabeth drotning hans myrt. Bróðursonur hans Franz Ferdinand, sem var ríkiserfingi að Rudolf erkihertoga og föður sínum látnum, var mynur ásamt konu sinni í Sarajevo sumarið 1914. Alt þetta módæti tók gamli keisarinn sér mjög nærri og það er sagt, að þá er hann frétti um morð þeirra hjónanna hafi hann farið að hágráta og mælt: Hér í lífi er mér eigi hlíft við neinu! Já, sjaldan er ein báran stök. sg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Uppiag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 37.TBL. 2016

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.