Vísbending


Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 28. nóvember 2016 38 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Hugleiðing um vaxtastig Oft heyrist spurt af hverju vextir séu hærri hér á landi en í nágrannaríkj- unum. Svarið er ekki ósjaldan að þeir sem ákveði vexti kunni ekki til verka og séu að endurtaka mistök fbrtíðar. Hér verður leitast við að varpa ljósi á hvers vegna vextir eru hærri en í nágrannalöndunum um þessar mundir. Nú eru virkir vextír Seðlabanka íslands 5,25%. I alþjóðlegu samhengi eru þetta þeir vextir sem búast má við í hagkerfúm þar sem ekki er kreppuástand. Þannig voru meðal- vextir 4,8% á stuttum skuldabréfúm (sem ráðast af vöxtum seðlabanka) í Bretlandi frá árinu 1694 þegar Englandsbanki var stofn- aður Reyndar hélt bankinn vöxtum föstum í 5% á um hundrað ára tímabili á átjándu öld fram á þá nítjándu. Vextir Englandsbanka voru síðan 5,25% í febrúar árið 2008 rétt áður en fjármálakreppan skall á. Þótt seðlabankavextir á íslandi séu ekki háir um þessar mundir í sögulegu samhengi þá eru þeir sannarlega hærri en vextir í Bret- landi og öðrum nágrannalöndum árið 2016. Vextír í Bredandi voru lækkaðir enn einu sinni í sumar eftir svokallaða Brexit atkvæða- greiðslu og eru nú 0,25%. Af hverju hafa vextir á Vesturlöndum lækkað svona mikið undanfarin ár og hvers vegna eru vextir hér á landi hærri en í þessum löndum? Vextir þar Eftir fjármálaáfallið 2008 sem skók banka- kerfi Evrópu og Bandaríkjanna brugðust seðlabankar við með því að lækka vexti í því skyni að örva eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu. í sumum löndum var ríkisfjármálum einnig beitt í þessu skyni en miklar skuldir ríkissjóðs takmörkuðu þó gem ríkissjóðs í flestum löndum. En fleira kemur til. I hagkerfi Vesturlanda hafa orðið breytíngar sem valda umtalsverð- um vandkvæðum við hagstjórn, ávöxtun sparnaðar og rekstur lífeyrissjóða. I stuttu máli má segja að sparnaður hafi aukist í heimshagkerfinu, þ.e.as. einkaneysla minnk- að og fjárfesting dregist saman. Afleiðingin er sú að þeir vextir sem jafna eftirspum og framleiðslugetu heimshagkerfisins eru afar lágir, nærri núlli og að mati sumra em jafnvægisraunvextír neikvæðir. Skv. þessari túlkun eru seðlabankar einungis að lækka vexti í takt við jafnvægisvexti, orsökin er ekki ákvörðun seðlabankanna heldur lækkun jafnvægisraunvaxtanna. Nokkrar ástæður skýra aukinn sparnað. I fyrsta lagi eru þjóðir margra Vesturlanda sem og Japanir að eldast með þeim hætti að stórt hlutfall núlifandi einstaklinga nálgast eftir- launaaldurinn. Það em því stórar kynslóðir sem eru að spara tíl efri ára. I öðm lagi hefur misskipting tekna vaxið mjög á Vesturlönd- um með þeim afleiðingum að eftirspurn eft- ir vörum og þjónustu hefúr minnkað. Þeir efnuðu geta ekki eytt öllu því fé sem þeir afla og hinir sem minna hafa geta ekki keypt allt það sem þeir vilja. I þriðja lagi bætist við mikill sparnaður í Kína en þar þarf fólk að spara mikið til þess að eiga fyrir ófyrirséð- um útgjöldum vegna skorts á velferðarkerfi og einnig vegna lágs vaxtastigs sem gerir sparnað til efri ára erfiðan. Á síðustu árum hefúr sparnaður aukist enn meira í kjölfar fjármálakreppunnar vegna þess að fýrirtæki og heimili hafa reynt að greiða niður skuldir sínar. Fjárfestíng hefúr dregist saman víðast hvar á Vesmrlöndum. Þetta stafar annars vegar af öldrun þjóðanna en einnig af því að nýjar uppgötvanir í tækni krefjast ekki sömu fjárfestinga og áður. Islensk-ættaði hagfræðingurinn Eric Brynjolfsson við MIT í Boston hefur bent á að í stað margra raf- tækja sem voru á markaði fyrir um 20 árum eru nú komin „öpp“ í farsíma sem kosta lr'tíð sem ekkert. Farsímar eru nú einnig vasaljós, myndavélar, kvikmyndatökuvélar, símar, símasvarar, sjónvörp og tölvur. 1 farsímum eru líka orðabækur, bókasöfn, tímarit, dag- blöð, kvikmyndahús, bankaútíbú, bókabúð- ir og ferðaskrifstofur, svo nokkur dæmi séu nefnd. Afleiðingin er að nýjar uppgötvanir krefjast þess ekki að verksmiðjur séu reistar og fólk ráðið í vinnu. Verð á þessum nýjung- um er einnig lágt eða þær ókeypis og framlag til vergrar landsframleiðslu því takmarkað. Þannig hefúr verð á framleiðslutækjum (e. capital goods) farið lækkandi síðustu áratugi svo að sá sparnaður sem verður til getur fjár- magnað æ meiri kaup á framleiðslutækjum, þar með taldar þær tækninýjungar sem hér hafa verið taldar upp. Hagfræðingurinn Ro- bert Gordon hefúr einnig haldið því fram að tölvutækni geti ekki aukið framleiðni jafn- mikið og uppgötvanir í fortíðinni eins og gerðist með rafvæðingu og fjöldaframleiðslu bifreiða.1 Afleiðingin af meiri sparnaði og minni fjárfestingu í heimshagkerfinu er sú að meðalraunvextir sjö stærstu ríkjanna (G7) hafa farið lækkandi allar götur síðan á níunda áratug síðustu aldar. Raunvextir voru um 4% framh. á bls. 4 ILágir vextir í öðrum ríkjum eru merki um efnahagslega stöðnun, atvinnuleysi og ónóga eftirspurn 2 Af fréttaflutningi mætti ætla að Island hafi dregist veru- lega aftur úr öðrum þjóðum á sviði heilbrigðismála Auka þarf framleiðni í heilbrigðiskerfinu með því að ryðja úr vegi gömlum vinnubrögðum 4Lítið fer fyrir forvörnum á sviði mataræðis og neyslu þrátt fyrir mikla aukningu lífsstílssjúkdóma VÍSBENDING • 38. TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.