Vísbending


Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 3
á svipuðum slóðum og við Islendingar og hjá Bretum var hlutfallið um 7,7% sem er eilítið hærra en hér á landi. Framleiöni 30% minni á íslandi Tölur OECD gefa til kynna að ísland standi ágætlega í samfélagi þjóðanna m.t.t. þeirra fjármuna sem varið er til heil- brigðismála á mann á hverju ári. I hlut- falli við verga landsframleiðslu vantar þó herslumuninn að við stöndum jafnfætis toppþjóðunum eins og frændum okkar Dönum, Norðmönnum og Svíum. En út- gjöldin segja þó ekki nema hálfa söguna. Það sem hlýtur að skipta mestu máli er sú þjónusta sem fæst fyrir fjármunina þ.e. framleiðnin. Ein af meginniðurstöðum McKinsey- skýrslunnar svokölluðu fyrir Island frá ár- inu 2012 er sú að lág framleiðni vinnuafls sé dragbítur á íslenskt atvinnulíf, ekki síst í innlenda þjónustugeiranum þ.m.t. opin- berri þjónustu. Framleiðnin í innlendum þjónustugreinum hér á landi er talsvert undir meðaltali grannríkja okkar á meðan framleiðni í auðlindatengdum greinum eins og fiskveiðum er mikil. f heild mæld- ist framleiðni um 20% minni á íslandi en að meðtaltali í Skandinavíu og Bretlandi. Ef tölur eru færðar á jafnvirðisgengi kem- ur í ljós að framleiðnin er um 30% lægri eins og fram kom í nýlegri skýrslu frá Við- skiptaráði Islands. ISBENDING V Mynd 1. Útgjöld á mann vegna heilbrigðismála 12,000 10,000 ■Greitt af hinu opinbera ; *.!: 1511 i * ? -» T V •« “l Greitt af einkaaöilum lllllllllllil s <2 <n £ o 2 2 o o _ " " s B i "■ * § 2 8 S 2 8 O O O S! * ”• •- *. B. | g S 8 2 S 8 ” r r' ^ 5 8 q q llllllllli C 8 i Tölur frá árinu 2015 í USD á jafnvirðisgengi (PPP) Heimild: OECD Health Statistics 2016 Mynd 2. Þróun heilbrigðisútgjalda á tveimur tímabilum ■2009-2013 (/) -7.5 i á'/////// #///// *#$ s O O * $ ^ ^ ^ ^ ^ Árleg raunbreyting á mann í %, 2005-2009 og 2009-2015 Heimild: OECD Health Statistics 2016 r Mynd 3. Utgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hjá OECD-ríkjum Eru aukin útgjöld töfralausnin? McKinsey skýrslan gefur mikilvæga vís- bendingu um að við Islendingar séum ekki nægjanlega samkeppnishæfir þegar kemur að nýtingu fjármuna í innlendum þjón- ustugreinum. Böndin beinast því óneitan- lega að þessum þætti í tengslum við heil- brigðiskerfið, ekki síst þar sem útgjöld til málaflokksins virðast vera á nokkuð góðu róli í samanburði við grannþjóðir okkar. Oft er nærtækast að benda á skort á fjármunum þegar leysa þarf vandamál í opinberum rekstri. Yfirstjórnendur hjá heilbrigðisstofnunum eru oft fagmenntað- ir heilbrigðisstarfsmenn og eiga á hættu að sitja beggja megin borðs þegar kemur að nauðsynlegri hagræðingu innan heilbrigð- iskerfisins. Engu að síður hlýtur að koma að því að kerfið gangi sér til húðar og frétt- ir bera með sér að ástandið sé víða orðið mjög slæmt. Á árinu 2008 birtist viðtal við núver- andi landlækni í Læknablaðinu sem varpar kannski ákveðnu ljósi á þau vandamál sem við er að glíma í heilbrigðiskerfinu (land- læknir var þá sjúkrahússtjóri Karolinska Hlutfall af vergri Iandsframleiðslu árið 2015 Heimild: OECD, Health Expenditure and Financing sjúkrahússins í Stokkhólmi). Orð hans benda jafnframt sterklega til þess að auknir fjármunir muni ekki leysa öll vandamál. I viðtalinu segir orðrétt: „Tökum lítið dæmi. Sjúklingur sem kemur inn á bráðamóttöku hittir fyrst starfsmann í mótttöku og svarar nokkrum spurningum. Síðan hittir hann sjúkraliða, þar á eftir hjúkrunarfræðing og loks lækni. Þetta tekur kannski tvo klukkutíma og á þeim tíma er búið að spyrja sjúklinginn sömu spurninganna allt að fjórum sinnum. Ekkert hefur í raun gerst enn þá.“ Jafnframt kemur fram að heilbrigð- iskerfið hafi ekki notfært sér kunnáttuna sem sé til staðar í öðrum atvinnugreinum við hagræðingu og framleiðni að mati landlæknis. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýt- ur að vera forgangsmál að ryðja úr vegi gömlum vinnubrögðum, bæta vinnuferla og nýtingu fjármuna. Margir binda vonir við að nýtt sjúkrahús muni skapa aukna möguleika í þessu sambandi, en það er þó ekki sjálfgefið nema ráðist verði í heildar- endurskoðun á kerfinu. Q VÍSBENDING 38. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.