Vísbending


Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.11.2016, Blaðsíða 4
Aörir sálmar VISBENDING framh. afbls. 1 fyrir 1990, lækkuðu síðan smám saman nið- ur í 2% fyrir fjármálakreppuna árin 2008-09 og eru nú um -0,5%. Vextir hér Aðstæður á Islandi eru allt aðrar en í heims- hagkerfinu. Þjóðin er tiltölulega ung, það er þörf á nýju húsnæði og störfúm og sparnað- ur er minni en erlendis, þótt hann hafi vaxið undanfarin ár. Tekjuskipting er tiltölulega jöfn miðað við Bredand og Bandaríkin, svo tvö dæmi séu tekin. Mikil eftirspurn hefur myndast eftir ferðaþjónustu hér á landi sem veldur því að fjárfestingareftirspurn er tölu- verð. Hagvöxtur er um 5% á ári, atvinnu- leysi var 3% í september og fer minnkandi, skortur er á fólki í flestum atvinnugreinum og kaupmáttur launa hækkar ört frá ári til árs. Þannig má segja að arðsemi fjárfestinga hér á landi sé meiri en í flestum öðmm ríkj- um að jafnaði þannig að þeir raunvextir sem valda því að eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu er jöfn framleiðslugetu eru mun hærri en víðast annars staðar og einkum í heims- hagkerfinu. Við þessar aðstæður er við því að búast að erlent fjármagn sæki hingað til lands og kaupi hér eignir og að halli myndist á við- skipmm við údönd. Þetta veldur því að raun- gengi hækkar, hlutfallslegt verð á innlendri framleiðslu hækkar sem og fasteignaverð vegna eftirspurnar eftir gistingu. Það sem styður þessa þróun enn frekar er góð erlend skuldastaða Islands sem hefur í för með sér lægri vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Jafnvægisraungengið er þá enn hærra fyrir vikið. Þáttur peningastefnu Vextir seðlabankans endurspegla að verulegu leyti þær aðstæður sem hér hefur verið lýst. Fjárfesting er meiri hér á landi og sparnaður minni en víða annars staðar og því eðlilegt að vextir séu hærri. En vert er að benda á nokk- ur önnur atriði. I fyrsta lagi hefur innstreymi fjármagns á gjaldeyrismarkað verið mjög mikið síðustu tvö ár. Hreint innstreymi er töluvert meira en viðskiptaafgangur landsins. I júní á þessu ári var lokað fyrir svonefnd vaxtamunarvið- skipti með sérstakri bindiskyldu á fjárfestingu údendinga í skuldabréfum. En framboð á gjaldeyri hefur áfram verið mikið. An inn- gripa Seðlabankans hefði gengi krónunnar hækkað mun meira en orðið hefur og við- skiptaafgangur við údönd verið minni og ef til vill breyst í halla. Seðlabankinn hefur þannig haldið niðri gengi krónunnar með sérstakri bindiskyldu og gjaldeyriskaupum. Afleiðingin hefur orðið sú að hér er við- skiptaafangur og mun hraðari vöxtur ferða- þjónusm en verið hefði án þessara aðgerða. Kaup á gjaldeyri hafa fyrst og fremst haft þann tilgang að hjálpa til með afléttingu fjár- magnshafta og sjá til þess að hér sé nægilegur gjaldeyrisforði í framtíðinni og sérstök bindi- skylda á að auka stöðugleika fjármálakerfis- ins. En þessar aðgerðir hafa báðar breytt því sem hefði verið viðskiptahalli við mun hærra gengi krónu f viðskiptaafgang. I öðm lagi skyldar verðbólgumarkmið Seðlabankans hann til þess að koma í veg fyrir að mikil innlend eftirspurn valdi því að verðbólga hækki yfir verðbólgumark- mið. Vegna mikillar og vaxandi innlendr- ar eftirspurnar og spennu á vinnumarkaði hefúr reynst nauðsynlegt að halda vöxt- um hærri hér en í nágrannaríkjunum. Ein helsta óvissan í þessu sambandi er að hversu miklu leyti innlend fyrirtæki geta ráðið erlent vinnuafl til starfa sem dregur úr spennu á innlendum vinnumarkaði. Þessi hefúr ver- ið raunin í byggingastarfsemi og ferðaþjón- ustu. Sá mikli hagvöxtur sem hér hefúr verið undanfarin ár hefði ekki verið mögulegur ef ekki hefði komið til aðflutningur þúsunda údendinga sem fylla mörg þau störf sem hér verða til. Lokaorð Lántakendur á Islandi kvarta oft undan því að vextir séu hærri hér en í nálægum ríkj- um. En það gleymist í því tali að lágir vext- ir annars staðar eru merki um efnahagslega stöðnun, atvinnuleysi og ónóga eftirspurn eftir vörum ogþjónustu. Það gleymist einnig að lægra vaxtastig hefur í för með sér hærra eignaverð, t.d. fasteignaverð. Valið stendur þá ekki á milli þess að kaupa eign hér á landi eða erlendis fyrir sama verð en hærri vexti held- ur fylgir lægri vöxtum hærri höfuðstóll láns. Það gleymist einnig að miklu skiptir fyrir lífskjör yfir ævina að ávöxtun lífeyris sé sem mest. Þannig eru ltfeyrisréttindi Breta nú að skerðast mikið vegna lágs vaxtastigs. Því lægri vextir þeim mun meira þarf að greiða iðgjöld til þess að afla sér sömu lífeyrisréttinda Nú getur vel verið að margir kjósi frekar að búa við hærra atvinnuleysi, minni hag- vöxt, hægari eða engan vöxt kaupmáttar, hærra fasteignaverð og skert lífeyrisréttindi en lægri vexti. En fólk þarf að hugsa dæmið til enda áður en það myndar sér skoðun á nú- verandi peningastefnu og vaxtastigi. Gylfi Zoega sitwr í peningastefnunefnd SeSIabanka Islands. Þær dlyktanir og skoSanir sem hér koma fram eru hans eigin og endur- spegla ekki skoSanir annarra nefhdarmanna. Heimildir 1 Robert J. Gordon (2016), The Rise and Fall of American Growth, Princeton University Press. Jógúrt með sykurbragði að er merkilegt hvað hægt er að fjalla mik- ið um vandamál íslenska heilbrigðiskerfis- ins án þess að benda á orsakir vandans. Fyrir liggur að öldrun þjóðarinnar skapar mikinn þrýsting á heilbrigðiskerfið, en Hagstofa ís- lands gerir ráð fyrir að eftir einungis 20 ár verði 20% þjóðarinnar eldri en 65 ára. Því ber auðvitað að fagna að lífslíkur hafa stóraukist á síðustu áratugum. A hinn bóginn fara svokall- aðir lífsstíls- eða velferðarsjúkdómar eins og plága um þjóð, en dæmi um slíka sjúkdóma eru sykursýki, hjartasjúkdómar, heilablóðfall, offita og þunglyndi. I grein Hannesar Hrafnkelssonar, doktors í læknisfræði sem birtist í 3. tbl. Læknablaðsins á árinu 2013 kemur m.a. fram að langvinnir lífsstílssjúkdómar skýri nú þegar 86% af öll- um dauðsföllum í Evrópu. Þessir sjúkdómar valda því m.a. að stór hluti ellilífeyrisþega býr við mikla skerðingu á lífsgæðum svo ekki sé talað um kostnaðinn sem af þessu hlýst fyr- ir samfélagið. „Langvinnir lífsstílssjúkdómar eiga það sameiginlegt að þeir eru oft áratugi að þróast. Rannsóknir sýna að börn og ungt fólk er oft á tíðum komið með breytingar á kransæðum og að líkurnar á breytingum aukast eftir því sem áhættuþáttum fjölgar.“ Sálmahöfúndur man eftir þeim tíma þegar mjólkurvörur voru t.d. auglýstar sem hinn mesti heilsuvarningur. Minna fer fyrir þeim auglýsingum í dag. I gærdag fylgdi askja af jógúrt með matarbakka höfundar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að í 100 gr. af jógúrtinni voru 12,4 gr. af sykri eða yfir einn tíundi af innihaldinu. Vara með slíku sykur- magni gemr vart talist heilnæm til daglegrar neyslu hvorki hjá börnum né fúllorðnum. Fyrir liggur að mataræðið er stór örlaga- valdur í þróun lífsstílssjúkdóma. Það skiptir því eðlilega miklu máli hvemig við stöndum að forvörnum. Sú sorglega staðreynd ligg- ur hins vegar fyrir að engar virkar forvarn- ir virðast vera í gangi. Samfélagsmiðlar og fjölmiðlar eru helstu tæki samtímans til að miðla upplýsingum og fræðslu. Langt er síð- an sálmahöfundur sá nokkur merki þess að opinberir aðilar reyndu að hafa áhrif á neyslu- venjur í gegnum þessa miðla. Það er eins og hinar ýmsu ríkisstofnanir og stjórnvöld gangi ekki í takt. Hins vegar sýna rannsóknir að hver króna sem varið er til forvarna skilar sér margfalt til baka. Þær eru líklega eina raun- hæfa leiðin til að hemja stöðuga útgjaldaþörf heilbrigðiskerfisins. Þessari hugsun þarf að breyta. sg Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimurhí, Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: bcncdikt@heirmir.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 38. T B L. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.