Vísbending


Vísbending - 05.12.2016, Qupperneq 3

Vísbending - 05.12.2016, Qupperneq 3
2007 - 2014 jókst hvorki tekjuójöfnuð- ur né minnkaði hjá OECD ríkjunum að meðaltali. Hér á landi minnkaði tekjuó- jöfnuður hins vegar um 4,5 prósentustig á mælikvarða ráðstöfunartekna. Þetta er langmesta breytingin hjá einu OECD ríki á framangreindu tímabili. Þetta bendir til þess að á síðustu árum hafi Islendingar gengið lengst í því að nota skatta- og bótakerfi til að jafna tekjur í samfélaginu. Er myndin aftur að breytast? Island er fámennt eyríki og ber þess merki í umræðuhefð um tekjur og tekjuskiptingu. Það mun aldrei verða samhljómur um hina einu „réttu“ tekju- skiptingu í samfélaginu eins og gefur að skilja. Hins vegar er nauðsynlegt að líta til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í löndunum í kringum okkur. Sá saman- burður leiðir í ljós að á Islandi er einhver mesti tekjujöfnuður innan OECD á sam- ræmdan, alþjóðlega mælikvarða. Tölur sýna enn fremur að skatta- og bótakerfi hér á landi hafa verið nýtt með árangurs- ríkari hætti en þekkist annars staðar til að jafna tekjur frá upphafi alþjóðlegu fjár- málakreppunnar. Síðustu misseri hafa ýmsir hópar inn- an ríkiskerfisins auk stjórnenda í bönk- um og öðrum einkaíyrirtækjum fengið ríflegri launahækkanir en ýmsar aðrar starfsstéttir í samfélaginu. Þetta mun án efa breyta myndinni í náinni framtíð m.t.t. jöfnuðar tekna í samfélaginu. Q ISBENDING Mynd l.Tveir mælikvaröar á tekjuójöfnuð (lægri súla = minni tekjuójöfnuður) ■ Ginistuðull(vinstnás) ♦ Hlutfell 10% tekjuhæstu- og lægstu (A hægri ás) Tölur miðast við árið 2014 eða sem nœstþví ári. Tólurfyrir Island eru frá árinu 2013. Heimild: OECD. Mynd 2. Prósentubreytingar miðað við brúttó og ráðstöfunartekjur 2007 - 2014 ■ Breyting, brúttó tekjur ♦ Breyting, ráðstófunarlekjur .uíI ............... III Prósentustigsbreytingar á Gini-stuðli miðað við brúttótekjur og ráðstöfunartekjur 2007 - 2014 Heimild: OECD. framh afbls. 1 aukist sem hefur skapað störf í Bandaríkj- unum. Oft er gert lítið úr hugmyndum Trumps um múr á landamærum Mexíkó og Banda- ríkjanna. Erfitt hefur reynst að finna neikvæð áhrif innflytjenda frá Mexíkó á launakjör innfæddra Bandaríkjamanna. Mexíkóskir innflytjendur sinna ýmsum gagnlegum störfum í Bandaríkjunum eins °g í byggingarstarfsemi og umönnunarstörf- um. Aðflutningur vinnuafls hefur einnig haft þau áhrif að aldursdreifing Bandaríkja- manna er mun hagstæðari en Evrópuþjóð- anna, svo ekki sé minnst á Japan. Þannig getum við búist við því að fleiri ungir og starfandi séu að baki hverjum eftirlaunaþega í Bandaríkjunum næstu áratugi. En mesti veikleikinn í málflutningi Trumps felst í því að telja innflutning og alþjóðaviðskipd ógna velferð Bandaríkja- manna á meðan að örar tækniframfarir virðast geta fækkað störfum mest á næstu áratugum. Við sjáum þess þegar merki að starfsstéttir hafa horfið vegna nýrrar tækni: Bankaútibú, bókabúðir, ferðaskrifstofur o.s.fr. heyra sögunni til og enn fleiri störf munu hverfa á næstu árum. Því hefur verið haldið fram að meirihluti þeirra starfa sem nú eru til muni hverfa á næstu 30 árum. Þau störf sem þannig munu hverfa eru störf sem ekki krefjast sérstakrar dómgreindar eða mannlegra samskipta. Þessi þróun mun koma verst við Kína þar sem tugir milljóna vinna í verksmiðjum sem verða niðurlagð- ar. Störfin leggast þá af en flytjast ekki aftur til Bandaríkjanna. Um þetta hefur Trump forseti enn sem komið er fátt til málanna að leggja. Lokaorð Forsetatíð Donalds Trumps mun sennilega einkennast af meiri hagvexti, hærri vöxtum, sterkari dollar og meiri viðskiptahalla en ver- ið hefur undanfarin ár. I hagstjómaráhersl- um hans felst afturhvarf til ára Reagans. Líklegt er að viðleitni til þess að leggja tolla á helstu viðskiptaþjóðir munu fá litlar undirtektir í þinginu og óvíst hvort slíkar breytingar fáist lögfestar. En ef slíkt myndi gerast væri við því að búast að aðrar þjóðir hækkuðu einnig sína tolla og umfang milli- ríkjaviðskipta færi lækkandi. Hættulegastur er sá undirtónn hjá Trump og fylgjendum hans að Bandaríkin eigi fýrst og fremst að huga að eigin hags- munum. Það er alvarlegt ef forysturíki Vest- urlanda ædar að hætta að gegna því hlut- verki. Hið sama á við um Bretland sem nú er að draga sig út úr Evrópusambandinu. Ekki er ómögulegt að Le Pen verði kjör- in forseti Frakklands í vor og eru þá dagar Evrópusambandsins, allavega í núverandi mynd, væntanlega taldir. Arin frá lokum síðara stríðs hafa á Vest- urlöndum einkennst af hagvexti, auknum viðskiptum, bættum lífskjörum og hagvexti. Nú er alls óvíst að haldið verði áfram á þeirri braut. Ein mikilvægasta spurning samtím- ans er sú hvað hafi valdið þessum miklu sinnaskiptum á Vesturlöndum sem felast í kosningu Trump, úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu og auknum vinsældum hægri öfgaflokka í Frakklandi og Þýskalandi og vinstri öfgaflokka í Suður Evrópu. ra VÍSBENDING 39. TBl. 2016 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.