Loki - 15.12.1931, Blaðsíða 3

Loki - 15.12.1931, Blaðsíða 3
ÁVARP TIL____LS SEND ANNA. Þar- eð þetta er fyrsta blað "Loka" á þessum vetri vil eg fylgja honum úr hlaði,með nokkrum orðum. "Loki" kemur nú í fyrsta sinn út í hinum nýia búningi sínum. ^Hann hefir áður verið skrifaður og lesinn upp á fundum, en á nú að fjölritast og koma út mánaðarlega. Með þessari breytingu hyggst^félagið að vinna tvennt. í fyrsta lagi það, að_ nemendu-r geti átt "Loka" sem^minjagrip frá skólaárunum og í öðru lagi, að blaðinu verði nú meiri sómi sýndur, en gjört hefir verið hingað til. Það er von allra þeirra, sem annt er um blaðið, að sem .flestir nemendur reyni að leggja sinn skerf til þess, því að það er skilyrði fyrir því, að blaðið geti^orðið fjölbreytt og skemmtilegt og^að það nái þeim tilgangi sínum, að æfa nemendur í að láta í- ljós húgsanir sínar í riti. Daniel JÓnsson. F R A M T í B. Við elskum þig, ókomna_ tíð, hin íslensku fortíðarbörn. Við hyllum þig^ störf^þín og stríð og stefnur í sokn og í vörn. Við horfum á takmarkið hátt og hugleiðum ''/æntanleg ár, með æsknnnar athafnamatt cg unglingsins baráttu þrár. Við trúurn á þróun og tryggo og táp, sem í öryggi finnst. Því græðum við bernskunnar byggð, en b^ótum, sem vægast og minnst, Því úrelta raunar skal eytt, án umbóta ná,um'/við skammt . ÞÚ, framtíð, sért fsgri og breytt, en fortíðar barn ertu sarnt. Við skiljum að mork ^þitt.og mál er menning og hugsjónastörf^ með heilbrigoar hendur og sál að heildar og einstaklings þörf. Og okkar mun vaxanda verk að viðgangi menntar og hags. Svo stigum við örugg og sterk í starfsemi kornanda dags. Guðm, Ingi Kristjánsson.

x

Loki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Loki
https://timarit.is/publication/1466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.