Loki - 15.12.1931, Blaðsíða 6

Loki - 15.12.1931, Blaðsíða 6
hafði eignast þann auð, sem er æðri öllum peningum og á heirna í koti smábóndans og barnanna hans. Hvað hafð.i valdið þessari breytingu? Það var þýðing litla drengsins á söngvum árinnar. Hann hafði kennt lýðnum að taka hana sór til fyrirmyndar. Það voru samtökin, sem höfðu unnið þetta dýrðlega starf. Hann var líka áskabarnið hennar og hún söng fyrir hann sefandi söngva, þegar hann var hryggur, en fjöruga og þróttmikla, þegar æskuþrótturinn svall í honum. Hún brýndi hann til 'starfa og henni átti hann að þakka sinn mikla sigur. - En áin á líka Xagið þeirra, sem þreyttir eru og hafa ausið út^þrótti sínum, þetta lag söng hún nú. Hugsanirnar runnu smám saman í móðu fyrir öldunginum og honum leið vel, af því að allir þögðu nema áin hans. Þegar_ sólin sendi síðustu geislat>sína um kvöldið, signdi hún fölnaða ásjónu fornvinar síns, öldungsins, sem hún hafði leiðbeint í æsku, cg sern^ hafði fylgt leiðbeiningum hennar svo vel. En hann var nú liðinn yfir á land hillinganna, og gat aldrei framar brosað við kveðju hennar. ^ Geirmundur Jónsson V 0 N I H, Samvinnumenn hafa það að markmiði, að finna réttlæti í viðskiftum og efla á þeim grundvelli vellíðan og bróðurhug allra stótta og þjóða. Samtok þeirra eru starfandi um víða veröld. og orðin mjög sterk. Nokkrir samvinnumenn hafa þegar séð þörfina á því, #að hafa eitt alheimsmál - hjálparmál til allra viðskifta þjóða í milli og alþjóðlegra funda. Munu þeir sannfærast um það betur og betur, að samvinnustéfnunni ykist afl og áhrif, ef slíkt tungumál kæmist í notkun. Nokkur mál hafa verið búin til^í því skyni, að þau yrðu alheimsmál. Fáir telja nokkra þjóðtungu hæfa til þess. Esperanto er ^það mál, sem náð hefir mestri hylli og breiðzt^ út um allar áifur. Veldur því tvenn.t: w 1. Það hefir reyn?:t öðrum tilbúnum málum hæfara í hverskonar notkun. 2. Það er búið til og borið^uppi af heilagri hugsjón og draumum um frið og bróðerni á jörðu. Samvinnumenn ættu því að taka £að í þjónustu sína í sameigin- legri baráttu fyrir friði og réttlæti. Esperanto þýðir ”Sá, sem vonar", og mætti^því kallast Vonarmál. Höfundur málsins, ^Dr_. Zamenhof hefir lýst von sinni í kvæði, sem er einskonar þjóðsöngur esperantista. Heitir það !TVoninrí, og fer hér á eftir í lauslegri býðingu. Gefur það hugmynd um þá drauma, sem sköpuðu málið í huga Zamenhofs, þessa snjalla málfræðings og göfuga hugsjónamanns.

x

Loki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Loki
https://timarit.is/publication/1466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.