Loki - 15.12.1931, Page 7
Inn í heiminn hreyfin^ ný var horin,
hrærist ^vakning djúp^i öllum löndum,
liggi nú að hverju húsi sporin,
hún er berst á goluvæng juim þöndum.
Vopna til og stríðs, er blómgun banna,
bræðrastéttir heims hún ekki dregur,
Boðar hún: í eining allra manna
enda skal hinn blóði roðni vegur,
HÓpast undir heilagt vonarmerki ,
hermenn þeir, er friðar vopnum beita.
Sigur fylgir Vonarmanna verki
vaxtar er þeir máli sínu leita.
Þúsund ára múrar sterkir standa,
steyptir til að sundra skyldum þjóðum.
Bráðum skal þeim eytt af samlífsanda,
allri töf er rutt af kröftum góðum.
Hlutlaus tunga, loks er lýðum hljómar,
lætur skilning fjÖldann saman binda.
Ættargarð, er eyðast hleypidómar,
allar jarðarþjóðir glaðar mynda.
Vonarlið, er stefnir móti straumi,
störfum friðar hættir ei að sinna,
þar til hinum dýpsta mannkynsdraumi,
dýrsta blessun heimi tekst að vinna.
Guðm. Ingi.
HREINSKILNI.
Einn stærsti og algengasti löstur hjá okkur mönnunum,
er að_mínu áliti^ óhreinskilnin. Þessi stóri löstur er orðinn
svo rótgróinn hja okkur, að við verðum varla vor við hann.
Á hverjum degi erum við meira eða rninna óhrein3kilin, og það
hugsa fæstir út í þao, að það sé nokkuð vítavert. Það er
mikið frekar tekið til þess, ef einhver er verulega hrein-
skilinn og það þá oft tekið sem ókurteisi eða ruddaskapur.
Svona er sannleikanum, af völdum vanans, alveg snúið við.
Vitanlega er hreinskilnin, sannleikurinn, hin sanna kurteisi.
Þessi lvgskurteisi. ef eg mætti svo að orði komast,
kemucmjög víða^fram^í daglega, lífinu. Við erum flest þannig
gerð, að við látum ógjarnan kunningja, sem við viljum ekki
styggja, verða þess varan, að við tókum eftir göllum hjá
honum. Mikið frekar erum við vís til þess, að minnast
þessara misbresta hans, þegar hann heyrir ekki til. Sn með
þessu gjörum við honum bersýnilega rangt til. Það er allt
rétt og heilbrigt við það, að við látum félaga okkar vita
það, hvað ,ok.kur þyki helzt að,þeim,__ en þá eigum við að segja
það við þá sjálfa, Með ,þv£ ^móti fá þeir tækifæri til þess
að kynnast misbrestumh^a sjálfum sérsem þeir hafa kannske
ekki tekið eftir, og þa að lagfæra þá, ef þeim sýnist.