Framblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 2

Framblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 2
2 — FRAM — eitt af stærstu íþróttafélög um landsins. — 1917 hafði „Fram“ tæplega 11 hæfa menn í kapplið sitt í 1. flokki. Með dugnaði, nákvæmri pjálfun og samheldni kappliðs 1. flokks unnu peir síðar íslandsbikarinn ár eftir ár, íslandshornið til eignar og sameinað kapp- lið úr hinum 3 félögunum á kappleik peim er haldinn var fyrir Konung íslands 1921. En á eftir góðu árunum hafa hin slœmu komið. Nálega allir kappliðsmenn vorir hœttu að iðka knattspyrnu svo að segja samstundis. Glæsilegasta sveit knattspyrnumanna, sem pá var til á landinu tvistraðist. Friðpjófur Thorsteinsson, Gunnar Halldórsson, Gísli Pálsson, Haukur Thors, Pétur Hoffmann, Eiríkur Jónsson, Osvaldur Knudsen, Tryggvi Magnússon, Magnús Guðbrandsson, Guðmund- ur Halldórsson, Pétur Sigurðsson, Július Páls- son, Árni Danielsson, Sigurður Thoroddsen, Brynjólfur Jóhannesson, Aðalsteinn P. Ólafs- son, o. fl. voru ekki lengur í úrvalsliði „Fram“ og Ingimars kórinn var horfinn af vellinum; og með burtför pessara úrvals knattspyrnu- manna „Fram“, var eins og áhugi knattspyrnu- áhorfenda hyrfi líka og síðan hefur áhuginn almennt dofnað fyrir pví að sækja knatt- spyrnukappleiki. 1925 vai; síðasta árið sem „Fram“ vann íslandsbikarinn. Yngri flokkarnir höfðu verið vanræktir. Degar 3 fl. tapaði með 9 gegn 0 var látið nægja að hefna fyrir pað í fyrsta flokki með 10: 0. En prátt fyrir pað fór svo að fáir voru til að taka við pegar peir eldri hættu. Nokkrir menn, undir forustu Guðmundar Halldórssonar, sem ekki gátu til pess hugsað að „Fram“ hyrfi með öllu úr tölu íslenzkra knattspyrnufélaga, kölluðu pá saman hina fáu menn sem enn vildu halda uppi bardaganum. Og viðreisnar starfið hófst. Pað hefur verið erfitt. Ár eftir ár hafa æfingar verið haldnar en jafnskjótt og menn voru komnir í l.flokk hefur fjöldi peirra orðið að hætta störfum fyrir félagið. Um 20 menn úr úrvalsliði 1. fl. höfum vér mist á 5 árum. Geta allir séð hví- lík blóðtaka pað hefur verið félagi voru á svo skömmum tíma. En altaf hefur verið haldið uppi orustunni og maður verið látinn koma í manns stað. Kappliðum „Fram“ hefur verið telft fram og pau hafa haldið uppi merki fél- agsins pótt oft væri litt sigurvænlegt. Og á- valt hefur verið keppt með drengskap og pó vér höfum verið sigraðir, pá höfum vér tapað með heiðri. Kappliðsmenn vorir hafa lagt allt pað fram í drengilegum leik sem peir áttu til. Þeir hafa gert skyldu sína, meira getur enginn af þeim heimtað. Knattspyrnufélög, sem lítil lífsskilyrði virt- ust hafa eru nú komin til vegs og virðingar. Vér höfum áður hafið félag vort upp úr nið- urlægingu til frægðar og frama. Og svo mun enn fara. En vér vitum pað að margar hend- ur vinna létt verk. Ef allir hjálpast að, riðj- um vér „Fram“ nýja sigurbraut á skömm- um tíma. Pví færri sem vér verðum er að pessu vinnum pví lengra mun líða par til markinu er náð. — En hvernig sem leiðin liggur skal nú ekki hætt fyr en á vegsenda er komið. Nú, á þessu ári teflir „Fram“ kapplið- um sínum til leiks i öllum flokkum 2., 3., og 4. flokki og B- liði, og ennfremur eru reiðubúnir, hvenœr sem kallað er, fjöldi manna yngri sem eldri. í félaginu eru nú yfir 500 meðlimir. Vér höldum áfram að keppa, áfram að feta í fótspor hinna gömlu knattspyrnukappa, þar til „Fram“ aftur verður „bezta knattspyrnufélag íslands“. Félagið hefur aldrei átt betri lífsskilyrð- um að fagna en einmitt nú og á oss hvíla margar og miklar skyldur, sérstaklega gagn- vart yngri meðlimum vorum — peir eru fram- tíð félagsins. Dið eldri kappliðsmenn og mörgu gömlu og góðu velunnarar „Fram“, sem altof lengi hafið haldið að ykkur hjálparhendi. — Veitið oss nú stuðning ykkar og fylgi. Að- stoðið oss til að gera félag vort stórt og öfl- ugt, til að sigrast á erfiðleikunum, og „Fram“ mun sigra á knattspyrnuvellinum, ala upp drengilega og stælta ípróttamenn; og pið mun- uð sjá menn með hrausta sál í hraustum líkama, góða og verðuga borgara pessa bæj- ar og pessa lands.

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.