Hvöt - 01.02.1938, Side 10

Hvöt - 01.02.1938, Side 10
8 H V Ö T menn vakna aftur til starfa ! sinna, er allt víl sem var, en þeir sjálfir ver á sig komnir til manndómslegra átaka. Svo segir Páll Ólafsson frá því, þegar vitið kom til hans eftir túrinn og ásakaði hann fyrir drykkjuskapinn: því sjónin og heyrnin og málið fer meS og minnið nr vistinni gengur. Reyndar orti Ólafur Davíðs- son: Finnst oss lífið fátt og kalt, fullt er þar af lýgi og róg. — En brennivínið bætir allt, bara að það sé drukkið nóg. Þetta er sú meinabót, sem mér skilzt að Jakob Thoraren- sen ráðleggi þeim, sem unnust- an hefir brugðizt: Drekktu þá og drekktu fast, dreptu þig á viku. Páll Ólafsson fer að líkindum mjög nærri því almenna og raunverulega í þessari vísu: Eg drekk til þess aS finna fró, og íarga við það hjartans ró, ég drekk til að svæfa syndimar, —en svo vek ég með því gimdirnar, ég drekk — og finn mitt æskuvor, —en eldist við hvert drykkjuspor. Þetta er prýðileg lýsing á viðleitni drykjumannsins. Þeirri viðleitni, sem alltaf færir hann þó fjær því takmarki, sem hann er að leita eftir. Hnossið, sem hann höndlar er hverful blekk- ing og aðeins stundargaman og kostar hann þó nokkuð af því, sem hann hefir og vill hafa. Ég get ekki heldur gengið framhjá þessari vísu: Eg hef selt hann yngra Itauð, er því sjaldan glaður, — svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Skáldið harmar hestinn sinn, og finnur að féleysi olli því, að hann seldi hann, en hon- um er það ljóst, að það er svona að vera drykkjumaður. IJonum kemur það í hug, að hefði hann ekki verið drykkju- maður, þá hefði hann ekk^ þurft að selja Rauð og þá væri hann líklega oftar glaður. Þessi yfirlætislausa vísa er snilldarverk, vegna þess, að hún segir svo mikið í fáum látlausum orðum. Þetta látleysi og stilling fer svo vel við ís- lenzka skapgerð. Það er ekki hávaði eða flysjungslegar upp- hrópanir. Það er róleg þjáning hins viti gædda alvörumanns, sem veit að ekki þýðir að æðr- ast yfir því óláni, sem hann hefir sjálfur boðið heim, — slétt og þung þjáning eins og árstraumur. Nú vil ég víkja að þeim, sem lýsa gleði vínsins, sem blekk- ingu, og það merkilega er, að það gera einmitt sum þau skáld-

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.