Hvöt - 01.02.1938, Qupperneq 20

Hvöt - 01.02.1938, Qupperneq 20
18 H VÖT næstum því heyra andvörp og stunur hins innra manns, sem þrátt fyrir allt lætur ekki blekkjast, en veit, að hér er aðeins um að ræða skrípamynd af hinni sönnu gleði, — eins leynist vanmáttartilfinningin, skjálfandi af ótta, á bak við öll látalæti áfengisáhrifanna.Því að enginn rekur vanmáttarkennd sína á dyr fyrir fullt og allt með því að hella í sig áfengi. Ég ætla að lesa yður, áheyr- endur góðir, kvæði, sem heitir: „Til hins vínhneygða", og á það að nokkru leyti að bregða birtu yfir þetta atriði. Kvæðið er á þessa leið: ,,Þú ert einn af þeim, sem illa þola lífsins svipuhögg! — Vonirnar á tá sér tylla til þess eins að glepja og villa. Verður mörgum vín að hylla vanti aðra gróðrardögg. Þegar eitthvert böl þig beygir Bakkus fær þig endurhresst. Þá eru vængir þínir fleygir. þá eru færir allir vegir. Þá eru allir elskulegir, er áður skorti gæðin flest! En á betri veg mér virtu, veik þó sýnist mér þín rök. Vitsins megingjörð þig girtu. Grýlur þær, er heill þig firtu, skelfast aðeins skilningsbirtu og skynseminnar fastatök. Þó að virðist burtu benda Bakkus þeim og reka á dyr, þær munu aftur hefjast handa, halda áfram þær að granda og til svartra sorgarlanda sigla með þig — nýjum byr! ! Hver sem út úr hugans ranni hopaði, aldrei sigur vann. Bakkus, hann er gálaus glanni, er getur engan leyst úr banni. Hollast verður hverjum manni að horfaframan ísannleikann!“ Hvað á að gera? Nú má spyrja: Hvað er hægt að gera til þess að losa menn undan áhrifavaldi þessa eiturs? Það er erfitt að svara spurningunni, meðal annars vegna þess, að menn eru svo ólíkir, og þess vegna á ekki hið sama við alla. Sumum dugar fræðslan ein, fræðslan um skaðsemi áfeng- isins. Aðra er unnt að frelsa frá Bakkusi með því að ráðast á vanmáttartilfinningu þeirra og útrýma henni, svo sem með því að hjálpa þeim til að sigrast á erfiðleikum lífsins, með hughrif- um, andlegum áhrifum, eða með því að vekja áhuga þeirra fyrir stórum og göfugum við- fangsefnum, sem taka hug þeirra allan. En því miður virð- ist sumum vera allsendis ómögu legt að vitkast í þessum efnum nema með því að reka sig á hvað eftir annað, og það all-

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.