Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Qupperneq 3

Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Qupperneq 3
JÁRNSMIÐURINN 3 sinni. Á fundi, sem haldinn var í Fél. járniðnaðarmanna föstud. 30. des., var sampykt með öllum atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli, að halda fast fram þeim kröfum, sem áður er um getið, og sem áður höfðu verið sampyktar á lögmætum fé- lagsfundi, og gengu atvinnurekend- ur ekki að peim. Pá var sainp. að tilkynna þeirn, að verkfall yrði hafið frá 1. jan., uns deilan væri til lykta leidd. Ákvarðanir þessar bar samninganefnd svo fram á fundi með atvinnurekendum, sem haidinn var 31. des. síðd. Undirtektirnar voru hinar sömu og á fyrri fund- inum, að öðru leyti en því, að einn atvinnurekenda kom fram með þá tillögu, að þar sem samninganefnd óskaði ákveðins lágmarkstaxta á launum nemenda, gætum við kom- ið okkur saman um 30 aura. Boði þessu var vitanlega hafnað af hálfu nefndarinnar, en hins vegar taldi hún sig fúsa til að fara meðalveg- inn, ef það gæti orðið til samkomu- lags. En við það var ekki kom- andi, og kom það berlega í Ijós, að það var »prinsipmál«, en ekki fjárhagsatriði hjá atvinnurekend- um, að berjast til hins ýtrasta á móti öllum kjarabótum fyrir nem- endur. Síðasta tilboð samningsnefndar var, að kröfur þær, sem fyr er getið, yrðu að eins framkvæmdar á þeim nemendum, sem hér eftir yrðu teknir á verkstæðin, en þeir, sem fyrir væru, fengju 40 aura um kl.st. En þessu boði var einnig hafnað. Par sem augijóst var, að ekkert yrði úr samkomulagi, var fundi slitið, og verkfalli lýst yfir. 2. janúar mættu ekki aðrir svein- ar á vinnustöðvunum en þeir fáu, sem fyrir löngu höfðu fyrirgert rétti sínum til félagsins sakir ó- mensku og félagslegrar uppdráttar- sýki. Nokkrir af þessum mönnum höfðu látið kaupa sig út úr félags- skapnum með sérsamningum, og gerst »yfirmenn«. Pessir fáu menn, sem hér ræðir um, eru talandi dæmi þess, hve sorgleg vöntun á félags- legum og siðferðislegum þroska hefir ríkt meðal verkalýðsins, og hve háskalegt það er, að vanrækja þann skóla, sem allur verkalýður á kost á í gegn um sterk og órjúf- andi samtök. En nú er eftir að kenna þessum mönnum með öðrum aðferðum, og sú mentun verður þeirn dýr. F u n d u r i n n 3. j a n ú a r. Hinn 3. jan. var haldinn fundur í Fél. járniðnaðarmanna. Fundur- inn var mjög vel sóttur, og má óhikað segja, að síðan félagið var stofnað hafi aldrei ríkt eins ein- liuga samúð og öbilandi vilji á fundum þess. Fyrir fundinn hafði félaginu borist bréf frá atvinnu- rekendum, þar sem þeir lýstu því yfir, að þeirra tilboð stæði ekki lengur en til kl. 0 að kvöldi hins 3. jan., og eftir þanti tíma hefðu þeir óbundnar hendur rneð að gera

x

Járnsmiðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Járnsmiðurinn
https://timarit.is/publication/1474

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.