Þróun - 27.11.1938, Qupperneq 1

Þróun - 27.11.1938, Qupperneq 1
Útgefandi: Málfundafél. Hvöt. ÞROU ísafirði 27. nóvember 1938. Kemur út við hentugleika. Hjið nýja hús gagnfræðaskólans á ísafirði. Byrjað var á byggingu gagn- fræðaskólahúss hér í bænum í septembermán. í fyrrahaust. Tók Ragnar Bárðarson að sér að byggja vtra hyrði hússins í ákvæðisvinnu j fyrir 33 800 krónur. Var neðri j hæð skólahússins steypt í fyrra- haust, en efri hæðin nú í sumar. Síðari hluta sumarsins hefir verið unnið að því að fullgera húsið innan, og er því nú lokið, nema hvað ekki verður gengið að fullu frá málningu, fyr en næsta sumar. Verður hið nýja skólahús vígt í dag með skernmtisamkomu, en kennsla hefst í því næstkomandi miðvikudag. Byggingin er gerð úr járnbentri steinsteypu. Útveggir allir eru ein- angraðir með þriggja þumlunga vikui'steypu. Gluggar eru allir tvöfaldir. A neðri hæð hússins eru þrjár kennslustofur, lítið herbergi til fatageymslu, rúmgott anddyri, snyrtiherhergi fyrir pilta og stúlkur, miðstöðvarherbergi og kolageymsla. Á efri hæðinni eru aðrar þrjár kennslustofur. Verður vængjahurð á'milli tveggja þeirra, svo að þær verða jafnframt há- tíðasalur skólans. í framtíðinni er ætlast til, að ein af kennslustofunum verði út- búin fyrir kennslu í eðlis- og efna-fræði, önnur fyrir handavinnu stúlkna og sem teiknistofa, og sú þriðja verður nú þegar tekin til notkunar sem smíðastofa. Eru þá eftir þrjár kennslustofur fyrir dagdeildir skólans. Á efri hæð eru auk þess kenn- arastofa, skólastjóraherbergi, lítið fataherbergi og rúmgóður gangur. Breiður steinsteyptur stigi liggur milli hæðanna. Stærð hússins er 16X14 m. Múrararnir Helgi Halldórsson og Sigurður [Guðjónsson hafa framkvæmt alla einöngrun út- veggja og múrhúðun innanhúss> Hallgrímur Pétursson hefir stjórn- að trésmíðinni, Guðmundur Sæ- mundsson hefir málað það, sem ennþá hefir verið málað í skól- anum, Vigfús Ingvarsson hefir lagt miðstöðina (helluofnar hafa verið notaðir) og Kaupfélag ís- firðinga hefir annast raflagnir um húsið. Eftirlit með byggingu húss- ins hefir Jón Þ. Ólafsson haft á hendi fyrir skólanefnd. Eins og húsið stendur nú, mun það kosta sem næst 65 þúsund krónur. Áætlað var í fyrstu, að það mundi kosta 75 þúsundir full- gert, og eru líkur til, að sú á ætlun muni standast. Frá stofnun gagnfræðaskólans allt fram til byrjunar þessa skólaárs lrefir hann haft húsnæði, þrjár kennslustofur og kennara- stofu á þriðju hæð [í byggingu

x

Þróun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.