Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 5

Þróun - 24.03.1943, Blaðsíða 5
Þ R Ó U N 5 íslenzki þjóðfáninn. Um aldir og ár liafa Íslending- ar verið að berjast fyrir fullu frelsi þjóðinni til handa. öllum sönnum föðurlandsvinum er þrá- in eftir frelsi hjartans mál. Viðurkenndur þjóðfáni er eitt augljósasta tákn fullkomins sjálf- stæðis — fáni sem nota má hvar í heiminum sem er. Barátta Is- lendinga fyrir sérstökum þjóð- fána var bæði löng og hörð. Því miður er okkur Islendingum margt betur gefið, en að vera sammála um hlutina, og sem við mátti búast voru ekki allir á eitt sáttir, er velja skyldi slíkt þjóð- areinkenni. Bláhvíti fáninn hlaut rniklar vinsældir og voru fögur kvæði orkt til hans. — Hann var talinn táknrænn og hreinn, og sýna svo vel það, sem mest væri áberandi í íslenzkri náttúru. Víst var það, að þessi fáni var fallegur, og fag- urt og þróttmikið kvæði Einars Benediktssonar, sem hann orkti til hans: „Rís þú unga Islands- merki — upp með þúsund radda hrag“, en Einar átti hugmyndina að þessari l'ánagerð. En ]>essi fáni var ekki talinn nógu auð- kennilegur frá fánum Svía og Grikkja, en þess er mikil þörf, einkum á styrj aldartímum, þar sem mest veltur á því, að hver fáni verði sem bezt aðgreindur frá öðrum. Matthías Þórðarson fornminja- vörður átti hugmyndina að þrí- lita fánanum, þeim sem nú er þjóðfáni okkar. Árið 1914 úrskurðaði konungur hann sem löggiltan þjóðfána Is- lands og höfum við ástæðu til að vera honum þakklátir fyrir það. Þessi fáni hefir orðið allri þjóðinni kær. Hann hefir verið sjómönnunum sverð og skjöldur og varðveitt þessa litlu fámennu þjóð frá miklu mann- og eigna- tjóni í þessum hildarleik, sem nú er háður í heiminum. Hann er fegursti og óflekkaðasti þjóðfán- inu sem blaktir á heimshöfunum. Hann er táknræn mynd af Is- landi í öllu —- bláma himinsins og fjallanna, tákn jöklanna og cldsins i iðrum fósturj arðarinnar, og hann er tákn hinnar óslökkv- andi frelsisþrár, sem í öllum sönnum Islendingum býr. — Við vonum, að þessi fáni verði ætíð hreinn og óflekkaður og megi hef j ast til vegs og virðingar með- al þjóðanna. — Æska þessa lands elskar þennan fána og vonast eftir, að henni muni auðnast að vinna marga sigra undir bonum á komandi tímum. S. Hjörleifsson. ★ Árshátíðin. Með ágóða þeim, sem fæst af árshátíðinni að þessu sinni, lang- ! ar Gagnfræðaskólann til að i leggja fram lítinn skerf til söfn- i unarinnar út af Þormóðsslysinu. Einnig langar okkur til að sýna hug okkar til sundlaugarmálsins með einhverri smáupphæð eftir | okkar getu. Þar að auki erum i við eins og venjulega að safna fé til skólaferðalags okkar, en nú mun það verða ærið fjárfrekt að ferðast með 30 manna. hóp. Af þessum sökum öllum von- um við, að bæjarbúar virði það á betri veg og bregði okkur ekki um okur, þótt inngangseyrir sé nokkuð hár. — Aftur á móti höfum við aldrei lagt meira í und- irbúning skemmtunar okkar og vonumst því eftir, að fólk skemmti sér vel. ★ Skemmtiskrá. Oft vill það valda nokkurri truflun á skemmtunum, þegar fólk er að hvíslast á og spyrjast fyrir um, hver þessi og hinn sé, sem með skemmtiatriði fer. Sér- staklega er þetta afleitt, þar sem mjög margir fara með skemmti- atriði eins og er á skólahátið- inni. Þess vegna hefir verið lagt í þann kostnað að prenta sérstaka skemmtiskrá, þar sem sjá má nöfn allra þeirra, sem skemmta. Verður skemmtiskráin seld á- samt aðgöngumiðum, og áður en skemmtunin hefst í hvert sinn. R( .úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð l'rá Bök- unaríélagi Isfirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Nýtízku tæki til brauðgerðar. Ef þið viljið vera vel klædd þá kaupið Herra- og JDömu- frakka í Verzlunin P A RI S. Ef þið viljið borða góðan mat þá kaupið matvöru í Verzlunin Bræðraborg. Bíó Alþýðuhússins sýnir Föstudag Laugardag og Sunnudag kl. 9 Flóttamennirnir. Spennandi amerísk mynd frá Metro. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable og Joan Graford.

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.