Austri


Austri - 12.09.1985, Blaðsíða 4

Austri - 12.09.1985, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 12. september 1985. Söngurinn hefur fylgt mér eins < — rætt við Björn Pálsson, Egilsstöðum Björn Pátsson. Björn Pálsson þarf ekki að kynna Héraðsmönnum. Hann hefur fengist við eitt og annað um dagana og nú rekur hann fata- hreinsun á Egilsstöðum. Hann er þekktur fyrir að bregðast vel við alls konar kvabbi og sú varð enn raunin er við báðum hann um viðtal með engum fyrirvara. Eins og jafnan er háttur okkar í við- tölum sem þessu báðum við hann fyrst að segja okkur eitthvað um upprunann. □ Ég er fæddur á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá og ólst að mestu leyti upp í þeirri sveit fram að fermingaraldri og átti þar heima til 18-19 ára aldurs þótt ég væri í vinnu svona hingað og þangað. Vegavinna var eftirsótt á þessum árum og þar dugði ekkert annað en að standa sig því framboð var nóg á vinnuafli. Þeir, sem gerðu mikið af því að styðja sig við rek- una, fengu fljótlega reisupassann. ■ Þú hefur þá ekki setið í veg- kantinum? □ Það mátti alls ekki setjast niður en mér leiddist alltaf rekan. Þá voru stungnar sniddur og veg- urinn hlaðinn upp. Mér líkaði alltaf betur að handleika kvíslina og kasta sniddunum upp á vegkant- inn ekki síst ef hægt var að hafa þann í sigtinu, sem var uppi á kantinum. En það var auðvitað allt- af slys ef snidda lenti á manni þótt slík “slys" væru nokkuð algeng. Menn voru nú að reyna að lífga eitthvað uþp á tilveruna þarna því það er í rauninni ekkert spennandi að standa úti í mýri og. stinga sniddur og henda þeim upp í kant allan daginn. ■ Bjugguð þið í tjöldum? □ Já og þá voru eins margir í tjaldi og framast mátti verða. Menn lifðu við skrínukost því mötuneyti komu ekki til sögunnar fyrr en seinna. Nokkrir komu alltaf ríðandi á morgnana og fóru heim til sín á kvöldin því þótt unnið væri í 10 tíma í vegavinnunni þá tóku þeir líka eitthvað til hendinni heima við. En við strákarnir sótt- umst töluvert eftir því að vera í tjaldi. Eftir vinnutíma leituðum við uppi einhvern blett, sem ekki var mjög þýfður, og hömuðumst í fót- bolta. Fótboltinn var mikið stund- aður og af áhuga, sem stafaði m.a. af því að í Hjaltastaða- þinghá var geysilega öflugt og gott ungmennafélag. ■ Varstu mörg sumur í vega- gerð? □ Ég var nokkuð mörg sumur i vegagerð og brúarvinnu svona til skiptis. Á veturna passaði ég roll- urnar heima. Síðan fór ég í bygg- ingarvinnu. Ég hef stundum lýst þeirri vinnu þannig að maður kom á vorin og handgróf fyrir veggjun- um, síðan var farið að steypa og reisa og svo vann ég á veturna við að múra húsin að innan en þá var búið að loka þeim og farið að hita þau upp. Maðurvarðhelst aðgera alla hluti sjálfur og tileinka sér sem flest því annars hafði maður enga vinnu. ■ Þú hefur þá ekki farið út í að læra neina iðn? □ Það gerði ég ekki. Á þessum árum var það alls ekki einfalt mál að fara út í skólanám. Fólk var dálítið farið að sækja alþýðuskól- ana og ég fór í Eiðaskóla en veikt- ist og varð að hætta námi þar og var reyndar bannað að vinna í 2 ár á eftir. Sennilega hef ég þá verið stutt frá landamærum lífs og dauða en ég varð sem sagt áfram hérna megin. Svo var ég einn vetur á Laugavatni og var þar eiginlega í smíðadeild. Það var góður staður að vera á. Ánnars var fjárhagurinn eftir veikindin með þeim hætti að frekara skóla- nám kom eiginlega ekki til greina. ■ Var þá ekki farkennsla í barnaskóla? □ Jú og stundum gekk maður í skóla sem kallað var þ.e. maður fór á milli bæja en svaf heima hjá sér. Við áttum að fá þriggja mán- aða kennslu nema síðasta árið skyldi vera fjögurra mánaða kennsla. Síðasta mánuðinn fyrir prófið átti ég að vera úti á Sand- brekku, sem er larigt frá Hrjót þar sem ég átti heima, og ég ákvað að fara hvergi og sat uppi á baðstofu- mæninum þegar veðrið var gott og þóttist vera að lesa fyrir prófið. Þetta slapp allt til og ég fór í gegnum þetta eftir nokkuð eðli- legum leiðum. ■ Þú minntist á ungmennafé- lagið í Hjaltastaðaþinghá. Viltu ekki segja okkur meira frá því? □ Það var mikill skóli ungu fólki á þessum árum. Þar lærði fólk hreint og beint að tjá sig en ég tel að þar sé víða pottur brotinn nú. Þarna var mönnum skipað í nefndir til að vinna að ákveðnum verkum cg það var gengið svika- laust eftir því að fólk ynni í þessum félagsskap. Fyrsta ræðan gat orðið talsverð þolraun fyrir marga. Ég var - og er raunar enn - alltaf dálítið feiminn og ég man að ég var settur í málefnanefnd og átti að reifa tiltekið málefni á ungmenna- félagsfundi. Það var ekki erfitt að finna málefni því félagið var að koma sér upp íþróttavelli og það átti að byggja samkomuhús. Ég kaus að tala um íþróttavöllinn. Við bjuggum til iþróttavöll og grófum í hann lokræsi. Um þetta var alveg sérstaklega góð sam- staða, allir unnu bæði strákar og stelpur. Þegar verkinu var lokið var farið í fótbolta og slegið upp balli. Þá var margt fólk í Hjalta- staðaþinghá og búið á öllum bæjum. Það var reynt að setja upp eitt leikrit á hverjum vetri og það var sýnt í gamla samkomuhúsinu á Kóreksstöðum en það var kallað Templarahús. Gamall vinur minn í sveitinni þarna sagði frá vígslu þessa húss með þessum orðum: “Bindindishúsið var vígt með pomp og pragt og mikið drukkið". Nú veit ég ekki að hve miklu leyti hann sagði þetta í gríni en senni- lega hefur eitthvað verið til í þessu. En ungmennafélagið var fyrst stofnað sem bindindisfélag. ■ Hvert fórstu þegar þú fluttir úr Hjaltastaðaþinghá? □ Ég lenti norður í Jökulsárhlíð. Það má segja að þangað hafi ég haft erindi sem erfiði því konan mín, Petra Björnsdóttir, er þaðan, frá Grófarseli. Ég tel því að ég hafi gert góða ferð til Hlíðarmanna. Ég átti þarna heima í 5 ár, á Sleðbrjót og Grófarseli. Ég var þarna svona kóngsins lausa- maður og tók þátt í heimilis- störfum milli þess sem ég var f byggingarvinnu. Ég sá aldrei fæðis- eða húsaleigureikninga frá Geir á Sleðbrjót en maður reyndi að vinna heimilinu þegar maður var við látinn. Þá unnu allir að því að láta hlutina ganga eðli- lega fyrir sig án þess að vera alltaf með klukkuna á lofti. Það er ann- ars dálítið merkilegt hvernig menn hrukku svo að segja í einu vet- fangi út úr þessum tíma og inn í það að verða þrælar klukkunnar. ■ Séra Sigurjón sagöi að kalt væri í Kólguhlíð. Ertu sam- mála? □ Það er ekki fyrir hvern sem er að setjast að í Hlíðinni. Hlíðin temur sitt fólk í því að skilja ís- lenskan hríðarbyl eins og hann getur verstur orðið. Ég hef hvergi séð byl nema þar, maður sá bók- staflega ekki handa skil. Geir, vinur minn á Sleðbrjót, var vanur að segja við mig þegar veðrið var vont: “Farðu nú var- lega, Bjössi minn, það er ekkert Hjaltastaðaþinghármannaveður í dag“. Ég reyndi náttúrlega aðtil- einka mér þessa eðliskosti Hlíðar- mannsins, að láta bylinn ekki hafa áhrif á mig. Ég átti ákaflega góðu að mæta á heimili þeirra hjóna, Geirs Stef- ánssonar og Elsu heitinnar Björg- vinsdóttur á Sleðbrjót. Þau komu ávallt fram við mig eins og ég væri einn úrfjölskyldunni. Oftskiptumst við Geir á gamansömum kersknis- orðum án þess að í því fælist nokkur broddur. Ég man t.d. að Elsa hafði eitt sinn orð á því að hún þyrfti að prjóna mér peysu. Geir bað hana endilega að hafa hana í sauðarlitunum það klæddi mig best. Ég reyndi að svara fyrir og sagði Elsu að ef hún prjónaði Geir peysu mætti hún ekki vera í sauðarlitunum, hann væri nú nógu sauðarlegur samt. Geir er góður hagyrðingur og hann orti stundum á mig. Þar mát- aði hann mig alveg því ég gat ekki svarað í sömu mynt. ■ Hafðirðu aldrei búskap að aðalatvinnu? □ Ég hafði alltaf mikinn áhuga fyrir sauðfé og búskap. Þegar ég fór úr Hlíðinni var ég fyrst leiguliði hjá Haraldi á Eyjólfsstöðum í eitt ár. Síðan var ég á Unalæk í 3 ár en það var nýbýli úr landi Ketils- staða á Völlum. Sú búskaparsaga var ekki stórbrotin. Ég tel að þessi nýbýli, sem þá var verið að koma á fót, hafði verið afar mislukkuð vegna þess m.a. að þau voru allt of lítil til að standa undir þeim mig. Ég lá í 2 mánuði á spítala norður á Akureyri og ætli það hafi ekki verið um 5 mánuðir sem ég mátti ekki vinna. Ég vorkenndi allt- af ýtumanninum að lenda í þessu. Hann gat ekkert að þessu gert. Þessi spítalavist kom sér illa fyrir mig því einmitt þá var ég að byrja að byggja yfir mig á Egils- stöðum. En það tókst með hjálp guðs og góðra manna. ■ Og verðbólgunnar? Tónkórinn sem situr I (Mynd: Hé □ Já, við skulum segja að hún hafi verið eitt af þessum góðra manna verkum. Ég flutti svo inn í húsið í júní 1960, allt hálfkarað. Síðan hef ég verið hér og ég kann vel við mig á Egilsstöðum og hef ekki ennþá slegist í hóp flóttamannanna til Reykjavíkur. í þeim efnum eigum við að stinga niður hælunum og toga á móti en við vitum að Reykja- víkursvæðið togar ákaflega fast í fólk utan af landsbyggðinni og þangað streyma peningarnir. Ég er að vona að okkur takist að halda í það fjármagn sem við þurfum til að byggja upp eðlilegt samfélag á landsbyggðinni. Við þurfum að búa þannig um hnútana Karlakórinn - sá yngri. Björn er lengst til vinstri. kostnaði, sem óhjákvæmilegur reyndist. Það var t.d. gert ráð fyrir að bústofninn á Unalæk væri 15- 18 kýr og 50-80 kindur. Það er mikið til í þeim orðum Sigfúsar Árnasonar að Landnám ríkisins hefði orðið til þess að lögbinda þúsund ára kotbúskap á fslandi. ■ Flyturðu svo frá Unalæk í Egilsstaði? □ Ég fór að byggja yfir mig á Eg- ilsstöðum 1959 og hef síðan gert út héðan skulum við segja. Ég fór að vinna hjá rafveitunum og var við vélgæslu á Seyðisfirði og fleira. Eitt sinn unnum við að því að fella gamla raflínu þar á meðal staur sem hlaðið hafði verið utan um. Ég var eitthvað að leiðbeina ýtumanninum, sem var að sneiða með tönninni utan úr hleðslunni, þegar hann rak tönnina eitthvað í staurinn. Staurinn hafði þá aldrei verið rekinn niður heldur bara hlaðið utan að honum. Ég sá hvað verða vildi og hljóp af stað en ekki nógu hratt og staurinn féll á hnakk- ann á mér og höfuðkúpubraut mig. Þar, sem staurinn hitti mig, voru festar á hann kúlur og vinkiljárn sitt hvoru megin en þau komu ekki við að fólk vilji vera úti á landi en það verður ekki gert nema tryggt sé að það sjái einhvern árangur erfiðis síns. Ölmusumenn viljum við ekki vera. ■ Þú varst starfandi vörubíl- stjóri um skeið? □ Ég keypti vörubíl og vann með hann í um það bil 10 ár. Þá hef ég sjálfsagt ætlað að fara að græða. Það sögðu allir að vöru- bílstjórargræddu svo mikið. En ég gat ekki grætt á þessu og hætti þessu og fór að hreinsa föt og hef sjálfsagt hugsað mér að eiga nú rólega daga og njóta öryggis. En það var kannski ein reiknings- skekkja í þessu. Það er talið að það þurfi 4500-5000 viðskiptavini til að fatahreinsun verði rekin með eðlilegum hætti og það búa ekki nema um 2500 á Héraðinu öllu. Á fjörðunum eru víða fatahreinsanir og þar við bætist að það kostar meira að senda jakka fram og til baka með flugi - t.d. frá Vopnafirði - en að láta hreinsa hann. Mér hefur verið sagt að ýmiss konar smærri þjónusta eins og t.d. fatahreinsun sé dýrari víða er- lendis en hún er hér jafnvel allt að

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.