Austri


Austri - 12.09.1985, Qupperneq 5

Austri - 12.09.1985, Qupperneq 5
Egilsstöðum, 12. september 1985. AUSTRI 5 og skugginn minn starfaði af miklum krafti um árabil undir stjórn Magnúsar Magnússonar, 'yrir miðju í fremstu röð. Björn er 4. frá hægri í miðröðinni. •raðsmyndir.) 50-60%, en taxti hreinsunarinnar er háður verðlagseftirliti. ■ Hvað kostar að láta hreinsa föt? □ Það kostar 385 krónur að hreinsa jakka, buxur og vesti. Ef þið hafið auk þess hellt niður í bindið þá bætast 70 krónurviðfyrir hreinsun á því. Annars lifi ég alls ekki af þessu. Konan mín vinnur í Dyngju auk þess sem ég er að vinna fyrir Vörubílstjórafélagið og er með umboð fyrir happdrætti. Við höfum komist af með þetta en það er ósköp lítið umfram það. Við eigum tvær dætur sem eru í skóla og það vita allir að þó þetta skóla- fólk vinni eins og það getur í þessa 3 mánuði á sumrin, þá hrekkur það hvergi nærri til. Við reynum að koma þarna eitthvað til hjálpar. ■ Þú starfar enn fyrir Vöru- bílstjórafélagið? □ Ég var formaður þess um skeið og hef verið flæktur við það síðan þó ég sé nú hættur for- mennsku þar. Ég vinn dálítið fyrir félagið eins og ég sagði áðan og ég á sæti í stjórn Landsambands vörubifreiðarstjóra. ■ Söngur hefur alitaf verið þér mikið áhugamál. Hvert er fyrsta lagið, sem þú söngst? □ Fyrsta lagið og vísan, sem mér er sagt að ég hafi heyrst syngja, er “Nú er hlátur nývakinn". Þannig var að frændi minn, Björn Björnsson á Stóra-Steins- vaði, kom oft í Tjarnarland. Hann tók mig þá stundum á hné sér og söng þessa vísu við mig en hann var mikill og góður söngmaður. Mér hefur sennilega fallið þetta heldur vel því að móðir mín sagði mér að þetta hefði verið fyrsta vísan, sem ég hefði sungið. En það fyrsta, sem ég man eftir söng, var sú árátta á mér að fara alltaf að syngja þegar ég átti að fara að sofa á kvöldin. Mamma var alltaf að biðja mig að hætta þessu og ég lofaði öllu fögru en var svo byrj- aður aftur eftir stutta stund. Ég heyrði mömmu líka einhvern tím- ann segja að þeir, sem syngju í rúminu, myndu halda fram hjá konunni sinni svo það er víst best að Petra heyri þetta ekki. En ég var sí og æ sönglandi. Fljótlega eftir fermingu byrjaði ég að syngja í Hjaltastaðarkirkju en þá voru engir skipulegir kirkju- kórar heldur var hnippt í þá sem höfðu lag og þeir beðnir að syngja. Þá var sungið einraddað. Ein- hverjir hinna eldri kunnu kannski eitthvert hrafl í bassa og sungu það en ég söng alltaf lagið með kvenfólkinu. Óskar heitinn Halldórsson frá Kóreksstaðagerði spilaði eftir nót- um og hann var fenginn til að spila á orgelið í kirkjunni á Hjaltastað þegar organistinn þar flutti burtu. Við Óskar og bræður hans tveir, Einar og Þór, mynduðum kvartett og sungum raddað við ferming- armessu þarna. Slíkt hafði aldrei heyrst þar í kirkjunni og fólkið var bara ánægt með þetta. Síðan hefur söngurinn fylgt mér eins og skugginn minn. í Hlíðinni var ég í kvartett og svo í tvöföldum kvartettog ég söng í kirkjunni þar. Eftir að ég kom í Egilsstaði var ég einn af stofnendum kirkjukórs- ins þegar hann var stofnaður og söng í honum í 23 ár. Svo var stofnaður karlakór - sá eldri - og ég söng alltaf með honum. Ég var líka í stjórn tónlistarfélagsins, sem hér var stofnað, og átti þátt í því að ráða hingað tónlistar- kennara og koma á fót tónlistar- skóla en það lögðu margir hönd á þann plóg, Magnús Einarsson og fleiri. Karlakórsmenn skömmuðu mig í fyrstu fyrir að hafa ráðið Magnús Magnússon í starfið því hann vildi ekki stjórna karlakórn- um. Ég taldi hins vegar að byggð- arlagið mætti ekki líða fyrir það því skólinn væri aðalmarkmiðið þótt auðvitað væri brýnt að fá ein- hvern til að stjórna kórnum. Karlakórinn lognaðist svo út af en var endurreistur fyrir tveimur árum og auðvitað þurfti ég að taka þátt í því og er reyndar formaður hans sem stendur. Hann hefur starfað ágætlega yfir vetrartím- ann. Við höfum líka sungið í ná- grannasveitarfélögunum með misjöfnum árangri. Aðsóknin þar fer mikið eftir því hvernig maður hittir á, hvort mikið er að gera í fiski eða ekki. Einu sinni var Jón Þórarinsson, tónskáld, hjá okkur í mánaðartíma og æfði okkur, eldri kórinn. Þá fórum við til Reyðarfjarðar og að- sóknin var dræm og við vorum allt- af að gægjast fram fyrir tjöldin og vorum orðnir ansi áhyggjufullir og urðum fyrir vonbrigðum því við höfðum auglýst að Jón væri söng- stjóri. Hann sagði okkur að vera rólegum því að á meðan áheyr- endur væru ekki mikið færri en söngmennirnir væri ekki ástæða til að kvarta. Hann sagðist hafa verið þarna með symfóníuhljóm- sveitinni fyrir nokkrum árum og þeir hefðu fengið 6 áheyrendur. Við fengum svo 27 í þetta skiptið en sumir þeirra voru raunar ofan af Héraði. Mig langar að segja ykkur frá því að fyrir nokkrum árum var ég á íþróttamóti á Eiðum. Þá var m.a. kallaður upp Björn Pálsson til að veita viðtöku verðlaunum í kúlu- varpi. Þá heyrði ég að einhver segir fyrir aftan mig: “Björn Pálsson? Ætli það sé Björn söngur?" En þá gekk fram vörpu- legur maður, Björn Pálsson frá Stöðvarfirði, og tók á móti verð- laununum. En það var áreiðan- lega ekki hann sem hafði viður- nefnið söngur. ■ Datt þér aldrei í hug að fara út í söngnám? □ Ég held ég hafi aldrei leitt hug- ann að því. Mig langaði til að læra eitthvað meira um það hvernig ég ætti að fara með röddina en ég leiddi aldrei hugann að löngu söngnámi fyrr en menn fóru að spyrja mig að því þegar ég var orðinn fullorðinn af hverju ég hefði ekki tekið mérslíktfyrirhendur. En ætli mér hefði liðið betur að ráði þótt ég hefði farið út í langt söngnám. Er ekki fullt á þeim markaði líka? Þegar ég var á Laugarvatni þá tók Þórður Kristleifsson mig dálítið að sér og kenndi mér talsvert um það hvernig ég ætti að beita rödd- inni og ég hafði gott af þessu. Þórður var bæði með karlakór og blandaðan kór og ég var auðvitað í báðum. Mér er minnisstætt að eitt sinn á æfingu stökk Þórður upp á stól, lamdi saman hnefunum og hrópaði: “Ég bað um söng, ekki öskur.“ Ég er ekki viss um nema farið hafi um suma þegar karlinn var í þessum ham. Þórarinn Þórarinsson á Eiðum leiðbeindi mér líka mikið í þessum efnum. Hann var mikill söngmaður og stjórnandi. ■ Þú tefldir talsvert? □ Ég hef alveg óskaplega gaman af að hæla mér af því að hafa teflt þrjár kappskákir fyrir Eg- ilsstaði, tvisvar við Fáskrúðsfirð- inga og einu sinni við Eiðaskóla og Eiðamenn. Ég vann allar þessar skákir. Þetta er ekkert grobb því þetta er alveg satt. ■ Hefur þér gengið eins vel í Bridgeinu? □ Þar hefur nú gengið á ýmsu en ég er ekkert óánægður. Sveit, sem ég var í, varð eitt sinn Austur- landsmeistari í sveitakeppni og eitt sinn varð hún í öðru sæti. ■ Þú hefur tekið mikinn þátt í félagsstarfi bridgemanna og ert forseti Bribgesambands Aust- urlands. Fer áhugi á spilinu vax- andi? □ Áhuginn virðist vera mikill en ég hefði þó viljað sjá fleiri nýliða einkum úr hópi hinna yngri. Kjör- tímabil forseta Bridgesambands Austurlands er 3 ár og mitt rennur út í vor. Ég held ég megi segja að starfssemin hafi frekar aukist heldur en hitt. Aðalþættirnir hafa verið Austurlandsmót í tvímenn- ingi á haustin og sveitakeppni á vorin. Nú hefur sambandinu verið valin ný stjórn, sem mér var falið að mynda á síðasta aðalfundi í samráði við bridgefélögin í ná- grenninu. Ég hygg að þar hafi vel til tekist, hún fór vel af stað og gerði góðan hlut þegar hún stóð fyrir opna mótinu á Hallormsstað á dögunum. Þátttakendur Voru ánægðir og mér er sagt að sumir þeirra hafi viljað skrá sig í mótið næsta ár þarna á staðnum, Mér segir svo hugur um að Hallorms- staðarmót verði árlegur viðburður í starfi Bridgesambands Austur- lands. ME/SH Legsteinar granít — marmari Opið alla daga, einnig kvöld og helgar. Hringið og biðjið um bækling. íumii > l Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi Sími620809 Innilegar þakkir til allra sem sendu mér kveðjur og gjafir á sjötugs afmœli mínu. Lifið heil. Haraldur Magnússon. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar Inga S. Sigmundssonar Matariðj- unni Egilsstöðum. Guðrún Sigmundsdóttir Guðríður Sigmundsdóttir Stefán Sigmundsson Jóhann Sigmundsson Sigrún Sigmundsdóttir Sveinlaug Sigmundsdóttir Árnína H. Sigmundsdóttir Norðfirðingar - Nágrannar Athugið breyttan opnunartíma. Opið alla laugardaga 10 - 12. -i- NESllf APÓTEK ©7118 Neskaupstað, EimSalt Ífc Hvaleyrarbraut • Hafnarfirði • Sími 52166 Lausar stöður við sjúkrahúsiðá Egilsstöðum. Leiðbeinandi við föndur/handavinnu, 1/2 staða frá 15. okt. nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 97-1631/1400. Sjúkraþjálfari, 1/i staða. Mótandi starf, ný að- staða tekin í notkun bráðlega. Upplýsingar gefur Gunnsteinn Stefánsson, yfirlæknir, í síma 97-1400. Skrifstofumaður/launafulltrúi 1/i staða. Bók- haldsþekking nauðsynleg. Upplýsingar gefnar í síma 97-1386.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.