Austri


Austri - 12.09.1985, Blaðsíða 8

Austri - 12.09.1985, Blaðsíða 8
TOSHIBA örbylgjuofnar Nýjar línur nýtt útlit Kaupfélag Héraðsbúa Seyðisfirði Egilsstöðum, 12. september 1985. 32. tölublað. Vopnafjörður: Lausfrystitæki sett í frystihús Tanga hf. / ■ t I-:, V Hinn 4. september síðastliðinn landaði Brettingur 60 tonnum af fiski eftir viku veiðiferð. Var þarna um blandaðan afla að ræða en mest karfa. Var þetta mun minni afli en skipið hafði fengið f næstu tveimur veiðiferðum á undan. Eyvindur vopni hélt til veiða í byrjun mánaðarins en skipið hafði þá veriðfráveiðum Í3vikurvegna viðgerða og lagfæringa. Nýjasta skip Tanga hf., Lýtingur, er nú á trolli en hann mun halda til skel- fiskveiða síðar í mánuðinum. Minni bátar hafa lítið sem ekkert getað róið síðan um miðjan ágúst vegna veðurs en fyrr í sumar fengu þeir oft ágætan afla en gæftir voru þó stopular. Að sögn Péturs Olgeirssonar, framkvæmdastjóra, Tanga hf., hefur verið nóg atvinna í landi og Úrkaffistofu Tanga h.f. vantar fólk til vinnu. Hann sagði að fyrirtækið hefði keypt 560 tonna viðbótarkvóta og þannig tryggt stöðuga vinnu fram að áramótum. Ennfremur gat Pétur þess að nú væri verið að koma fyrir svoköll- uðum lausfrystitækjum í frystihús- inu og yrðu þau tekin í notkun í vik- unni. Tæki þessi tryggðu aukin af- köst og meiri verðmætasköpun sumra fisktegunda t.d.karfa. SH Menntaskólinn á Egilsstöðum: Teikning kennsluhúss hafin Menntaskólinn á Egilsstööum. Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur mánudaginn 9. sep- tember síðastliðinn. íveturverður kennt á eðlisfræði-, náttúrufræði-, mála-, uppeldis-, heilsugæslu-, viðskipta-, félagsfræði-, íþrótta-, og tölvubrautum og eru tvær þær síðasttöldu nýmæli. Að sögn Vilhjálms Einarssonar, skólameistara, verða 23 kennarar við skólann í vetur að stundakenn- urum meðtöldum. Hafa litlar breyt- ingar orðið á kennaraliðinu en skólann vantar stærðfræði- kennara eftir áramót. Um 230 nemendur verða í dagskóla að utanskólanemendum meðtöldum en fjöldi þeirra fer vaxandi og sýnir það nokkra sérstöðu á þessu víð- lenda skólasvæði þar sem fjöldi fólks er að auka við menntun sína án þess að hafa aðstöðu til að sækja skóla reglulega. Reynt er að koma til móts við þessa nem- endur en skilningur menntamála- ráðuneytisins á þessari sérstöðu þyrfti að vera meiri. Um 30 nem- endur hafa skráð sig í öldunga- deild og fer þeim fjölgandi. í tengslum við öldungadeildina verða stutt tölvunámskeið sem verða auglýst síðar. Vilhjálmur gat þess að aldrei hefðu eins margir nemendur utan Austurlands sótt skólann og væri heimavist fullsetin. Þó hefði verið hægt að taka óvenjumarga nýja nemendur inn á heimavist nú vegna þess hve margir af heima- vistinni hefðu útskrifast í vor. Að lokum sagði Vilhjálmur að verið væri að byrja að teikna kennsluhús fyrir skólann en til þess verks væri varið 500000 kr. á fjárlögum. Til þessa hefur verið kennt í bráðabirgðahúsnæði, sem er ætlað að hýsa heimavist, mötu- neyti og félagsaðstöðu. Sagði Vil- hjálmur að furðu vel gefði gengið að nýta þetta húsnæði til kennslu og væri það að þakka góðri sam- vinnu nemenda, kennara og ann- ars starfsliðs. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að hafist yrði handa um byggingu kennsluhúss- ins hið allra fyrsta. SH Bændur athugið Vegna mikilla óþurrka á Austurlandi, vilja Bruna- varnir á Héraði benda bændum á að fylgjast vel með hita í hlöðum sínum vegna hættu á sjálfíkveikju. Samkvæmt reynslu er aldrei of varlega farið, og er viss- ara að fylgjast vel með hlöðunum fram að jólum. BV Haustslátrun Undanfarið hefur tíð verið mjög rysjótt hér austanlands, svo ekki sé meira sagt, og í ágúst og byrjun september var stöðug norðan- og norðaustanátt og snjóaði til fjalla. Víða eru úti hey á norðanverðu Austurlandi þegar þetta er ritað og eru þau stórskemmd. Þegarþessarlínureru skrifaðar, siðastliðinn þriðju- dag, er veður hlýrra og spáð suðlægri átt. Vonandi verður því næstu daga hægt að ná heyjum inn. Haustslátrun hefst á Fljótsdalshéraði þann 12. septemþer og er það á svipuðum tíma og undanfarin ár. Framundan eru því annir hjá bændum við smalamennsku og slátrun, en sláturhúsin eru að miklu leyti mönnuð með vinnuafli úr sveitunum. Barn ’85 Þú ert sakleysið sjálft litla barn. Þú ert sólgeisli minn litla barn. Þó er von mín svo veik litla barn að ég vikna af geig litla barn. Þú brosir upp á heiminn; en mun heimurinn hjálp þér veita og skjól litla barn? Þiðrandi. Stöðvarfjörður: Fréttapistill Ef marka má almanakið og við- Síldarsöltun teknar venjur um skiptingu árstíð- Nú er hafinn undirbúningur að anna er þess að vænta að brátt síldarsöltun í haust og er stefnt að fari að hausta. Bjartsýnir menn því aðsaltamun meiraen 1984en vona þó að veðurguðirnir haldi þávoruframleiddarrúmlega4000 Frá Stöðvarfirði. áfram að koma á óvart og fresti haustkulda og hretum nú þegar sumarkuldar eru afstaðnir. Hitt verður þó tæpast umflúið hjá þeim, sem ekki ákveða að geyma niðursettar kartöflurfrá þvi síðast- liðið vor til næsta hausts vegna lélegs vaxtar, að fara að huga að uppskeruhátíðahöldum þar sem grös eru nú verulega farin að láta á sjá. Berjaspretta er að vonum minni en oft áður. Þó hafa margir bæði ungir sem aldnir gengið upp í brekkurnar hér ofan við þorpið af gömlum vana og gert atlögur, aðallega að krækiberjum. Þeir hörðustu munu hafa náð að fylla 10 lítra berjafötur á tæpum tveimur tímum sem einhvern tím- ann hefði ekki þótt saga til næsta bæjar en er hér sett fram til að hrekja sögusagnir um að berja- spretta sé engin hér austanlands í sumar. tunnur af silfri hafsins. Þykir mörgum söltunarvinnan góð til- breyting frá öðrum hefðbundnum fiskvinnslustörfum við sjávarsíð- una auk þess sem hún getur gefið þeim, sem mikiðleggjaásig, veru- legt í aðra hönd. Afli smábáta Smábátar hafa aflað dável í sumar en gæftir hafa verið stirðar. Lengi framan af var róið með handfæri.(að vísu nota flestir nú tölvurúllur) en síðustu vikuna hafa menn líka róið með línu og aflað þokkalega. Frá því að útgerð stærri skipa hófst héðan hefur hlutur smábáta í landsettum afla trúlega aldrei verið eins mikill og á þessu ári. Þráttfyrir verulegartak- markanir á úthaldi smábáta það sem eftir er ársins má reikna með umtalsverðum afla verði tíðarfar bærilegt. Hafþór.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.