Austri


Austri - 09.06.1988, Síða 1

Austri - 09.06.1988, Síða 1
Göngum í Kaupfélagið og vinnum saman, því Samvinnuhreyfíngin sýnir mátt hinna mörgu. Kaupfélag Héraðsbúa Norræna í fyrstu ferð sumarsins. - Á innfelldu myndinni eru þeir Jónas Hallgrímsson framkv.stj. Austfars og Amalie Knutsen skipstj. Vorboðinn ljúf! Heiður þeim er heiður ber Einn af vorboðunum hér aust- anlands er færeyska ferjan NORRÖNA en hún kom í sína fyrstu ferð á þessu sumri til Seyðis- fjarðar fimmtudaginn 2. júní s.l. Um 300 farþegar komu með skip- inu auk 150 ökutækja af ýmsum gerðum. Þetta eru fleiri farþegar en áður hefur verið í fyrstu ferð. Það var einnig þétt setinn bekkur- inn á leiðinni út, um 750 manns stigu á skipsfjöl sem er mun fleira Þeir sem verða 23 ára á þessu ári fengu nú í fyrsta sinn senda heim happdrættismiða frá Krabba- meinsfélaginu, en þeir sem eru komnir yfir sjötugt féllu af útsend- ingarlista. Er þeim sérstaklega þakkaður stuðningur við happ- drættið fyrr og síðar. Fylgst er með því nú eins og í fyrra, hvernig greiðslur berast frá einstökum byggðarlögum og landshlutum. í Hausthappdrætti 1987 voru nokkrir staðir á Austur- landi í alfremstu röð: Frá Reyðar- firði komu betri skil en frá nokkr- um öðrum þéttbýlisstað á landinu, eða 57%, En Eskifjörður og Egils- en áður hefur verið með fyrstu ferð NORRÖNU frá Seyðisfirði. Á þriðja hundfað bílar fóru um borð á Seyðisfirði þar á meðal 17 húsbílar frá Húsbílafélagi Akur- eyrar en um 90 manns úr þeim félagsskap héldu utan og hugðust skoða Færeyjar í vikutíma. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar umboðsmanns SMYRIL-LINE á Seyðisfirði lítur vel út með bókan- ir í sumar og stefnir allt í að þetta staðir voru efstir meðal kaupstaða með 45% skil. Útkoman á Austurlandi var að öðru leyti þessi miðað við póst- númer: Bakkafjörður 46%, Vopnafjörður 44%, Egilsstaðir dreifbýli (701) 35%, Eiðar 47%, Hallormsstaður 52%, Seyðis- fjörður 36%, Mjóifjörður 55%, Borgarfjörður 31%, Neskaup- staður 35%, Fáskrúðsfjörður 44%, Stöðvarfjörður 38%, Breið- dalsvík 44%, Djúpivogur 27%, Höfn 43%, Höfn dreifbýli (781) 44% og Fagurhólsmýri 33%. í heild kom Suðurland best út með 42% heimsendra miða greidda, en næst var Austurland verði gott og gjöfult ár í ferða- mannabúskap. í áhöfn NORR- ÖNA eru um 90 manns, flestir Færeyingar. Kokkarnir 5 að tölu eru þó allir íslenskir og er íslensk- ur matur í hávegum hafður um borð. Auk þess eru um 10 íslensk- ar stúlkur í áhöfn skipsins. Skip- stjóri á NORRÖNA er Amalie Knutsen. SO með 41%. Meðalskil yfir allt land- ið voru 36%. Krabbameinssam- tökin eru með margt í takinu og starfsemi þeirra hefur farið sívax- andi. Happdrættistekjurnar eru einn mikilvægasti þátturinn í fjár- öflun samtakanna og standa m.a. undir mestöllu fræðslustarfi þeirra. Stuðningur við Happdrætti Krabbameinsfélagsins er handhæg leið fyrir þá sem vilja efla samtök- in til dáða. Aðalvinningar í Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins í ár eru Saab 9000 Turbo, 2 Honda Civic GL og 3 bílar að eigin vali hver að verðmæti 500 þús. kr. hver. Auk þess eru 100 vöruvinningar að eig- in vali hver að verðmæti 50 þús. kr. Heildarverðmæti vinninga er á 10 millj. króna. Að vanda verður dregið 17. júní. (Frá Krabbameinsfélaginu) Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fimmtugasta sinn með hefðbundnum hætti í flestum sjáv- arplássunum hér eystra. Veður spillti þó fyrir á syðri fjörðunum. Víðast var fólki boðið í skemmti- siglingu, kappróður var á dagskrá ásamt fleiru, og síðan var hátíða- samkoma, þar sem minnst var lát- inna sjómanna og lífs og liðnir heiðraðir. Á Vopnafirði var börnum boðið í siglingu á laugardag og á sunnu- dag var hátíð sett í glampandi sól- skini og 16 stiga hita. Oddviti, Aðalbjörn Björnsson, bauð vel- komna heim fegurðardrottningu íslands, Lindu Pétursdóttur, lýsti ánægju sinni og sveitunga með frama hennar og óskaði henni vel- farnaðar. Þá var einn sjómaður, Björgólfur Jónsson, sæmdur heið- ursmerki sjómannadagsins og það var auðvitað fegurðardrottningin sem afhenti það. Síðan voru ýmsir leikir á dagskrá og hljómsveit lék sjómannalög. Kaffisala var í Mikla- garði. Á Höfn í Hornafirði var afhjúp- aður minnisvarði um hornfirska og aðra austfirska sjómenn, en því máli var fyrst hreyft 1979. Nefnd, undir forystu Óskars Helgasonar fyrrv. símstöðvarstjóra tók til starfa 1982 og valdi hún úr nokkr- um tillögum verk eftir Helga Gísla- son myndhöggvara. Minnisvarðinn var reistur á Gónhól í Óslandi og hefur umhverfi hans verið lagfært svo þar er orðið mjög snyrtilegt. Félög og einstaklingar hafa gefið 2 milljónirtil minnisvarðans. Blóma- kransar bárust frá Slysavarnar- deild, Hafnarhreppi og Sjómanna- dagsráði. Við þetta tækifæri voru tveir menn, Þórlindur Magnússon og Rafnkell Þorleifsson, sæmdir heið- urspeningi, en þeir hafa báðir stundað sjóinn í áratugi. Á laugardaginn var fólki einnig boðið í siglingu og var farið á þrem stórum bátum og mörgum smærri út undir Sker. Fjölmenntu Horn- firðingar í þessa skemmtisiglingu. Um tuttugu lið tóku þátt í kapp- róðri þennan dag. Sigurvegarar í karlaflokki urðu þeir kappar úr móttöku fiskiðjuversins en knáar valkyrjur frá USÚ sigruðu í kvennaflokki. Á sunnudag varð að flytj a hátíða- höldin inn í íþróttahús vegna veðurs. Þar var heiðraður Einar Björn Einarsson fyrir sjómennsku- störf. Þá var knattspyrnuleikur, þar sem sjómenn, íklæddir vinnu- gallanum, kepptu við yngri kyn- slóðina og unnu þeir ungu með dyggri aðstoð dómarans. Hátíðahöld féllu niður á Djúpavogi vegna hins hörmu- lega slyss er þar varð á laugar- dag 5. júní. SB Minnisvarðinn sýnir þrjár mannverur sem eiga að tákna manninn gegn hafinu og þrjár 8 m. háar súlur úr hvítum marmara, sem tákn fyrir þá reisn og hæð, sem hinn stórbrotni fjallahringur býr yfir. Austramynd: SA Happdrætti Krabbameinsfélagsins: Öflugur stuðningur á Austurlandi Hótel Bláfell Nýlega var tekin í notkun við- bygging við Hótel Bláfell á Breið- dalsvík. Er hér um að ræða 565 fer- metra byggingu á tveim hæðum. Þar eru sjö tveggja mann herbergi og matsalur. Herbergin voru tekin í notkun 1. júní þegar þar gisti hópur aldraðra frá Reykjavík á leið til Færeyja með fyrstu ferð Norrænu. Salurinn var tekinn í gagnið á sjómannadag- inn en formleg opnun verður síðar. Eftir þessa stækkun getur hótelið tekið á móti 120 manns í mat. Hjá Hótel Bláfelli vinna fimm menn yfir sumartímann og fleiri við stærri samkvæmi og þegar hópar eru á ferðinni. í vetur voru þau hjónin tvö með reksturinn og var aðsókn allgóð, eða eins og Guðný Gunnþórsdóttir sagði. „Það var nóg fyrir okkur.“ SB Hótel Bláfell. Nýbyggingin til vinstri. Austram.M.G. „Ég tefli nú bara við páfann.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.