Austri - 09.06.1988, Page 6
Fjölbreytt úrval af garðyrkjuverkfærum.
Slöngur, tengi o.m.fl.
Járnvörudeild K.H.B.
Egilsstöðum, 9. júní 1988. 20. tölublað.
Sambýli í bindivél
Svo virðist sem smáfuglarnir hafi haft eitthvert hugboð um að
lítið yrði um heyskap á Borgarfirði þetta sumarið, þvf að bæði
maríuerla og skógarþröstur gerðu sér hreiður í sömu bindivél-
inni, sem stendurá túninu í Hvannstóði. Maríuerluhreiðrið með
eggjunum sem sést á mýndinni er á hillunni þar sem bindigarn-
ið er, en þrastarhreiðrið er í sópnum. Ekki var hægt að ná mynd
afþví en gapandi goggar blöstu við þegar gægst var niður í rif-
urnar á sópvindunni. A ustramynd/GS
Heilfrystur humar:
Tilraunir á Höfn
lofa góðu
Vegaframkvæmdir 1988:
Austurland
Dreifar
Smærri pakhningar
Nú þurfum við að koma á fram-
færi kvörtun eða tilmælum til
mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöð-
um, sem snertir skyrið okkar
ágæta. Er ekki hægt að fá það í
minni pakkningum. Nú er skyr
einungis selt í 500 gr dollum. Það
er alltof mikið fyrir lítil heimili
eða þar sem keypt er fyrir aðeins
einn. Mikill hluti af innihaldinu
skemmist eða verður illætt áður
en því verður komið í lóg á þann
hátt sem ætlað var. Er ekki hægt
að fá 100 gr. pakkningar á
markað? Þá myndi líka verða til
mikils hagræðis og áreiðanlega
leiða til söluaukningar ef skyrið
væri sett hrært í dósir án sykurs.
Hvað segið þið neytendur. Og
hvað segja ráðamenn í mjólkur-
stöðinni???
Kattaát
í Mogganum var sagt frá því að
nú ætti að stemma stigu við katta-
drápi til manneldis í Seuol, höfuð-
borg S-Kóreu. Dýravinirhyggjast
nota Ólympíuleikana til að reka
áróður gegn hunda- og kattaáti.
Ekkert má nú. En ef til verður
þetta okkur til ábata eins og eitr-
uðu þörungarnir við Noregs-
strendur. Eins dauði er annars
brauð. Nú er að grípa tækifærið
og kenna Kóreumönnum að eta
lambaket í staðinn fyrir kettina.
5mábátar
Samkvæmt bráðabirgðatölum
nam heildarveiði smábáta fyrstu
fjóra mánuði þ.á. 4,092 tonnum á
3,4941. á sama tíma í fyrra.
Banndagar í sumar eru frá 13.-
19. júní ogfrá 28. júlí til 6. ágúst.
Nýtt smábátafélag var stofnað
á Höfn í Hornafirði 29. mars í
vetur og mættu 30 manns á
stofnfund. Smábátum á Höfn fer
ört fjölgandi og eru langflestir á
handfæraveiðum. Hafa þeir fisk-
að ágætlega.
Skylt er að fá veiðileyfi fyrir
alla báta undir 6 brl. og ef menn
hafa rétt á að stunda netaveiði á
bátum undir 6 brl. og ætla að nýta
sér það verður að sækja um leyfi
til þess. Úr fr.br. L.S.
Græna torgið
Það var líf og fjör á græna torg-
inu á Egilsstöðum laugardaginn
5. júní. Par var skógræktin með
„mini-skóg“. Einstaklingar buðu
sína framleiðslu, en það voru
aðallega sumarblóm en einnig
fjölær blóm og kálplöntur, og
þarna mátti fá heimaræktaðar,
blómstrandi dalíur. Þá voru einn-
ig á boðstólum afskorin blóm,
blómapottar, ávextir, laukar og
rósir. Kaupendur þyrptust að og
verslunin var blómleg. AHa helg-
ina mátti síðan sjá fólk önnum
kafið í görðum sínum við að pota
niður blómum og trjám. Það er
sannarlega gott til þess að vita að
heimamenn eru að verða sjálfum
sér nógir um þessa framleiðslu.
Þátturinn ykkar
Við minnum lesendur á að
þessi þáttur „dreifar“ er til orðinn
fyrir þá. Hér getið þið, elskurnar
mínar, komið á framfæri frétta-
klausum, ábendingum og
aðfinnslum. En mest gaman er að
fá jákvæðar tillögur og umsagnir
um menn og málefni.
í fyrrasumar hófust hjá fiskiðju
KASK tilraunir með að heilfrysta
humar. Voru þá unnin fjögur tonn
og send á Ítalíumarkað. Þessi vara
líkaði vel og er nú í ráði að vinna
um 30 tonn á sama hátt í sumar. Að
sögn Ara Þorsteinssonar, sem hef-
ur haft yfirumsjón með þessari
vinnslu, þá voru aðal erfiðleikarnir
í sambandi við svokallaðan sorta,
sem kemur fram í humri og öllum
skeldýrum þegar þau drepast. Með
því að dýfa humrinum í sérstaka
Hinfallega afurð, heill humar.
efnalausn má koma í veg fyrir þessa
sortamyndun. í sjónvarpi fyrirekki
löngu, komu fram efasemdir um að
við ættum möguleika í þessri grein,
en við teljum okkur hafa allt aðrar
forsendur, sagði Ari. Við vinnum í
samræmi við kröfur þessara mark-
aða. Þeir hjá humarvinnslunni eru
nú að þreifa fyrir sér með aðra
markaði. Humar frá í vor var send-
ur inn á sömu markaði og England
og viðtökur á þeim voru mjög
góðar.
Hér er um að ræða þrisvar sinn-
um meira magn sem verið er að
vinna, miðað við að áður var aðeins
halinn nýttur, en öðru, þ.e. tveim
þriðju af humrinum hent í sjó. Það
er hrikaleg sóun á verðmætum því
það er nýtanlegt kjöt á allri skepn-
unni. Hér er því um geysilega verð-
mætaaukningu að ræða.
Mikla áherslu þarf að leggja á
að humarinn líti vel út, því eins og
Ari sagði, þá er þetta mjög falleg
afurð og hún selst dálítið út á það.
Verð á heilum humri lofar góðu
enda þótt vinnslan krefjist þrisvar
sinnum meira vinnuframlags.
Um 200-230 tonn berast væntan-
lega á land í sumar af humri á
Hornafirði og er þá átt við humar-
hala. Nú er, eins og áður er sagt,
ráðgert að heilfrysta 30 tonn, sem
svarar til 10 tonna af humarhölum.
Halarnir fara á markað í Sviss,
Kanada og Bandaríkjunum.
SB
Austurlandsvegur
Blábjörg - Hofsá: Fjárveiting er
12.3 m.kr. og að auki verður unnið
fyrir viðhaldsfé. Vegur verður
styrktur á köflum og réttur af.
Lögð verður klæðning 8.5 km.
Vegagerðin vinnur verkið og er
áætlað að því ljúki í byrjun júlí.
Össurá - Reyðará: Fjárveiting er
7.2 m.kr. og auk þess verður unnið
fyrir viðhaldsfé. Vegur verður rétt-
ur af og lögð klæðning 4.7 km.
Vegagerðin vinnur verkið og er
áætlað að því ljúki í byrjun júlí.
Mýri - Hof: Fjárveiting er 12.0
m.kr. og auk þess verður unnið fyr-
ir viðhaldsfé. Lokið verður við
nýbyggingu vegar 7.2 km. Verk-
takafyrirtækið Fell s.f. á Höfn
vinnur verkið og er skilafrestur 1.
júlí. Vegagerðin leggur klæðningu
á kaflann í júlí.
Norðausturvegur
Sunnudalsvegur - Teigará: Fjár-
veiting er 7.0 m.kr. Vegur verður
endurbættur um 5.0 km. upp Bursta-
fellsbrekkur. Vegagerðin vinnur
verkið í júní og júlí.
Jökulsárhlíð - Krossavík: Fjár-
veiting er 1.0 m.kr. Unnið verður
við tæknilegan undirbúning vegar
yfir Búr.
Norðfjarðarvegur
Um Hólmaháls: Fjárveiting 4.8
m.kr. Lögð verður klæðning 1.8
km. Frá Hólmahálsi að Eskifjarð-
ará verður vegur styrktur og endur-
nýjuð klæðning 2.5 km. fyrir við-
haldsfé. Vegagerðin vinnur verkið
í júní og júlí.
Við Eskifjörð: Fjárveiting er 8.0
m.kr. Lokið verður við nýbyggingu
vegar á 0.7 km. og gata upp úr
Eskifirði endurbyggð 0.3 km.
Vegagerðin vinnur verkið í júní og
júlí.
Eskifjörður - Beljandi: Fjárveit-
ing er 23.1 m.kr. Lokið verður við
undirbyggingu vegar 2.5 km., en
yfirbygging og frágangur verður
unnin næsta sumar. Verkið er boð-
ið út og á verktaki að skila undir-
byggingu í byrjun október, en veg-
inum í heild á að vera lokið í byrjun
ágúst á næsta ári.
Seyðisfjarðarvegur
Neðri Stafur - Efri Stafur: Fjár-
veiting er 13.8 m.kr. Lokið verður
við frágang vegar á 4.0 km. og lögð
klæðning. Vegagerðin vinnur verk-
ið í júní og júlí.
Suðurfjarðavegur
Skriður - Höfðahús: Fjárveiting
er 15.1 m.kr. Vegur verður endur-
byggður 4.9 km. Verkið verður
boðið út í júní og á verktaki að
skila þvi fyrir haustið.
Sævarendaströnd: Unnið verður
fyrir viðhaldsfé. Vegur verður
styrktur 9.0 km. Verkið verður
unnið í haust og verður a.m.k. að
hluta boðið út.
Jökuldalsvegur: Fjárveiting er 7.0
m.kr. Unnið var fyrir hluta fjár-
veitingar s.l. haust og verður unnið
að lagfæringum á ýmsum stöðum á
Jökuldalsvegi í sumar. Vegagerðin
vinnur verkið.
Upphéraðsvegur
Atlavík - Hafursá: Fjárveiting er
12.9 m.kr. Vegur verður réttur af
og lögð klæðning 4.6 km. Vega-
gerðin vinnur verkið í júní og júlí.
Flugvallavegur á Norðfirði:
Fjárveiting er 3.8 m.kr. Byggð
verður ný brú og fyllt að henni.
Vegagerðin vinnur verkið í haust.
Austramynd: SA