Austri


Austri - 22.03.1990, Blaðsíða 6

Austri - 22.03.1990, Blaðsíða 6
Hágæða merki í karlmannafatnaði. Úlpur, buxur, peysur og skyrtur. Opið laugardaga frá kl. 10 til 14. Kaupfélag Héraðsbúa vefnaðarvörudeild Egilsstöðum IAND f DJÚPIVOGUR S 88821 sfb utanhússklæðning (akrílmúr) Afli glæðist á Höfn Afli hefur verið tregur það sem af er vetrarvertíð á Höfn á Hornafirði og gæftir mjög stirðar. Síðustu daga hefur þó afli heldur glæðst og tók fisk- iðjuver K.A.S.K. á móti 109 tonnum sl. laugardag og 106 tonnum á mánudag. Eru þetta bestu veiðidagar þeirra átta netabáta sem lagt hafa upp afla hjá fiskvinnslu K.A.S.K. það sem af er vertíðinni. Á myndinni hér að ofan má sjá Naustavíkina EA 151 koma úr róðri. Meðal aflans var einn 50 kg þorskur og munu þannig fiskar vera orðnir sjaldgæfir í afla sjómanna hin síðustu ár. Myndin er tekin úr sanddælu- skipinu Perlunni sem um þessar mundir vinnur við dælingar við Austurfj örutanga. Austram ./Sverrir Fiskifélag íslands: Mestum afla landað á Seyðisfirði frá áramótum Heildarsjávarafli landsmanna í febrúar sl. var 358.975 tonn á móti 244.035 tonnum í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi Islands. Heildarafli landsmanna fyrstu tvo mánuði þessa árs var samkvæmt sömu heimildum 598.701 tonn, sem er nokkru meira en á sama tímabili í fyrra, en þá var heildaraflinn 448.058 tonn. Munar hér mestu um góðan loðnuafla fyrstu tvo mánuði þessa árs. Heildarþorskafli í febrúar sl. var 28.293, sem er heldur minna en í sama mánuði á síðasta ári. Ýsuafli var nú í Fyrstu tvo mánuði ársins hefur mestum afla verið landað á Seyðisfirði alls 81.647 tonnum og er það mest loðnuafli. Þar næst koma Vestmanna- eyjar með 68.202 tonn á sama tíma- bili, en Siglufjörður er í þriðja sæti með 64.543 tonn. Ef aðeins er miðað við afla, sem landað var í febrúar, er Siglufjörður hæsta löndunarhöfnin með 45.065 tonn og er mestur hluti aflans loðna (44.316 tonn). í öðru sæti í febrúar er svo Seyðisfjörður með litlu minni afla eða 44.865 tonn og er það nær ein- göngu loðnuafli. Vestmannaeyjar eru febrúar samtals 3.847 tonn á móti í fjórða sæti með 39.252 tonn og Eski- 2.388 tonnum í sama mánuði fyrir ári. fjörður í fimmta sæti með 28.538 tonn. Ufsafli var nú 5.870 tonn (6.800 tonn Hér fer á eftir listi yfir afla á höfnum febr. ’89). Af karfa veiddust febrúar austanlands í febrúar sl. og innan sviga 6.203 tonn (4.873) og loðnuafli var tölur frá sama mánuði fyrra. Einnig samtals 308.334 tonn í febrúar birtum við tölur yfir afla á þessum (193.865 tonn í febrúar 1989), en stöðum fyrstu tvo mánuði ársins. engin síldveiði var í febrúar. Febrúar 1990 Febrúar 1989 Jan./febr. 1990 Bakkafjörður 79 tonn ( 4) 103 tonn Vopnafjörður 4.693 ( 1.812) 6.586 - Borgarfjörður eystri 61 ( 21) 67 - Seyðisfjörður 44.865 (27.653) 81.747 - Neskaupstaður 25.538 (18.468) 47.867 - Eskifjörður 28.681 (19.183) 56.031 - Reyðarfjörður 11.456 (11.607) 26.954 - Fáskrúðsfjörður 884 ( 512) 1.875 - Stöðvarfjörður 289 ( 282) 548 - Breiðdalsvík 243 ( 197) 496 - Djúpivogur 444 ( 336) 630 - Höfn 13.034 (11.141) 15.014 - G.I. Skilaboð frá Brunavörnum á Héraði: Einn tólf tuttugu og tveir - er símanúmer slökkviliðsins Björn Pálsson, formaður Brunavarna á Héraði, hafði sam- band við Austra í tilefni frétta af bruna einbýlishússins við Koltröð 1 á Egilsstöðum og vildi hann koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri við íbúa Fljótsdalshér- aðs: “Mjög mikil brotalöm kom fram við útkall vegna eldsvoðans á Koltröð 1 um næstliðna helgi. Þar kom berlega í ljós að fólk hefur ekki kynnt sér í hvaða síma það á að hringja verði eldur laus. Aldrei var hringt í síma Bruna- varna á Héraði varðandi umrætt útkall, og vil ég eindregið skora á fólk að kynna sér símanúmer Brunavarna. Það er að finna, ásamt númerum heilsugæslu og lögreglu, innaná forsíðu síma- skrárinnar og bið ég fólk ein- dregið að leggja það á minnið. Best væri auðvitað að fólk lærði það utan að, en munið, það er innaná forsíðu símaskrárinnar. Enginn veit hvort eða hvenær hann þarf á þjónustu slökkviliðs að halda, en ef sú verður raunin, getur hver mínúta skipt sköpum. Að lokum þetta: símanúmer Brunavarna á Héraði er 11222.“ Fjárhagsáætlun Búðahrepps: HeUdartekjur 71 milljón Heildartekjur Búðahrepps á þessu ári eru áætlaðar 71 milljónir króna, en fyrri umræða um fjár- hagsáætlunina hefur nýlega farið fram. Að sögn Þrastar Sigurðssonar sveitarstjóra eru helstu tekjulið- irnir útsvör, sem áætluð eru um 40 milljónir króna, aðstöðugjöld 15 milljónir og fasteignaskattur 8.7 milljónir. Þá eru þjónustu- tekjur áætlaðar samtals 18.6 milljónir króna, en þar er um að ræða ýmsar tekjur á móti útgjöldum einstakra stofnana t.d. leikskóla. Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins er áætlaður 16.7 milljónir króna, en til afborgana af lánum til lengri tíma er áætlað að greiða tæpar 10 milljónir króna. Eru þá eftir tæpar 6.7 milljónir til framkvæmda og/eða greiðslu á öðrum liðum. Helstu útgjaldaliðir eru almannatryggingar og félagsmál 10.8 milljónir, fjármagnsgjöld (að fjármagnstekjum frádregnum) 11 milljónir, fræðslumál 7.5 milljónir og yfirstjórn sveitarfélagsins og skrifstofa 6.5 milljónir. I liðnum almannatryggingar og félagsmál er m.a. innifalinn rekstur leik- skóla, heimilishjálp, tómstunda- starf aldraðra, rekstrarframlag til dvalarheimilis aldraðra og bygg- ing verkamannabústaða svo það helsta sé nefnt. Eftir er að ganga frá fjárhags- áætlun varðandi gjaldfærða og eignfærða fjárfestingu. Fram kemur m.a. í nýútkomnu fréttabréfi frá hreppsnefnd Búða- hrepps, að hreppsnefndin hefur ákveðið að halda aftur af fram- kvæmdum á þessu ári til að reyna að bæta fjárhagsstöðu sveitarfél- agsins, en á síðasta ári greiddi Búðahreppur 17 milljónir króna í vexti og verðbætur. Að sögn Þrastar Sigurðssonar sveitarstjóra er þó gert ráð fyrir, að unnið verði við lagningu holræsa frá svonefndu Holtahverfi á þessu ári og hugsanlega verði eitthvað unnið við frágang opinna svæða. Þá er vonast eftir framlagi á þessu ári frá Vegagerð ríkisins úr svo- nefndum 25% sjóði til að halda áfam framkvæmdum við endur- nýjun eða lagfæringum á þjóðveg- inum gegnum bæinn. Þar er um að ræða framkvæmdir sem taka eiga fjögur ár, en á síðasta ári fengust 7.3 milljónir króna til þeirra framkvæmda og sá áfangi, sem áætlað er að vinna í ár, kostar um 7.6 milljónir króna. Búðahreppur sótti einnig um framkvæmdalán til byggingar fjögurra almennar kaupleiguí- búða á þessu ári, og vonast eftir jákvæðri afgreiðslu á þeirri umsókn, en þar yrði um að ræða fyrstu kaupleiguíbúðirnar, sem byggðar yrðu á Fáskrúðsfirði, ef fjármagn fæst til framkvæmd- anna. Búðahreppur hefur verið með í byggingu þrjár íbúðir í verka- mannabústöðum, og verður vænt- anlega lokið við byggingu þeirra í þessum eða næsta mánuði. Að sögn Þrastar Sigurðssonar sveitarstjóra er töluverður skortur á íbúðarhúsnæði á Fá- skrúðsfirði, svo mikilvægt er að framkvæmdalán fáist til byggingar kaupleiguíbúðanna, sem sótt hefur verið um. G.I. KURL Staðsetning álvers Lesandi hafði samband við blaðið og kvaðst hann mjög ósáttur við þann farveg sem álmálin væru að fara í. Sagði hann það vera forkastanlegt að gefa erlendum auðhringum sjálfdæmi um það hvar setja ætti niður álver hér á landi, á sama tíma og jafnvægi í byggð landsins væri ekki nema nafnið tómt. Þá væri haft eftir forstjóra Landsvirkjunar að ódýrast væri að staðsetja álver í Straumsvík með tilliti til línu- lagna Landsvirkjunar, þó svo engar kostnaðarathuganir hefðu verið gerðar. Þetta væri því furðulegri yfirlýsing þar sem álver staðsett á Reyðar- firði, yrði aðeins um 50 km frá stærstu virkjuninni sem nýtt álver byggði afkomu sína á, þ.e. Fljótsdalsvirkjun. Og enn um álver Eins og kunnugt er komu forstjórar tveggja af þeim þremur erlendu álfyrirtækjum sem í sameiningu hyggjast reisa álver hér á landi, í heim- sókn hingð austur nýlega. Voru þeir að kynna sér aðstæður á Reyðarfirði og funda með heimamönnum. Eftir heimildum Austra spurði Poul Drack, forstjóri bandaríska fyrirtækisins Alumax, heimamenn m.a. að því, hvort þeir óttuðust ekki það félagslega umrót sem fylgdi því að svo stórt fyrir- tæki sem álver væri, með 500 manns í vinnu, yrði staðsett á Reyðarfirði. Varð hann undr- andi þegar honum var bent á að á Neskaupstað væri fyrir- tæki sem hefði 450 manns í vinnu, þ.e. Síldarvinnslan hf. Þá væru tvö önnur stór fyrir- tæki sem hvort um sig hafa nærri 300 manns í vinnu skammt undan, en það eru Hraðfrystihús Eskifjarðar og Kaupfélag Héraðsbúa. Einnig voru erlendu forstjórunum bent á að Austfirðingar væru ekki alveg ókunnir sveiflum í mannfjölda, því að á síldarár- unum fyrir um 25 árum, fjölg- aði íbúum margra sveitarfé- laga á Austurlandi um helm- ing á mjög stuttum tíma. Einn góður — Palli spurði vin sinn: — „Af hverju gengur þú alltaf út að glugganum þegar konan þín er að syngja?" — „Til þess að nágrannarnir sjái að ég er ekki að berja hana.“ Vel svarað í þrælastríðinu sagði prestur nokkur við Lincoln. „Ég vona að Drottinn sé okkar megin.“ Forsetinn svar- aði: „Ég læt það mig engu skipta. Hitt er stöðug þrá mín og bæn að við séum hans megin."

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.