Austri


Austri - 22.03.1990, Blaðsíða 4

Austri - 22.03.1990, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 22. mars 1990. Verðkönnun verkalýðs- og neytendafélaga í samvinnu við Verðlagsstofnun Framkvæmd þann 15/3 1990 Umsjón: _ Sigurður Óskar Pálssoi l. I hendingun 1 Austraspumiag Hvar mundir þú vilja að álver yrði reist, ef byggt verður nýtt álver hér á landi? Helga Þórhallsdóttir, Eiðaþinghá. — Ég hef nú ekki spekúlerað mikið í því. Að sumu leyti er það sennilega betur staðsett fyrir sunnan. Það skapar meiri atvinnu hér, ef það verður byggt hér fyrir austan, þó kannski sé dýr- ara að reisa það hér. Ásmundur Þórhallsson, Eiðaþinghá. — Ég myndi velja Reyðarfjörð. Þetta er gífur- lega mikið atvinnuspurspiál fyrir okkur Austfirð- inga. Þórunn Oddsteinsdóttir, Eiðaþinghá. — Ég hef enga skoðun á því. Ég er frekar á móti stóriðju. Hallgrímur Bóasson, Reyðarfirði. — Það er engin spurning. Á Reyðarfirði. Okkur veitir ekki af að fá svona fyrirtæki. Sæmundur Valtýsson, Reyðarfirði. — Ég myndi kjósa að það yrði reist á Reyðar- firði. Það myndi þjappa saman þessum byggða- kjörnum, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum. Ég tel það góða staðsetningu. Guðmundur Hjálmarsson, Egilsstöðum. — Á Reyðarfirði. Það skapar atvinnu fyrir svæðið. Verkalýðs- og neytendafélög framkvæma nú í samvinnu við Verðlagsstofnun verðkannanir um allt land. Ein slík var fram- kvæmd hér á Fljótsdalshéraði þann 15. mars, sem var alþjóð- legur neytendadagur. Farið var í fjórar verslanir, Bónusverslun KHB, Kjörbúð KHB á Egilsstöðum, Val í Fellabæ og verslunina Ártún. í Bónus er vöruverð yfirleitt mjög hagstætt, en þar fást fáar vörutegundir og reyndar ekki nema þriðjungur af þeim vöru- tegundum, sem taldar eru upp í listanum sem fylgir þessari Hveiti, komax venjulegt, 2 kg Strásykur, í 2 kg pk. Púðursykur, Dansukker brun, Vi kg Hrísgrjón, River rice, 454 g Rasp, paxo golden bread crumbs, 142 g Ritz saltkex,rauður pk. 200 g Frón kremkex (m. ljósu kremi), 250 g Kelloggs corn flakes pakki, 500 g Lambalærisneiðar úr miðlæri, 1. fl. 1 kg Lambahryggir heilir 1. fl. 1 kg Kjúklingur 1 kg Ýsuflök með roði, án þunnilda, ný, 1 kg Svali appelsínubragð, Va ltr. Smjörvi, 300 g Mayonais, Gunnars, 400 g Gulrófur, nýjar, 1 kg Fiskibollur, niðurs. Ora, 830 g Grænar baunir Ora, 450 g Egils appelsínusafi (djús), 0,98 ltr. Kartöflur 1. fl. í 2 kg poka Braga kaffi (gulur) 250 g Kaaber kaffi Río, 250 g Melroses te, 25 stk., 50 g Maggi, blómkálssúpa, 1 pk. Toro, Bernaissósa, 1 pk. Royal karamellubúðingur, 90 g Coca cola, 33 cl. dós Egils appelsín, 1 Vi ltr. Handsápa, Lux sápa, 75 g Klósettpappír, Papco 2 rúllur í pk. 1 pk. Dömubindi, Johnson Vespré, 10 slim towels Ekki mun verða ofmetinn sá léttir og þau þægindi sem öll raf- knúnu heimilistækin veita fólki. Svo langt gengur stundum að helst er að sjá sem heimilishaldið fari úr skorðum við smábilun, svo ómiss- andi eru þessi tæki. Orkan, sem þessir húsþrælar okkar nota verður að komast til þeirra án nokkurra hnökra eða fyrirstöðu. Pví er mjög mikilvægt að raftaugar og tengingar séu jafnan traustar og heilar. Allir vita hvernig fer ef vatns- lögnin byrjar að leka. Raflagnir geta líka lekið á sinn hátt og gæti stafað af því bruna- eða slysa- hætta. Ein besta vörnin gegn því er lekastraumsrofinn, sem komið er fyrir í <töflunni>. Fólk getúr sjálft fullvissað sig um að rofi þessi sé í lagi með því að styðja á þar til gerðan próf- hnapp og fellur rof- grein. Af þessum sökum er verðið í Bónus ekki saman- burðarhæft þegar „innkaupa- karfa“ er skoðuð. Hins vegar kemur í ljós að þótt munur sé á verði einstakra vörutegunda í hinum verslununum, þá er samanlagt verð „innkaupakörf- unnar“ nokkuð svipað. í seinasta dálki töflunnar er gefið dæmi um verð á höfuð- borgarsvæðinu. Verð hér fyrir austan er oftast í hærri kant- inum á verði höfuðborgar- svæðisins og í mörgum tilfellum enn hærra. 107 96 138 85- 109 199 156 187 162- 200 82 92 89 69- 89 87 88 82 65- 84 71 71 70 61- 71 108 108 105 85- 101 134 125 128 93- 128 264 252 239 208- 249 1083 916 1139 875-1139 700 710 746 595- 746 710 704 672 578- 802 362 402 369 395- 478 30 33 31 26- 33 182 181 186 170- 186 130 128 128 135- 158 136 139 134 98- 154 268 268 274 221- 267 84 81 83 58- 80 231 223 207 192- 269 237 244 250 208- 270 112 110 111 101- 119 121 118 119 111- 123 121 120 122 99- 115 70 69 69 50- 65 43 42 49 42- 47 85 80 82 67- 82 65 68 68 61- 70 179 183 187 165- 180 40 40 39 28- 35 75 73 74 59- 72 127 138 138 112- 135 inn þá út og er það vísbending um að honum megi treysta. Þetta skal gera reglulega t.d. um leið og fólk prófar reykskynjarann, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Með þessu er líka verið að liðka lekastraums- rofann og koma í veg fyrir að hann stirðni. Ótraustar tengingar, rúmar klær í tenglum og annað þess háttar, mun vera ein algeng- asta rafmagnsbilun á heimilum. Straumurinn brýtur sér leið þangað sem honum er ætlað að fara, missterkur, allt eftir stærð tækisins. Ef klóin er t.d. orðin rúm í tenglinum, hitar eða brennir þessi straumur tengslin og getur slíkt reynst brunagildra. Með því að sýna fyllstu aðgæslu drögum við stórlega úr eldhættu á heimilum. Fulltrúi Rafmagnseftirlits ríkisins á Austurlandi Sveinbjörn Guðmundsson Egilsstöðum. Svava Jónsdóttir frá Geitavík í Borgarfirði skrifaði mér gott bréf hér á dögunum og lét fylgja því nokkrar gamlar vísur. Kann ég henni bestu þakkir fyrir. Svava hefur átt heima fyrir sunnan, eins og við segjum, nær sextíu ár og lengst af búið, og býr enn, á Snælandi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Pað hús telst nú standa við Greni- grund samkvæmt nútíma nafna- og númerakerfi suður þar. Eig- inmaður Svövu, Halldór Pjet- ursson rithöfundur frá Geira- stöðum í Hróarstungu, lést í sumar er leið, kominn á tíræðis- aldur. Erindin, sem Svava sendi mér, munu öll teljast til þjóð- vísna, því örðugt mun að finna rétta höfunda þeirra. Yrði ég þó manna fegnastur ef þetta reyndist vitleysa úr mér. Dropinn holar bergið blátt, ber svo til, það fellur þrátt. Get ég lært þó gangi bágt, guð minn styrkir veikan mátt. Þessa vísu nam Svava ung af ömmu sinni, Ólínu Sigurgeirs- dóttur á Snotrunesi, og segir svo í bréfinu: „Enginn hér sem ég lét heyra „Dropinn holar“ hafði heyrt þá vísu fyr, og hafði ég talað við þá sem mér þóttu líklegir til að kannast við, ...en Anna heitin frænka mín Ármannsdóttir kvaðst hafa lært hana sem smákrakki. Anna var fædd 1892“. Anna var lengi húsfreyja á Borg í Njarðvík og hefur ugg- laust lært vísuna af móður sinni, Ólínu á Snotrunesi. Fróðlegt þætti mér að frétta af því, hvort einhverjir lesendur þáttarins kunna þessa vísu og hvar þeir hafa lært hana. Tvö næstu erindi hefur Svava einnig eftir Ólínu ömmu sinni: Rýkur í koti, vindurinn voti vill á dynja, hundur í skoti fullur af floti fór að stynja. Vel hefur verið búið á bæ þar sem hundurinn stundi af flot- fylli. Ekki man ég nú í svipinn eftir hvaða merkismanni var haft, að það sem hann sæi ljót- ast á bæjum væru horaðir hundar og hreinir krakkar. Jó- hann Sveinsson hefur þessa stöku í Vísnasafni sínu og ber ekkert á milli utan hvað hann hefur fer í upphafi síðustu ljóðlínunnar. Eins og menn vita er iðulega orðalagsmunur á gömlum vísum og ógerningur að vita hvert er hið uppruna- lega eða „rétta“. Rýkur hér á Rauðalæk rýkur hjá henni Steinku spík. Reykjarsvælan römm og stæk rýkur útá Sigluvík. Ýmsir af eldri kynslóðinni munu kannast við þessa vísu með smávægilegum orðalags- mun, svo sem: Rýkur enn ... Rýkur nú ... út í Sigluvík. Að mínum dómi eru öll tilbrigðin friðhelg þangað til frumgerðin finnst, en þess gæti orðið nokkuð langt að bíða, ekki síður en sönnunarinnar um, hver sé hinn eini og rétti höfundur Njálu. Svava segir, að maður sinn hafi stundum farið með eftirfar- andi vísu: Fjórir í barka, fimm í skut, fallegt er á þeim roðið. Pá eru komnir þrír í hlut, og það er nóg í soðið. Jóhann Sveinsson hefur þetta erindi í safni sínu og stendur þar fagurt fremst í annarri ljóðlínu. Ég kannast betur við fallegt, eins og Svava skrifar og finnst ljóðlínan verða mýkri á þann hátt. Prír í hlut. Ekki reyni ég að dæma um það, hvort megin- hugsun þessa erindis er fegin- leiki eða nægjusemi, ellegar þá hvort tveggja. Á hinn bóginn leitar hugurinn til frásagna af aflaleysi, sem oft varð á liðnum öldum, og hungrinu sem fylgdi í kjölfarið. Hér slæ ég í botn að sinni og endurtek þakkir til Svövu á Snælandi. Með bestu kveðju. S.Ó.P. UTBOÐ Seyöisfjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu 8 kaupleiguíbúða á Seyðisfirði. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunni Hafnargötu 44, Seyðisfirði gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað þangað fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 11. apríl n.k. merktum „Kaupleiguíbúðir tilboð“. Bæjartæknifræðingur. Stofumót í snooker Stofumót í snooker fyrir 16 ára og eldri var haldið á Bill- iardstofunni Egilsstöðum, 3.-4. mars sl. Keppendur voru 12 talsins og var mótið æsispenn- andi. Peir sem kepptu til úrslita voru þessir: Um 3.-4. sætið, Börkur Vígþórsson og Ingvar Valsson og um 1.-2. sætið, Eysteinn Hauksson og Viðar Aðalsteinsson. En ekki geta allir sigrað og fóru úrslit þannig að 1. sætið hreppti Eysteinn Hauksson, 2. sætið Viðar Aðal- steinsson og 3. sætið Börkur Vígþórsson. Hlutu vinnings- hafar að launum glæsileg verð- laun veitt af eiganda Billiard- stofunnar. Að auki voru veitt verðlaun fyrir hæsta “break“ en það átti Eysteinn Hauksson. o.s. og H.H. KHB VAL Ártún Dæmi um verð á höfuð- borgarsvæðinu í mars 6243 6052 6315 Sýnið aðgát í meðferð raftækja

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.