Austri


Austri - 29.03.1990, Blaðsíða 1

Austri - 29.03.1990, Blaðsíða 1
35. árgangur. Egilsstöðum, 29. mars 1990. 13. tölublað. í helgarmatinn á tilboðsverði: Lamba panna ..................... kr. 690.- kg Nauta Stroganoff................. kr. 890,- kg Kindabjúgu .........kr. 429.- Fjöldi annarra gómsætra rétta úr lamba-, nauta- og svínakjöti. Opið laugardaga frá 10 til 14. Kaupfélag Héraðsbúa matvörudeild - Egilsstöðum Reyðarfjarðarhreppur gefur út skýrslu um: Sta arval stóriðj uvers Reyðarfjarðarhreppur fól í janúar sl. fyrirtækinu Hönnun og ráðgjöf hf. að taka saman yfirlit yfir nokkra helstu þætti er haft gætu áhrif á ákvörðun um bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð. Þótti mönnum hér eystra opinberir aðilar til þessa einkum hafa beint athugunum sínum að Straumsvík og Eyjafirði, en Reyðarfjörður ekki hafa komið nógu sterklega til greina við þær athuganir. Þótti heimamönnum því nauðsynlegt að taka frumkvæðið og leggja sjálfstætt mat á nokkra þætti, ef verða mætti til að möguleikarnir yrðu séðir í nýju ljósi. Við fjörðinn voru athugaðir þrír mögulegir staðir, sem álitleg- astir þóttu, þ.e. frá Sómastaða- gerði út að Hrauni norðan fjarðar, leirur fyrir botni fjarðar- ins og frá Eyri út að Ytriá sunnan fjarðar. í skýrslu um þessar athuganir eru teknar saman nokkrar helstu niðurstöður og skal nú getið þess helsta, sem þar kemur fram, sem talið er mæla með byggingu stór- iðjuvers þar: í Reyðarfirði er landrými fyrir álver með 185.000 tonna fram- leiðslugetu á þremur stöðum, þ.e. norðan fjarðar á Hrauni, á Leirum við botn fjarðarins og sunnan fjarðarins á Eyri. Mögu- leikar til stækkunar í allt að 360.000 tonn teljast á tveimur síð- asttöldu stöðunum. Þar eru líklega tveir hagstæð- ustu byggingareitir, er fyrirfinnast á landinu. Á Leirum er flatlend lóð. Þar er efnisflutningur tiltölu- lega lítill til að lóðin teljist bygg- öðrum stöðum, sem álitlegir hafa þótt fyrir álver og hætta af hafís á siglingaleið er ekki teljandi. Reyðarfjörður er skemmra frá væntanlegu raforkuverki en aðrir þeir valkostir, sem til greina hafa komið og liggur utan svæða eld- virkni og jarðskjálfta. Á Austur- landi hefur verið talið ódýrasta vatnsafl á landinu fyrir stóriðnað í stórum áföngum. Reyðarfjörður hefur vinnu- sókn, sem telur á bilinu 4200-6000 manns, eftir því hvaða þéttbýlis- staðir á miðsvæði Austurlands teljast til hennar. Samgöngur innan svæðisins eru stöðugt 'í framför og lokun fjallvega sífellt fátíðari. Frá flughöfn á Egils- stöðum er skemmra flug til Norður-Evrópu en frá öðrum stöðum hérlendis. Reyðarfjörður er ekki sérstak- lega viðkvæmur fyrir mengun, þar sem landbúnaður er orðinn sára- lítill og mjög á undanhaldi. Gróð- urfar og dýralíf er um fátt sérstakt í firðinum. Nýjustu álver hafa mjög full- kominn mengunarvarnarbúnað og svo yrði þá væntanlega einnig í Reyðarfirði. í skýrslunni kemur fram að aðstœður eru góðar í Reyðarfirði fyrir byggingu álvers■ Austram.lSig. ingarhæf. Á Eyri verður lóð til að nokkru á fyllingu út á grynningar, þegar lóðin er jöfnuð. í Reyðarfirði eru hafnarskilyrði mjög góð. Höfn yrði þar í öllum tilvikum ódýr fyrir skip af þeirri stærð, sem er til viðmiðunar. Þaðan eru styttri siglingaleiðir til helstu hafna í Evrópu, en frá Rekstur Valaskjálfar í fyrra: Tapið var tvær komma þrjár milljónir — Tvær og hálf milljón í hagnað án fjármagnsliða Héraðsheimilið Valaskjálf tap- aði á sl. ári rúmlega 2.3 millj- ónum en árið 1988 nam tapið rúmum 11.7 milljónum. Á árinu 1989 reiddu eigendur Valaskjálf- ar, sem eru öll sveitarfélög á Hér- aði, fram rúmar 12 milljónir króna til að grynnka á skuldum Héraðsheimilisins. Á sameiginlegum fundi oddvita á Héraði sem haldinn var á Egils- stöðum nýlega voru m.a. lagðir fram reikningar Héraðsheimilis- ins Valaskjálfar. Þar kom fram að rekstrartekjur Valaskjálfar voru á sl. ári 61.5 milljónir á móti 47.1 milljón árið 1988. Rekstrargjöld voru 58.9 milljónir en 50.7 millj- ónir árið 1988. Rekstrarhagnaður ársins, án fjármagnsliða, var því árið 1989 2.5 milljónir en árið áður var rekstrartap uppá 3,6 milljónir. Þegar fjármagnsgjöld og tekjur eru teknar með er tap ársins 1989 uppá 2,3 milljónir en árið 1988 var tapið 11.7 milljónir. Á sl. ári lögðu eigendur fram verulegt fé til Valaskjálfar eða 12.1 milljón en á árinu 1988 1.2 milljónir. Heildarskuldir Vala- skjálfar eru 53 milljónir. Eig- endur fyrirtækisins eru öll sveitar- félög á Héraði en Egilsstaðabær á þó langstærstan hlut. Hótel Valaskjálf hlf Eins og áður hefur komið fram í Austra var hlutafélagið Hótel Valaskjálf h/f stofnað í nóvember sl. Fyrsta janúar í ár yfirtók það rekstur Héraðsheimilisins Vala- skjálfar ásamt eignum og skuldum, en eldri byggingu Hér- aðsheimilisins ásamt innanstokks- munum mun það leigja. Eigendur þessa nýja hlutafélgs eru öll sveit- arfélög á Héraði og á Egilsstaða- bær stærstan hlut eða 64.5% hluta- fjár. Tilgangurinn með stofnun þessa nýja hlutafélags er m.a. að gera rekstrarfyrirkomulagið sveigjanlegra og skapa um leið möguleika á að fá nýja hlufhafa inní reksturinn. í því skini er áformað að bjóða hlutabréf til sölu á almennum markaði innan tíðar. B. Loðnuvertíðinni að ljúka Loðnubræðslu hér austanlands er um það bil að ljúka þessa dag- ana og virðist hún hafa gengið þokkalega þrátt fyrir erfitt tíð- arfar það sem af er árinu. Á Vopnafirði voru bræddar um 6.000 lestir af loðnu hjá Tanga hf. og lauk bræðslu þar fyrir um mán- uði. Hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Seyðisfirði lauk bræðslu á loðnu 23. mars sl. og var tæplega búist við meiri loðnu þangað á vertíð- inni. Þar var búið að bræða 64.500 tonn af loðnu frá áramót- um, þar af rúm 4.000 tonn af norskum bátum, sem leituðu hafnar vegna veðurs einkum í Loðnan er ekki stór fiskur en skapar okkur oft mikinn gjaldeyri, þegar mikið magn veiðist. Pví miður er verð á loðnumjöli nú um 20% lægra en í fyrra, en verð á lýsi er svipað og í lok vetrarvertíðar í fyrra. AustramlB. janúar. Hjá S.R. var brætt nærri 4.700 tonnum meira nú en á vetrarvertðinni í fyrra og er það með því mesta, sem verksmiðjan hefur tekið á móti á vetrarvertíð. Hjá Hafsíld á Seyðisfirði var sl. mánudag búið að vinna 27.626 tonn frá áramótum. Bræðslu var ekki lokið en búist við að hráefnið kláraðist í þessari viku. Lítið mun hafa veiðst af loðnu eftir 10. mars, m.a. vegna illviðra og bjuggust þeir hjá Hafsíld ekki við að fá meiri loðnu. Flestir bátar munu vera búnir með loðnukvóta sína nema helst einhverjir minni bátar. Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur tekið á móti rúmlega 62.000 tonnum af loðnu en á vetrarver- tíðinni í fyrra voru brædd þar um 58.000 tonn. Vonast þeir eftir að fá einhverja viðbót þar áður en vertíðinni lýkur. Á Eskifirði hefur verið tekið á móti tæpum 68.000 tonnum af loðnu frá áramótum hjá Loðnu- verksmiðju Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. í Síldarverksmiðjum ríkisins á Reyðarfirði er búið að bræða 28.847 tonn af loðnu frá áramót- um. Er það heldur minna en á vertíðinni eftir áramót í fyrra en þá tóku þeir á móti yfir 30.000 tonnum af loðnu. Á Reyðarfirði var búist við að bræðslu lyki á föstudaginn í þessari viku, ef verksmiðjan fengi ekki meiri loðnu, sem ekki virtist mikil von um Framhald á bls. 7 Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirð- inga hf.opnar verslun Síðastliðinn föstudag hóf nýtt hlutafélag, Pöntunarfélag Eskfirðinga hf., rekstur matvöru- verslunar í fyrrum húsakynnum hins eldra Pöntunarfélags Eskfirðinga, sem hið nýja hluta- félag keypti. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar framkvæmdastjóra hins nýja hlutafélags var versluninni vel tekið af heimamönnum á opn- unardaginn en boðið var upp á kaffi og meðlæti í versluninni allan þann dag. Verslunin var einnig opin á laugardaginn frá kl. 10 til 13 og verður það væntanlega áfram. Eins og fyrr segir er hér um matvöruverslun að ræða en Verslunarhús Pöntunarfélags Eski- fjarðar hf. Þar er nú rekin matvöru- verslun og eru eigendur hennar Hrað- frystihús Eskifjarðar hf, Bœjarsjóður Eskifjarðar og fleiri aðilar. Austram.lB Guðmundur Stefánsson sagði að óráðið væri, hvort farið yrði út í að bjóða upp á fleiri vöruflokka síðar. Fimm stöðugildi eru nú við hina nýju verslun. Stærstu hluthafar í félaginu eru Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. með 84.5% hlutafjár, Bæjar- sjóður Eskifjarðar með 10% hluta- fjár og um 30 einstaklingar og félög á Eskifirði með 5.5% hluta- fjár. G.I. ,-------—» - \ Ég vil hafa álver í Fellabæ.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.