Austri - 29.03.1990, Blaðsíða 8
Egilsstöðum, 29. mars 1990.
13. tölublað.
Ekki mikill
snjór
í Möðrudal
H Trésmíði, múrverk.
Utanhússklæðningar.
Gerum verðtilboð!
Höttur Egilsstöðum:
Yelheppnaður
„Hattardaguru
Austri hafði samband við Vern-
harð Vilhjálmsson bónda í
Möðrudal á Fjöllum sl. þriðju-
dag. Hann sagði, að ekki væri
mikill snjór þar um slóðir en ekk-
ert hefði þó hlánað þar undan-
farna daga.
Vernharður kvaðst ætla að fara
á jeppa til Héraðs síðar þann dag
og bjóst við, að leiðin væri jeppa-
fær. Hann sagði, að hlánað hefði
töluvert á leiðinni norður í
Mývatnssveit, þó ekki hefði
hlánað hjá þeim.
Nær ekkert hefur verið hægt að
róa frá Borgarfirði eystra að
undanförnu vegna slæmrar veðr-
áttu að sögn Björns Aðalsteins-
sonar á Borgarfirði og lítið hefur
fiskast þá sjaldan gefið hefur á
sjó.
Frystihús Kaupfélags Héraðs-
búa hefur verið lokað frá því um
eða fyrir síðustu áramót. Hafa
rúmlega 20 manns verið á
atvinnuleysisskrá á Borgarfirði að
undanförnu en þeim fiski, sem
veiðst hefur frá áramótum, hefur
verið ekið til Reyðarfjarðar til
Um miðjan janúar sl. lauk
framkvæmdum við þriðja áfanga
byggingar nýrrar flugbrautar á
Egilsstöðum, sem var fólginn í
því að ljúka við undirbyggingu
flugbrautarinnar og setja á hana
farg og breyta farvegi Eyvindarár-
innar og veita henni í nýjan
farveg út fyrir enda brautarinnar.
Að sögn Ingólfs Arnarsonar,
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar
á Austurlandi, er nú unnið að
undirbúningi þess að bjóða út
fjórða og næstsíðasta áfanga
verksins. f fjórða áfanga verður
m.a. skipt um jarðveg í flugvéla-
stæðum. Til fyllingar í þau verður
notaður hluti af farginu, sem nú
er á brautinni. Afgangurinn af því
fargi verður svo notaður í öryggis-
svæðin meðfram flugbrautinni.
Verður gengið frá þeim í fjórða
áfanga og þau jöfnuð en þau eru
nú aðeins grófjöfnuð og sums-
Engar bílaferðir hafa verið til
Möðrudals um langt skeið en 14
eða 16 vélsleðamenn komu þar
við fyrir rúmum hálfum mánuði,
er þeir voru á leið á vélsleðamót í
Mývatnssveit. Einnig hefur
póstur komið til þeirra á vélsleða.
Allt fé og hross eru á gjöf í
Möðrudal og sagði Vernharður
að þau væru orðin hálfþreytt á
tíðarfarinu og vildu gjarnan fara
að fá hláku.
vinnslu, ef undan er skilinn fiskur
af þremur bátum, sem leggja upp
hjá Saltfiskverkun Karls Sveins-
sonar.
Að sögn Björns Aðalsteins-
sonar var frystihúsið einnig lokað
um tíma eftir áramótin í fyrra en
þá var það opnað aftur um þetta
leyti árs.
Borgfirðingar vonast því eftir
að frystihúsið geti bráðlega tekið
aftur til starfa og atvinnulífið fari
aftur að komast af stað með batn-
andi tíð og blóm í haga.
staðar varla það. í þessum áfanga
á einnig að koma fyrir öllum röra-
lögnum í brautarfyllingunni, svo
sem rörum fyrir kapla, drenlagn-
ir, klóaklagnir og þess háttar.
Verða rörin grafin niður og
gengið frá þeim. Einnig sagði Ing-
ólfur, að rífa þyrfti gamla bragga,
sem nú standa á væntanlegu flug-
vélastæði og því þyrfti að byggja
nýja sandgeymslu fyrir veturinn.
Gert er ráð fyrir að þessum
áfanga verði lokið fyrir næsta
vetur, þó ákveðnar dagsetningar
hafi ekki verið settar í því sam-
bandi.
Að þessum áfanga loknum er
aðeins fimmti áfangi eftir, sem
felst aðallega í því að setja bundið
slitlag á flugbrautina, aðkeyrslu-
brautir o.s.frv. ásamt færslu og
uppsetningu ljósa og tækja sem
tilheyra flugbrautinni.
G.I.
íþróttafélagið Höttur hélt sinn
árlega “Hattardag“ í íþróttahús-
inu á Egilsstöðum síðastliðinn
sunnudag. Að venju var lýst yfir
kjöri íþróttamanns Hattar og
hlaut Hjálmar Vilhjálmsson þann
eftirsótta titil að þessu sinni. Er
þetta í tólfta sinn sem íþrótta-
maður Hattar er kjörinn hjá
félaginu. Áhorfendabekkir voru
þéttsetnir og dagskráin fjölbreytt.
Boðið var upp á sýnishorn þeirra
íþróttagreina, sem iðkaðar eru
hjá Hetti. Var yngsta kynslóðin
þar í aðalhlutverki. Ungir kngtt-
spyrnumenn, handknattleiks-
menn og körfuboltamenn kepptu
í sínum íþróttagreinum. Pá sýndu
ungar fimleikastúlkur fimleika og
frjálsíþróttafélagið sýndi ýmsar
Rekstur Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga skilaði hagnaði á sl.
ári, en á árinu 1988 nam tapið á
rekstri félagsins nærri 112 millj-
ónum króna. Batnandi afkoma er
hjá öllum deildum félagsins.
í nýútkomnu fréttabréfi
K.A.S.K. kemur fram hjá Her-
manni Hanssyni kaupfélagsstjóra
að betri afkomu félagsins á milli
ára megi þakka bættum ytri
skilyrðum ásamt því að ýmsar
aðgerðir í rekstri félagsins hafi
skilað árangri á liðnu ári. Þar
kemur einnig fram að batnandi
afkoma sé í öllum rekstrargrein-
um, en að venju, verður ekki verði
skýrt frá endanlegum rekstrar-
tölum opinberlega fyrr en á deild-
arfundum og aðalfundi sem hald-
æfingar og keppt var í hástökki. í
leikhléi fór fram hin árlega verð-
launaafhending, þar sem lýst var
kjöri íþróttamanns Hattar og
veittar viðurkenningar fyrir
hverja íþróttagrein, auk þess sem
velunnurum félagsins voru
þökkuð frábær störf.
Dagskráin stóð í tvo tíma og þótti
takast hið besta.
Stjórn Hattar skipa nú:
Björn Kristleifsson formaður,
Hjálmar Jóelsson varaformaður,
Sigrún Kristjánsdóttir gjaldkeri,
Árni Margeirsson ritari,
Magnús Kristjánsson meðstjórn-
andi og
Sveinbjörn Egilsson spjaldskrár-
ritari.
inn verður í Hofgarði í Græfum
þann 7. apríl nk.
B.
Rekstur K.A.S.K. skilaði hagnaði á sl.
ári eftir verulegt tap árið á undan.
Myndin hér að ofan var tekin sl. vor
þegar Ingvar Carlsson forsœtisráðherra
Svía skoðaði fiskiðiuver K.A.S.K. á
Höfn.
Austram.lSverrir.
KURL
Að pissa í skóinn
Víglundur Þorsteinsson for-
maður Félags íslenskra iðn-
rekenda komst eftirminnilega
að orði á dögunum þegar
hann sagði að það væri eins og
að “pissa í skó sinn“, færi svo
að íslendingar fórnuðu land-
,búnaði sínum fyrir niður-
greidda landbúnaðarfram-
leiðslu Evrópuþjóða.
Fengur er að hverjum liðs-
manni sem í ræðu og riti
gengur fram gegn „Jónusum"
iandsins og varar við innflutn-
ingi búvara.
„Yorum bláedrú“
í nýjasta blaði Hjálpar-
sveitatíðinda, sem er frétta-
blað Landssambands hjálpar-
sveita skáta, birtust nokkrar
skondnar glefsur úr gestabók
neyðarskýlis LHS á Hellis-
heiði. Þar stendur: „Komum
hingað á bíl til að líta á skýlið,
vorum bláedrú. Við erum öll
pottþétt." „Þetta er fínt place
eða skýli.“ „Kom hér og fór
aftur.“ „Skruppum í Hvera-
gerði í blíðskaparveðri, roki
og kulda.“ „Hjálp, gestabókin
er búin.“
Maður spyr bara hvort
þetta sé virkilega rétt lýsing á
„blíðskaparveðri“ fyrir
sunnan?
Hár í gottinu
Kurlritari varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu þegar
hann var í mestu makindum
að gæða sér á íslensku sælgæti
nú á dögunum. í einum
bitanum var lítt bragðaukandi
aðskotahlutur, nefnilega 7
cm. langt, kolsvart hár. Ekki
er sennilegt að hárið hafi lent
viljandi í súkkulaðipott fram-
leiðandans, en á meðan til eru
íslenskir sælgætisfram-
leiðendur sem ekki gera þær
ráðstafanir sem nauðsynlegar
eru til að slíkt hendi sig all.s
ekki, tapast markaður til
útlendinga og vinna færist úr
landi.
Einn léttur
Á læknaráðstefnu: „Svo ég
segi nú frá besta sjúklingnum
mínum. Hann þjáist af per-
sónuklofa. Ég sendi honum
alltaf tvo reikninga og fæ þá
báða borgaða."
Og annar til
— Halló er þetta á lögreglu-
stöðinni?
— Jújú, það var alveg rétt
númer.
— Jæja, viljið þið þá koma
strax út á hornið á Laugavegi
og Snorrabraut, - reiknings-
kennarinn minn hefur lagt
bílnum sínum þar ólöglega.
Miðaldra
Miðaldra er sá aldur, þegar
þú ert nógu gamall til að vita
betur og nógu ungur til að fara
ekki eftir því.
Borgarfjörður eystri:
Dauft yfír
atvinnulífínu
Egilsstaðaflugvöllur:
Fjórði áfangi boðinn
út í vor
Á myndinni eru verðlaunahafar Hattar. Talið frá vinstri: Eysteinn Hauksson hand-
knattleikur, Hjálmar Vilhjálmsson íþróttamaður Hattar, Kristján Rafnsson körfu-
knattleiksmaður, Helga Alfreðsdóttir, þjálfari með meiru, Áslaug Árnadóttir fim-
leikakona, Andri Snær Sigurbjörnsson frjálsíþróttamaður, Karl Erlingsson þjálfari
og Brynjar Sigurðsson sem tók við verðlaunum fh. föður síns Sigurðar Ananías-
sonar. Voru þeir Karl og Sigurður sœmdir titlinum „Lyftingamenn Hattar 89“ og er
það viðurkenning fyrir að lyfta handknattleiknum á Egilsstöðum á hœrra plan. Og
lengst til hœgri er Jón Kristinsson knattspyrnumaður. Austram./B
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga:
Verulega bætt afkoma
á sl. ári