Austri


Austri - 29.03.1990, Síða 2

Austri - 29.03.1990, Síða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 29. marr. 1990. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Jón Kristjánsson Útgáfustjóri: Broddi Bjarni Bjarnason Auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Blaðamaður: Guðgeir Ingvarsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984 Áskrift kr. 335.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 90.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449 Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Hlutverk samvinnu- félaganna Peir rekstrarerfiðleikar sem samvinnufélögin hafa átt við að stríða síðustu ár valda verulegum áhyggjum. Þeir gætu leitt til þess að samvinnufé- lögin verði ekki lengur sá öflugi samkeppnisaðili við einkareksturinn sem áður var og nauðsynlegur er. Enn er von til þess að samvinnuhreyfingunni tak- ist að treysta víglínuna, þannig að hægt sé að snúa vörn til nýrrar sóknar. Til þess að svo megi verða þarf að vinna að því um sinn að hagræða þeim rekstri sem fyrir er og þess er ekki að vænta meðan það gengur yfir að samvinnufélögin beiti sér á nýjum sviðum. Hlutverk samvinnufélaganna er að byggja upp sterkan félagsskap fólksins sem að þeim stendur. Vandamálin eru að það hefur ekki verið auðvelt að fá eigið fé inn í samvinnuhreyfinguna þegar unnið hefur verið að nýjum verkefnum. Til þessa þarf að finna leiðir og það er eitt stærsta verkefnið sem leysa þarf um þessar mundir. Hlutverk samvinnuhreyfingarinnar í samkeppni við einkarekstur hefur aldrei verið meira en nú. Ef samvinnuhreyfingin veikist og ekki síst Samband íslenskra samvinnufélaga, eykst hætta á hringa- myndun í atvinnulífinu og reyndar er í dag veruleg hætta á að samruni fyrirtækja á samgöngusviðinu svo sem Eimskips og Flugleiða leiði af sér óþolandi einokunaraðstöðu á íslenskum markaði. Umræður um þessi mál hafa verið miklar að undanförnu og áhyggjur manna fara dagvaxandi af þessum stað- reyndum. Athygli vakti það sjónarmið forstjóra Eimskipafélagsins sem fram kom í sjónvarpsþætti nú nýverið að stefnumörkun fyrirtækja kæmi almennum hluthöfum ekkert við svo framarlega sem þeir fengju arð af því fjármagni sem lagt væri fram í formi hlutafjár. Nú er svo komið að Eimskip sem í raun er stjórnað af örfáum fjármagnseigendum ræður yfir miklum meirihluta af millilandasiglingum og flug- samgöngum til og frá landinu og innanlands. Eina umtalsverða samkeppnin í millilandasiglingunum er frá Skipadeild Sambandsins. Þetta er þróun sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af. Þetta sýnir svo ekki er um villst að full ástæða er til þess að fylkja sér um samvinnufélögin á erfið- leikatímum. Sú samstaða gæti orðið til þess að mynda hér nauðsynlega samkeppni milli einka- framtaks og samvinnurekstrar. Þetta jafnvægi er höfuðnauðsyn ef við eigum að búa áfram við það blandaða hagkerfi sem reynst hefur okkur farsælt í gegnum árin. j.k. Meistaramót UÍA í frjálsnm íþróttum - Innanhúss Haldið á Egilsstöðnm 18. mars 1990 Stelpur 10 ára og yngri. Hástökk: 1. Lovísa Hreinsdóttir Höttur 1.05 m 2. -3. Elva Árnadóttir Súlan 0.95 m 2.-3. Hlíf Jónsdóttir Súlan 0.95 m. Langstökk án atrennu: 1. Rósa Björk Sveinsd. Höttur 2.13 m 2. Lovísa Hreinsdóttir Höttur 2.08 m 3. Unnur J. Guðbjartsd. Hrafnk. 1.87 m Strákar 10 ára og yngri. Kúluvarp: 1. Lovísa Hreinsdóttir Höttur 4.21 m 2. Pórunn Benediktsdóttir Höttur 3.23 m Hástökk: 1. Hjálmar Jónsson Höttur 1.25 m 2. Atli Sigmar Porgrímsson Valur 1.15 m 3. Hrafn Jóhannesson Höttur 1.00 m Langstökk án atrennu: 1. Hjálmar Jónsson Höttur 2.00 m 2. Guðjón Viðarsson Súlan 1.90 m 3. Atli Sigmar Porgrímsson Valur 1.90 m Kúluvarp: 1. Hjálmar Jónsson Höttur 6.00 m 2. Hrafn Jóhannesson Höttur 5.68 m 3. Guðbj. Guðmundss. Hrafnk. Fr. 5.12 m Stelpur 11-12 ára. Hástökk: 1. Póra Pétursdóttir Höttur 1.28 m 2. Anita Pétursdóttir Höttur 1.15 m 3. Guðrún Rúnarsdóttir Valur 1.10 m Langstökk án atrennu: 1. Póra Pétursdóttir Höttur 2.09 m 2. Anita Pétursdóttir Höttur 2.07 m 3. Áslaug Árnadóttir Höttur 1.95 m 75 keppendur frá 9 félögum Kúluvarp: 1. Sigríður Jóhannsdóttir Súlan 5.80 m 2. Arna Höskuldsdóttir Hrafnk. Fr. 5.47 m 3. Guðrún Rúnarsdóttir Valur 5.32 m Strákar 11-12 ára. Hástökk: 1. Jens H. Ingvarsson Höttur 1.30 m 2. Aðalsteinn Ingi Magnúss. Höttur 1.30 m 3. Guðjón B. Stefánsson Höttur 1.20 m Langstökk án atrennu: 1. Guðjón B. Stefánsson Höttur 2.20 m 2. Aðalsteinn Ingi Magnúss. Höttur 2.20 m 3. Þorbjörn Björnsson Höttur 2.01. m Kúluvarp: 1. Jens H. Ingvarsson Höttur 9.60 m 2. Egill F. Reynisson Höttur 8.52 m 3. Björgvin Erlendsson Hrafnk. Fr. 7.32 m Telpur 13-14 ára. Hástökk: 1. Jónína Guðjónsdóttir Austri 1.43 m 2. Guðný Guðnadóttir Höttur 1.40 m 3. Arna Rut Einarsdóttir Leiknir 1.35 m Langstökk án atrennu: 1. Jónína Guðjónsdóttir Austri 2.28 m 2. Guðný Guðnadóttir Höttur 2.16 m 3. Arna Rut Einarsdóttir Leiknir 2.16 m Kúluvarp: 1. Arna Rut Einarsdóttir Leiknir 6.66 m 2. Sigríður Guðmundsdóttir Leiknir 6.40 m 3. Guðný Guðnadóttir Höttur 6.12 m Piltar 13-14 ára. Hástökk. 1. Valur Fannar Gíslason Austri 1.60 m 2. Sveinn Birkir Björnss. Huginn F. 1.46 m 3. Hróar Björnsson Höttur 1.46 m Langstökk án atrennu: 1. Valur Fannar Gíslason Austri 2.52 m 2. Sindri Hreinsson Leiknir 2.27 m 3. Bjarni S. Kárason Súlan 2.24 m Kúluvarp: 1. Valur Fannar Gíslason Austri 9.77 m 2. Sveinn Birkir Björnss. Huginn F. 9.21 m 3. Sigmar Vilhjálmsson Höttur 9.14 m Meyjar 15-16 ára. Langstökk án atrennu: 1. Þórhildur Höskuldsd. Hrafnk. Fr. 2.19 m 2. Arnbjörg Kjartansdóttir Leiknir 2.12 m Kúluvarp: 1. Arnbjörg Kjartansdóttir Leiknir 6.88 m 2. Þórhildur Höskuldsd. Hrafnk. Fr. 6.67 m Sveinar 15-16 ára. Hástökk: 1. Andri Snær Sigurjónss. 75 Höttur 1.81 m (UÍA-Met) 2. Jónas Fr. Steinsson 74 Leiknir 1.75 m 3.-4. Kristján Jónsson 75 Höttur 1.60 m 3.-4. Elvar Jónsson 75 Súlan 1.60 m Langstökk án atrennu: 1. Atli Gunnlaugsson 74 Höttur 2.91 m 2. Björgvin Bjarnason 74 Höttur 2.79 m 3. Magnús Ingi Björnss. 75 Viðarr 2.74 m Kúluvarp: 1. Björgvin Bjarnason 74 Höttur 10.44 m 2. Jónas Fr. Steinsson 74 Leiknir 7.80 m 3. Vífill Harðarson 75 Hrafnk. Fr. 7.78 m Karlar: Langstökk án atrennu: 1. Guttormur Brynjólfsson Höttur 3.01 m Kúluvarp: 1. Guttormur Brynjólfsson Höttur 11.35 m 2. Aðalsteinn Hákonarson UMFJ 10.13 m UÍA efnir til verðlaunasamkeppni: Samkeppni um bestu ljóð og smásögur Islands- gangan Skógargangan 1990 Egilsstöðum 18.3.90 Úrslit: Karlar 17-34 ára. tími, mín Jóhannes Kárason, Akureyri 73.15 Gunnar Vagnsson, Egilsstöðum 117.31 Karlar 35-49 ára Ingþór Bjarnason, Akureyri 70.21 Sigurður Bjarklind, Akureyri 70.30 Hjálmar A. Jóelsson, Egilsstöðum 71.09 Teitur Jónsson, Akureyri 78.20 Stefán Þórarinsson, Egilsstöðum 104.05 Karlar 50 ára og eldri Rúnar Sigmundsson, Akureyri 80.10 Framantaldir gengu 20 km, þ.e. íslands- gönguna. Auk þess gengu Skógargönguna (þ.e. styttri vegalengdir t.d. 5-10-15 km) u.þ.b. 20 manns. Rás og endamark göngunnar var í bænum, á tjaldstæði K.H.B. en gönguleiðin í og í nágrenni Egilsstaðaskógar. UÍA hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkepni um bestu ljóð og smásögur meðal nemenda í grunnskólum á sambandssvæði UÍA. Nemendum í 4.,5. og 6. bekk er heimil þátttaka og geta þeir valið um að yrkja ljóð eða semja smásögu og senda í keppnina. Ljóðin mega vera hvort sem er rímuð eða órímuð. Smásögurnar mega helst ekki vera styttri en sem nemur einni vélritaðri síðu, A4. Æskilegt er að handritum sé skilað vélrituð- um, en það er ekkert skilyrði, frágangur þarf að vera sem vand- aðastur. Höfundar mega sjálfir velja það efni sem þeir fjalla um. Ritsmíðum skal skila sameigin- lega frá hverjum skóla í síðasta lagi 6. apríl til UÍA, Lagarási 8 á Egilsstöðum. Hvert handrit skal merkt dulnefni og bekk, en ekki skóla og best væri að skrá yfir réttu nöfnin fylgdi í lokuðu um- slagi. Fimm manna dómnefnd mun velja bestu ljóðin og sögurnar og þrenn bókaverðlaun verða veitt í hverjum bekk. Áformað er síðan að birta verðlaunaefnið í Snæfelli, riti UÍA. Frekari upplýsingar um keppn- ina má leita á Skrifstofu UÍA að Lagarási 8 Egilsstöðum og í síma 11353. Vefnaðarvörudeild: Afsláttur á peysum og jogginggöllum, allt að 40% afsláttur. Fermingarskór á stelpur og stráka. Páskadúkar, páskaskraut, gular serviettur og kerti. Til fermingargjafa: Útvörp m/segulbandi. Útvarpsklukkur. Vasadiskó. Myndavélar. Hljómplötur. Geisladiskar. TENZAI hljómtæki. PANASONIC hljómtæki. Viðlegubúnaður. Svefnpokar. Tjöld. Dýnur. Bakpokar. Veiðisett. r — — -i I Gjafavörur í úrvali I Verslið þar sem úrvalið er. — Allt á einum stað. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-18. Föstudaga kl. 9-19. Laugardaga kl. 10 - 14. Kaupfélag Héraðsbúa kjörbúð Egilsstöðum.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.