Austri


Austri - 29.03.1990, Síða 6

Austri - 29.03.1990, Síða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 29. mars 1990. Búða- tíðindi Nýlega kom út 1. tölublað 1. árgangs af Búðatíðindum, sem er fréttabréf sem hreppsnefnd Búða- hrepps gefur út. Tilgangur frétta- bréfsins er að upplýsa Fáskrúðs- firðinga um verkefni hrepps- nefndar á hverjum tíma, en óákveðið er hversu oft fréttabréfið kemur út. í fréttabréfinu koma meðal ann- ars fram fróðlegar upplýsingar um breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, sem tóku gildi um síðustu áramót. Við birtum hér til fróðleiks úrdrátt úr fréttabréfinu um þessi mál: Um tekjustofna sveitarfélaga “Þann 1. janúar 1990 tóku gildi ný lög um tekjustofna sveitarfél- aga. Þessi lög breyta verulega tekjustofnum sveitarfélaga, en þeir eru: 1. Útsvör. 2. Aðstöðugjöld. 3. Fasteignaskattur. 4. Framlög úr Jöfnunarsjóði. Breytingar á lögunum hvað varðar útsvör breyttist með stað- greiðslunni. Að öðru leyti var ekki um að ræða miklar breytingar á útsvarinu. Samkvæmt upplýs- ingum Sambands íslenskra sveitar- félaga nýttu 75.5% allra sveitarfél- aga útsvarsprósentuna að fullu og á Austurlandi nýttu 31 af 33 sveit- arfélögum útsvarsprósentuna að fullu. Til að fá óskert framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélgaa þarf að nýta útsvarsprósentuna að fullu.“ (Hámark er7.5%. Innsk. Austra). “Aðstöðugjöld breyttust einnig verulega með þessum lögum. Ekki er lengur gert ráð fyrir mismun- andi hámarksálagningu eftir atvinnugreinum, sem hingað til hefur tíðkast. Þannig hefur útgerðin ekki lengur hámarks- álagningu 0.33% af heildargjöld- um, fiskvinnslan hefur ekki lengur hámarkið 0.65% og iðnaður ekki lengur hámarkið 1.0%, nú hafa allar greinarnar sama hámarkið og er það 1.3%.“ “Fasteignaskattarnir breytast mjög mikið. Nýju lögin gera ráð fyrir að samskonar hús, hvar sem þau eru staðsett á landinu myndi sama stofn til álagningar fasteigna- gjalda. Við þessa lagabreytingu hækkar stofn til álagningar fast- eignagjalda víðast hvar á landinu utan Reykjavíkur. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga “Verkaskipting ríkis og sveitar- félaga hefur verið til umræðu síð- ustu ár.. Um síðustu áramót var verkaskiptum milli ríkis og sveitar- félaga breytt verulega. Helstu breytingar eru að 1. janúar tók ríkið yfir rekstur heilsugæslu- stöðva, en sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskóla (fyrir utan laun kennara). Þá þurfa sveitarfélögin ekki lengur að greiða framlög til fræðsluskrifstofu, framhaldsskóla, sj úkrasamlags, atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og sýsluvegasjóðs, og hlutdeild í tannviðgerðum barna lækkar úr 50% í 33% og fellur niður um næstu áramót. í staðinn þurfa sveitarfélögin að greiða tón- skóla að fullu og kosta hærri hlut í nýframkvæmdum ýmsum s.s. íþróttahúsum." (Hér má bæta við að sveitarfélögin bera nú allan kostnað af heimilishjálp en áður greiddi ríkið 35% af kostnaði við heimilishjálp fyrir aldraða. Inn- skot Austra). “Markmið þessarar breytingar á verkaskiptingu var að færa saman fjárhagslega ábyrgð og ákvarðana- töku.“ Alþjóðadagur fatlaðra Alþjóðasamband fatlaðra (Fim- itic) hefur allt frá árinu 1960 valið þriðja sunnudag í mars til að kynna og berjast fyrir ýmsum hagsmunamálum fatlaðs fólks og hefur eitt málefni verið tekið til meðferðar hverju sinni. Alþjóðasamband fatlaðra hefur ákveðið að einkunnarorð dagsins skulu vera VELFERÐ í EVRÓPU FRAMTÍÐARINNAR EINNIG FYRIR FATLAÐA. Brýnt er að velferð á öllum sviðum komi fötluðum til góða. Tæknin eykur fjölbreytni í atvinnu- háttum og gerir fötluðu fólki kleift að vinna ýmis störf til jafns við ófatlaða. Því er nauðsynlegt að nýta sér tæknina eins og unnt er, til að hún komi fötluðum til góða. Þetta er liður í að auðvelda fötluðum að lifa mannsæmandi og sem eðlilegustu lífi. Aðgengi fatlaðra þarf að koma í betra horf. Vinnustaðir eiga að vera aðgengilegir öllum, einnig opinberar byggingar, skólar, sam- komustaðir o.s.frv., svo að fatlaðir geti lifað eins sjálfstæðu lífi og unnt er. Húsnæði þarf að vera aðgengilegt svo að fatlaðir geti haft fleiri válmöguleika á atvinnu og búsetu. Flest mannvirki er næsta auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Einnig þarf að hafa betra eftirlit með nýbyggingum, að reglum um aðgengi sé framfylgt. í því velferðarþjóðfélagi sem við byggjum ætti vart að þurfa að taka þetta fram en engu að síður er ótrúlega víða pottur brotinn í þessum efnum. Nauðsynlegast af öllu er að rjúfa þá einangrun sem meirihluti fatl- aðs fólks býr við. Félagslegt öryggi, húsnæðismál, nauðsynleg hjálpartæki og tæki- færi til menntunar eru því atriði sem einnig þarf að leggja síaukna áherslu á. Frá Sjálfsbjörg, landsambandi fatlaðra. S 11158 Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar hf. er flutt 1 Véltæknihúsið að Lyngási 6-8. Kappakstursbíll í útstillingarglugganum. V. VarahlutaverslunT Gunnars Gunnarssonar Lyngásl 6 - 8 Egilsstöðum sími 11158. BOSCH BOSCH rafmagns- handverkfæri í miklu úrvali, á sama verði og í Reykjavík. BOSCH rafgeymar í flesta bíla, báta og vinnuvélar. Vesturþýsk hágæðavara á ótrúlega lágu verði. BOSCH er betri vara. Drífholt' sllOlO Egilsstöðum I* 2 :© S s s Q. • k* QJ <*■ s fc* CQ QJ C3 'C3 < Áletruð penna- statíf til fermingargjafa. AIJASTEIWN? 720 Borgarfirði eystri S 97-29977 ®11010 Páskaeggin frá Nóa - Síríus eru íslensk úrvalsvara. jmoh a Míte Umboð: Drífholt Box 1, 700 Egilsstaðir Til fermingargjafa Hljómtæki, sjónvörp. Svefnpokar, tjöld. Skrifborð, tölvuborð. Skíðavörur, reiðhjól. Föt fyrir þig! SKÓGAR Egilsstöðum S 11230 Egilsstaðakirkja Sunnudagur 1. apríl Sunnudagaskóli kl. 11.00 Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. Ókeypis smáauglýsingar Aukavinna. Vantar einhvern sem getur tekið að sér vélritunarverkefni. Tilvalið fyrir þá sem hafa tölvu heima við. Upplýsingar í síma 11548. Rögnvaldur. Til sölu mjög vel með farinn Buick skyhawk árg. '85. Innfiuttur 1987. Ekinn 56 þús. mílur. Rafmagn í rúðum, ABS bremsukerfi. Verðhugmynd 650 þús. Engin skipti. Upp- lýsingar í síma 97-81361 eða 97-81345. HÉRAÐSPRENT sf. S 97-11449 EGILSSTÖÐUM Tvær ferðir í viku. Brottför úr Reykjavík: Þriðjudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. S 91-84600 Bílasímar: U-236 S 985 27236 U-2236 S 98521193 SVAVAR & KOLBRÚN S 97-11953 S 97-11193 700 Egilsstöðum Ljósmynda- stækkari! Óska eftir að kaupa góðan og vel með farinn ljósmynda- stækkara. Upplýs- ingar í síma 11984 á vinnutíma. íbúð óskast á leigu í sumar á Egilsstöðum. íbúð óskast til leigu á Egilsstöðum frá 1. maí til 1. septem- ber. Upplýsingar í síma 91-29797 eftir kl. 18:00. VERSLIÐ í HEIMABYGGÐ Ný sending af skóm. Verð frá kr. 2.980.- ^ Töskur, beautibox, bréfamöppur og seðlaveski með og án tölvu, nytsöm fermingargjöf á góðu verði Hvítir hanskar, sokkar, slæður og hárskraut. Staðgreiösiuafsláttur.! Opið mánud. - föstud. kl. 10 - 12 og 13 - 18. Laugardaga kl. 11 - 13. Verslunin KRUMMAFÓTUR. Lyngási 1,700 Egilsstaðir Sími 97-11155

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.