Austri


Austri - 10.01.1991, Page 1

Austri - 10.01.1991, Page 1
Loðnuveiðin að Börkur og Hólmaborg hafa verið við loðnuleit ásamt rannsóknarskipum og 6 öðrum loðnuskipum. Skipin hafa verið að leita út af Aust- fjörðum og norðaustur af Langanesi. Blaðið hafði sam- band við Bjarna Gunnarsson, skipstjóra á Hólmaborginni, á þriðjudagsmorguninn og sagði hann að slæðingur væri af loðnu og hefði hann fengið um 750 tonn og að eitt skip Helga II væri á leið tíl hafnar með fullfermi. Aþ. 450 manns fóru um Ugilsstac Þrátt fyrir mikla erfiðleika í innanlandsflugi hefur flug til Egilsstaða gengið vel, flug féU níður annan janúar vegna veðurs en aðra daga hefur verið flogíð samkvæmt áætl- un. Fimmtudaginn 3. janúar lentu á vellinum 8 vélar frá Flugleiðum og um völlinn fóru 450 manns. Línuflokkur Rarik á Austurlandi vid línuvið- gerðir á Norðurlandi Blaðið hafði samband við Sigurð Eymundsson umdæmis- stjóra Rarik á Austurlandi og innti frétta af rafmagnsmálum í umdæminu. Engin teljandi óhöpp hafa orðið hér utan að nokkur ísing var á Jökuldal og brotnaði þar staur og berja þurfti ísingu af línum og unnu línumenn að því á fimmtudag en héldu síðan á föstu- dagsmorgun með tæki og efni til viðgerða norður í land og hafa síðan lagt nótt við dag og unnið ásamt heimamönnum að línuvið- gerðum í Þingeyjarsýslum og Eyja- firði. Mikið efni hefur verið flutt norður og hefur veginum verið haldið opnum bæði vegna þessara flutninga og eins ef eitthvað kæmi upp á hér og kalla þyrfti flokkinn heim í skyndingu. Snjóflóð féll á stæðu í gömlu raflínunni frá Egils- stöðum til Eskifjarðar og gerðu starfsmenn á skrifstofu Rarik við skemmdirnar til bráðabirgða. Aþ. Þennan myndarlega snjókarl, sem stendur við Shell- skálann á Egilsstöðum, hlóðu nokkrir framtakssamir ungir menn á sunnudagsnóttina og var þar vasklega að verki staðið og mun karl vera um 5 metrar á hæð. Nú er bara að vona að veðráttan verði snjókörlum hagstæð á næstu vikum og að þetta stæðilega listaverk fái að standa um sinn. Austram./SD. Austurland: Fjöldi fæðinga í góðu meðal- lagi, sveinbörn í meirihluta Fjöldi fæðinga á Austurlandi var á nýliðnu ári í góðu meðallagi, ekki liggja fyrir hjá Hagstofu íslands tölur um fjölda fæðinga á árinu 1990, en blaðið hafði sam- band við fæðingastofnanir í fjórð- ungnum og fékk upp hversu mörg börn hefðu fæðst á þeim. Á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað fæddust 49 börn, 29 drengir og 20 stúlkur, á Fæðingardeildinni á Egilsstöðum voru fæðingar 22, 13 drengir og 9 stúlkur. Á fæðinga- deildinni á Höfn fæddust 14 börn og þar var það sama uppi á ten- ingnum í skiptingu kynja, dreng- irnir voru 9 en stúlkurnar 5. Ekki gefa þessar tölur rétta mynd um fjölda Austfirðinga sem fæddust á liðnu ári, því margar konur fæða börn sín á fæðingastofnunum utan fjórðungs , t.d. eiga flestar konur á Vopnafirði börn sín á Akureyri en þar fæddust að sögn Margrétar Leifsdóttur ljósmóður 16 börn og var það fjölgun í góðu meðallagi. A.Þ. / börnunum felst framtíðin. Snemma beygist krókurinn, ungir Seyðfirðingar að leik. Austramynd: SD. Höfn: Áformað að byggja 600 m grjótgarð á Suðurfjörutanganum Eins og lesendur Austra eflaust muna, rofnaði Suðurfjörutanginn við Hornafjarðarós í óveðri sl. vetur og skarð muyndaðist í hann svo sandur barst inn í innsigling- una, sem olli miklum erfiðleikum fyrir siglingar um ósinn. Var þá gripið til varnaraðgerða til að verja innsiglinguna. Var sand- pokum m.a. hlaðið í skarðið alveg niður á nokkurra metra dýpi og tókst með því að byggja Suður- fjörutangann aðeins upp fjöruna. Að sögn Sturlaugs Þorsteins- sonar bæjarstjóra á Höfn var þetta þó ekki nóg til að standast vetrar- veðrin, og var því einni röð af sandpokum bætt ofaná s.l. haust og hefur safnast sandur að þessari hleðslu. Sturlaugur sagði, að nú væri áformað að byggja á þessu ári 600 metra langan grjótgarð ofan á þá grjótgarðsins, bæði á fjárlögum og lánsfjárlögum. Ekki væri þó búið að gera endanlega kostnaðar- áætlun um þetta verk, en m.a. þyrfti að leggja vegi að svæðinu. Að sögn Sturlaugs hefur Horna- fjarðarós verið sæmilegur upp á síðkastið . Hins vegar verða breyt- ingar þar oft miklar á skömmum tíma. Sagði Sturlaugur að Austur- fjörutanginn hefði verið að styttast um skeið. Fylgdust þeir vel með honum. Hann hefði farið þangað á fimmtudaginn í síðustu viku og svo aftur á sunnudag. Hefði þá brugðið svo við að Austurfjöru- tanginn hefði lengst um 30 metra á þessum þremur dögum og hækkað einnig verulega, svo af þessu sést hve breytingar geta verið örar þarna. Sturlaugur sagði, að væntan- legur grjótgarður á Suðurfjöru- hleðslu sem þegar er komin á Suðurfjörutangann. Væri áætlað að um 50.000 m3 af grjóti færi í garðinn, svo hér væri um heilmikla framkvæmd að ræða. Þetta væri líka sérhæfð framkvæmd á margan hátt og ekki á allra færi að taka þetta að sér. Þess vegna hefði verið á kveðið að viðhafa svo- kallað forval á verktökum áður en verkið yrði boðið út. Er þetta meðal annars auglýst hér í blað- inu. Ef ekki verða breytingar á þessum áætlunum, taldi Stur- laugur sennilegt að framkvæmdir við grjótgarðinn yrðu hafnar í mars næstkomandi, og miðað væri við að honum yrði lokið áður en næstu vetrarveður kæmu. Þetta væri þó aðeins fyrsta vers, ef svo mætti segja. Síðar væri gert ráð fyrir framkvæmdum á Austurfjör- unni. Það mál væri þó ekki nærri því eins langt komið, því það þyrfti að gera verulegar rann- sóknir áður en framkvæmdir gætu hafist. Sturlaugur sagði,að búið væri að fá byrjunarfjárveitingar til þess að hefjast handa við byggingu tanganum myndi þýða það að þeir ættu að vera öruggari um að tang- inn rofni ekki og efni kastist aftur inn í innsiglinguna. Mikið væri hér í húfi, að komist verði inn til stað- arins sérstaklega á djúpristum skipum og eins að afsetning á vörum gangi greiðlega. Þetta væri því bæði mikið fjárhagslegt spursmál fyrir Hornfirðinga og einnig mikið öryggismál fyrir sjómenn. GL Frá Hornafjarðarhöfn. Innsiglingin inn til þessarar fallegu hafnar hefur oft verið erfið og jafnvel hœttuleg, þegar sandur og möl hafa borist í innsiglinguna og þrengt hana og grynnkað.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.