Austri


Austri - 10.01.1991, Page 5

Austri - 10.01.1991, Page 5
Egilsstöðum, 10. janúar 1991. AUSTRI 5 Því er haldið fram að kvóta- kerfið sé andstætt byggðastefnu. Þetta hefur ekki reynst rétt, því aflaheimildir hafa einkum færst frá suðvesturhorni landsins til annarra landshluta. Hitt er svo annað mál að einstök byggðarlög geta lent í verulegum vanda vegna fjárhags- legra erfiðleika. Það er ekkert nýtt og gripið hefur veirð til margvís- legra ráðstafana til að vega þar upp á móti. Minnstu byggðarlögin eru viðkvæmust fyrir verulegum breytingum í þessu sambandi. Það var ákveðið að taka tillit til slíkra vandkvæða með því að stofna Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins sem getur úthlutað veiðiheim- ildum við tilteknar aðstæður. Aðalatriðið er þó það að byggðin mun ekki haldast til frambúðar nema atvinnuvegirnir séu reknir með hagnaði. Lífskjörum í land- inu verður ekki haldið uppi nema hagkvæmni verði ráðandi í starf- semi atvinnuveganna. Samfélagið gerir svo miklar kröfur til sjávarút- vegsins sem undirstöðu lífskjara að greinin verður að hafa mögu- leika og svigrúm til að skipa málum með sem hagkvæmustum hætti. Lögin um stjórn fiskveiða eru grundvallaratriðið í hagkvæmri nýtingu miðanna í þágu þjóðar- innar í heild. Þessar reglur eru langt frá því að vera gallalausar en þeir sem gagnrýna þær mest verða að geta bent á aðrar leiðir til úrbóta. Þær leiðir verða jafnframt að vera ásættanlegar fyrir heildina. Við undirbúning þessa máls hefur verið haft víðtækt samráð við alla þá sem hafa mestra hagsmuna að gæta. Forsvarsmenn þessara aðila hafa haft heildarhagsmuni síns hóps að leiðarljósi en oft hafa komið fram andstæð sjónarmið þeirra sem stunda sjósókn og fisk- vinnslu, eða eru fulltrúar mismun- andi útgerðarhátta. Að lokum tókst þó bærileg samstaða milli þessara aðila og er sú málamiðlun grundvöllurinn að þeirri löggjöf sem sett hefur verið. Á Alþingi voru jafnframt mismunandi skoðanir en að lokum tókst sam- staða milli stjórnarflokkanna. Stjórnarandstaðan var á móti mál- inu. Það sem einkum var ríkjandi í afstöðu Sjálfstæðisflokksins í mál- inu var andstaða við að Hagræð- ingarsjóður væri settur á stofn þannig að hægt væri að taka á málefnum einstakra byggðarlaga og fækka skipum með sameigin- legum hætti. Þjóðarsáttin. Þeir samningar sem hafa tekist á vinnumarkaði hafa skapað nýja möguleika til að ráða við verð- bólguna. Verðhækkanir eru minni en oftast áður og stöðugleiki ein- kennir efnahagslífið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að gæta samræmis í launahækkunum og hefur ríkisstjórnin þurft að beita lögum til að tryggja að svo væri. Slíkt er langt frá því að vera æski- legt en í þessu sem öðru verða heildarhagsmunir að ráða ferð. Þessi stöðugleiki hefur skapað nýja framfaramöguleika og er það gömul reynsla að atvinnulífið eflist við þessar aðstæður. Með sam- vinnu ríkisvalds og aðila vinnu- markaðarins hefur tekist að við- halda þjóðarsáttinni. Ýmis hættu- merki eru þó á lofti svo sem mikill halli á fjárlögum og háir vextir. Það hlýtur að vera forgangsatriði í stjórn íslenskra efnahagsmála á næstu misserum að viðhalda þeim stöðugleika sem tekist hefur að koma á. Verðbólga og annar ó- stöðugleiki í efnahagsmálum hefur skaðað þjóðfélagið á undan- förnum árum og við getum ekki liðið að slík þróun hefjist aftur. Þjóðarsáttin er dæmi um hvað hægt er að gera með viljastyrk og góðri samvinnu þjóðfélagsþegn- anna. Þessi árangur hlýtur að verða okkur hvatning til dáða. Hann sýnir að við getum leyst þau brýnu mál sem til úrlausnar eru ef við berum gæfu til að standa þétt saman. Landbúnaðarmál. í umræðum um landbúnaðarmál ber hæst þá ósk bænda og samtaka þeirra að núverandi búvörusamn- ingur verði framlengdur. Þegar hann var gerður á sínum tíma voru uppi margar gagnrýnisraddir og margir héldu því fram að hann væri bændum óhagstæður. Þessari gagnrýni hefur nú best verið svarað með þeirri almennu ósk bænda að samningurinn verði framlengdur. Málefni landbúnað- arins munu verða til mikillar umfjöllunar á nýbyrjuðu ári. Mis- munandi skoðanir eru uppi um hvað gera skal en Framsóknar- flokkurinn hefur þá eindregnu skoðun að framlengja beri núgild- andi búvörusamning og við eigum að hafa þann metnað að framleiða matvæli til eigin þarfa og flytja út ef hagkvæmt reynist. Aðrir telja að rétt sé að flytja hefðbundnar landbúnaðarvörur inn þar sem þær megi fá á lágu verði á alþjóðlegum mörkuðum. Framsóknarflokkur- inn mun leggja áherslu á að ljúka gerð á nýjum búvörusamningi á þéssum vetri en engan veginn er fullvíst hvort það tekst. Mismun- andi skoðanir eru um þetta mál innan ríkisstjornarinnar og því ekki séð fyrir endann á því. Á Austurlandi eru þær sérstöku aðstæður að sauðfjárrækt er uppi- staðan í landbúnaðarframleiðsl- unni. Mikill niðurskurður vegna riðuveiki hefur átt sér stað. Sá framleiðsluréttur sem er á svæðinu nægir ekki til að skapa bændum grundvöll til að hefja fjárbúskap á nýjan leik. Rétturinn er einfald- lega of lítill til að skapa mönnum lífvænlega afkomu. Það er aðeins tvennt til úrlausnar. Annars vegar að framleiðsluréttur svæðisins verði aukinn og hins vegar að færa framleiðsluréttinn á færri hendur. Þótt nokkur skilningur sé á því að auka þurfi framleiðslurétt þessa svæðis er ekki líklegt að það verði nægilegt. Mikill samdráttur í neyslu gerir það að verkum að sá heildarframleiðsluréttur sem út- hlutað var á sínum tíma er langtum meiri en markaðurinn þolir í dag. Að mínu mati verður ekki komist hjá því að færa fram- leiðsluréttinn saman en hins vegar hefur ekki verið lögð nægileg vinna í með hvaða hætti það skuli gert. Sú andstaða sem er gegn því að flytja rétt á milli býla fær ekki staðist. Það er ekki hægt að dæma alla til að búa við alltof þröngan kost og neita bændum um að sameina framleiðsluréttinn. Það er hins vegar eðlilegt að menn séu hugsi yfir því með hvaða hætti það skuli gert og hverjir skuli borga. Enginn sem hefur framleiðslurétt fyrir mun fallast á að missa hann án þess að bætur komi fyrir. Oft á tíðum standa skuldir á móti og verðmæti jarðanna felst jafnframt í því að geta notað landið til fram- leiðslu afurða. Án þess eru flestar jarðir lítils virði. Sá mikli skógræktaráhugi sem er í landinu er Austfirðingum til framdráttar. Starfsemi Héraðs- skóga er mikið framfaraspor og vonandi tekst að afgreiða löggjöf um það mál á yfirstandandi þingi. Nýting landsins með einum eða öðrum hætti er grundvöllur byggðar í sveitunum. Jafnframt hafa bættar samgöngur gert það mögulegt að sækja atvinnu til þétt- býlisstaðanna. Aldrei hefur verið jafn augljóst hvað hagsmunir þétt- býlis og dreifbýlis eru tvinnaðir saman. Samdráttur í matvæla- framleiðslu sveitanna kemur fram í minni vinnu í þéttbýli. Aukin ferðamannastraumur og þjónusta við þá bæta lifsskilyrðin í dreifbýli sem þéttbýli. Möguleika sveitann til að stórauka jrátttöku sína í þjónustu við ferðamenn verður að nýta með skipulegum hætti og fylla þannig upp í þær eyður sem skap- ast vegna samdráttar í sauðfjár- rækt. Möguleikar Austurlands eru miklir á þessu sviði ekki síst vegna þess frumkvæðis sem þeir aðilar sem standa að siglingu ferjunnar Norrænu hafa sýnt. Aukið starf á þessu sviði um allt kjördæmið skapar auknar vonir um stóraukn- ingu á sviði ferðamannaþjónustu. Við eigum fagurt land með mikla möguleika ef við kunnum að nýta þá. íslendingar hafa alltaf haft mikla trú á sínu eigin landi og ef eitthvað er þá hafa breyting- arnar í heiminum aukið þá trú. Óspillt náttúra er fyrir marga mik- ill munaður og því ber okkur að vernda hana með öllum tiltækum ráðum. Afkoma sjávarútvegsins. Miklum fjármunum hefur verið eytt til að endurskipuleggja fjár- hag margra sjávarútvegsfyrirtækja í landinu. Þessar aðgerðir hafa tekist vel og atvinna hefur verið bærileg víðast hvar á landinu. Loðnuleysi og hrun síldarviðskipt- anna við Sovétríkin hafa haft mikil áhrif á mörg byggðarlög á Austur- landi. Þessi áföll munu reynast mörgum þungbær en voandi tekst með tímanum að bæta úr með nýjum mörkuðum. Fiskileysi er hins vegar nokkuð sem enginn getur bætt en nú sem fyrr er nauð- synlegt að leita allra ráða til að lifa af og halda baráttuþreki þar til úr rætist. Loðnuflotinn og verksmiðj- urnar þurfa að vera í stakk búnar til að hefja vinnslu þegar sá ágæti fiskur gefur sig, hvort sem það verður á þessari vertíð eða síðar á árinu. Að öðru leyti hefur afkoma sjávarútvegsins verið góð. Mark- aðsverð á botnfiskafurðum hefur verið hátt og aflabrögð allgóð þannig að atvinnugreinin hefur getað greitt nokkuð niður þær miklu skuldir sem á henni hvíla. Á árinu 1991 er útlit fyrir gott verð á afurðunum en nokkur samdráttur verður í afla. Sá samdráttur í afla sem varð á árinu 1990 var bættur upp eð meiri verðmætasköpun í sjávarútvegin- um, sérstaklega vegna hækkandi verðlags. Jafnframt hefur nýting verið stórbætt og minna fer í súginn. Við höfum verið að henda miklum verðmætum í gegnum tíð- ina og með minnkandi afla er vax- andi áhugi fyrir að nýta allt sem inn fyrir borðstokkinn kemur. Enn er allmikið verk að vinna á þessu sviði og voandi getur sjávarútveg- urinn bætt sér upp hluta af afla- minnkuninni með bættri nýtingu aflans. Sjávarútvegurinn þarf að fá frið um nokkra ára skeið til að greiða upp þær miklu skuldir sem á hann hafa safnast. Fyrirtækin eru vissulega mismunandi í stakk búin en þau hafa aukið samvinnu sín á milli og enginn vafi er á því að mögulegt er að bæta afkomu greinarinnar með því að sameina kraftana í meira mæli en gert hefur verið. Lokaorð. Næstu mánuðir munu einkenn- ast af því að kosningar nálgast. í þessum kosningum mun ráðast hvort Framsóknarflokkurinn fær styrk til þess að vera áfram leið- andi afl í stjórnmálum í landinu. Að flokknum er sótt úr öllum áttum og hann fær á sig meiri gagnrýni en flestir aðrir flokkar. Það er eðlilegt vegna forystuhlut- verks hans og sýnir það að and- stæðingar óttast styrk Framsókn- arflokksins og að eftir hann liggur mikið starf. Kosningabaráttan mun einkennast af því hvort menn vilja Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn til forystu hér í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn boðar alvarlega athugun á inn- göngu íslands í Evrópubandalagið sem Framsóknarflokkurinn er algjörlega á móti. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki komið fram með stefnu í fiskveiðimálum og talar óskýrt um þann málaflokk eins og margt annað. Sjálfstæðis- flokkurinn virðist ætla að leggja hvað mesta áherslu á eflingu Reykjavíkur. Það er okkur nauð- synlegt að eiga öfluga höfuðborg en jafn mikilvægt er þó að auka þjónustustarfsemi út um allt land í stað þess að þjappa þeirri starf- semi enn meira saman á Reykja- víkursvæðinu. Framsóknarflokk- urinn mun í næstu kosningum berjast fyrir því að áfram verði haldið á braut þjóðarsáttar og jafnvægisstefnu í efnahagsmálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í reynd beitt sér gegn. Flokkurinn mun beita sér fyrir margvíslegum baráttumálum sem mótuð voru á síðasta flokksþingi en það var haldið undir yfirskriftinni „Öflug þjóð í eigin landi“. Með því vill flokkurinn leggja áherslu á að við getum áfram staðið á eigin fótum Heildarsjávarafli landsmanna í nóvember sl. var 146.259 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands, en heildarafli í sama mánuði árið 1989 var 138.763 tonn. Heildarafli landsmanna fyrstu ellefu mánuði síðastliðins árs var þá orðinn 1.389.041 tonn á móti 1.357.506 tonnum á sama tímabili árið áður, svo þar munar ekki miklu á heildarafla. Heildarþorskafli í nóvember sl. var samkvæmt sömu heimildum 20.608 tonn á móti 24.181 tonnum í nóvember 1989. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var þorskaflinn orðinn 274.522 tonn á móti 298.017 tonnum á sama tímabili 1989. Ýsuafli var samtals 4.955 tonn í nóvemþer sl. á móti 5.787 tonnum í sama mán- uði 1989, og var ýsuafli fyrstu ellefu mánuði síðasta árs þá orð- inn 55.203 tonn á móti 50.982 tonnum á sama tíma árið 1989. Ufsaafli í nóvember var samtals 6.175 tonn, en 5.989 tonn í sama mánuði árið 1989. Karfaafli í nóv- ember var 9.685 tonn, en 10.110 tonn í sama mánuði í fyrra. Grá- lúðuafli var 639 tonn í nóvember, en 381 tonn í nóvember 1989. Nóv. 1990 Bakkafjörður 99 tonn Vopnafjörður 5.647 Borgarfjörður e. 154 Seyðisfjörður 3.855 — Neskaupstaður 14.340 — Eskifjörður 14.201 — Reyðarfjörður 7.338 — Fáskrúðsfjörður 1.671 — Stöðvarfjörður 361 Breiðdalsvík 804 — Djúpivogur 1.454 — Höfn 7.237 án inngöngu í Evrópubandalagið og haldið áfram að byggja upp um land allt. Framsóknarmenn á Austurlandi ætla sér stóran hlut í komandi kosningum. Framboðslisti flokks- ins er skipaður hæfu og baráttu- glöðu fólki sem er staðráðið í að tryggja flokknum góða kosningu. Við viljum nú sem fyrr eiga gott samstarf við Austfirðinga um framfaramál fjórðungsins. Við höfum reynt að þjóna hagsmuna- málum kjördæmisins sem best og höfum mikla trú á möguleikum fjórðungsins. Þar er margt að vinna og við væntum þess að sem flestir séu tilbúnir að starfa með okkur á grundvelli þeirra hugsjóna sem við berjumst fyrir. Ég vil þakka Austfirðingum ánægjuleg samskipti á árinu 1990. Það samstarf hefur verið mjög ánægjulegt og eftirminnilegt. Megi árið 1991 verða öllum farsælt og hamingjuríkt og landshlutanum til framfara. í nóvember veiddust 46.742 tonn af síld, en 49.161 tonn á sama tímabili árið 1989. Heildarsíldar- afli fyrstu ellefu mánuði ársins var þá orðinn 68.373 tonn á móti 66.082 tonnum á sama tímabili árið 1989. Loðnuveiði var samtals 49.416 tonn í nóvember sl., en 35.019 tonn í nóvember 1989. Þá veiddust 1.093 tonn af skarkola í nóvember sl. og 1.644 tonn af rækju. Loks veiddust 2.011 tonn af hörpudisk á móti 2.197 tonnum í nóvember 1989. Fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs hefur langmestur afli borist á land í Vestmannaeyjum alls 153.735 tonn. Eskifjörður var þá kominn í annað sæti með 99.874 tonn. í þriðja sæti er svo Neskaup- staður með 96.800 tonn og Seyðis- fjörður í fjórða sæti með 95.966 tonn, en Siglufjörður er í fimmta sæti með 81.012 tonn. Hér fer á eftir listi yfir afla, sem landað hefur verið á höfnum á Austurlandi í nóvember og í sama mánuði árið 1989. Einnig bráða- birgðatölur yfir heildarafla á sömu stöðum fyrstu ellefu mánuði nýlið- ins árs: Nóv. 1989 Jan. til nóv. 1990 153 tonn 2.088 tonn 1/220 — 17.429 — 150 4.320 — 1.022 95.966 8.289 — 96.800 — 10.799 — 99.874 — 2.304 — 43.195 — 2.487 — 11.985 — 621 — 3.849 — 928 — 5.888 — 1.256 — 5.910 — 9.645 — 40.645 — Fiskifélag íslands: Heildarafli landsmanna fyrstu ellefu mánuði síðasta árs svip- aður og sama tímabil árið 1989

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.