Austri


Austri - 10.01.1991, Síða 8

Austri - 10.01.1991, Síða 8
BBOMiS býður betur! Opið mánd. - föstud. kl. 13:00 til 18:00 Góður valkostur í verslun. Egilsstöðum, 10. janúar 1991. 2. tölublað. Mannfj öldaþróun í Austur- landskjördæmi 1989 til 1990 EGILSSTÖÐUM S 12020 Gæðanna vegna ... Rætt um þverbraut á Hornafj arðarflugvelli Hér fara á eftir tölur frá Hag- stofu íslands um íbúafjölda í öllum hreppum og kaupstöðum í Austurlandskjördæmi 1. desember 1990 og tölur frá 1. desember 1989 til samanburðar, en í síðasta tbl. birti Austri tölur um íbúafjölda í kaupstöðum og kauptúnahreppum í kjördæminu. Af meðfylgjandi tölum má m.a. sjá, að nokkur fækkun hefur orðið á íbúum í Norður-Múlasýslu eða um 38 manns, og fækkun varð um 9 manns í Suður-Múlasýslu. Hins vegar fjölgaði um 41 íbúa í Austur-Skaftafellssýslu og fer það langt með að vega upp fækkunina í Múlasýslum. Munar það mest um fjölgun á Höfn og í Nesjahreppi. Norður-Múlasýsla Skeggj astaðahreppur Vopnafj arðarhreppur Hlíðarhreppur Jökuldalshreppur Fljótsdalshreppur Fellahreppur Tunguhreppur Hj altastaðahreppur Borgarfj arðarhreppur Seyðisfjörður Suður-Múlasýsla Skriðdalshreppur Vallahreppur Egilsstaðabær Eiðahreppur Mj óafj arðarhreppur Neskaupstaður N orðfj arðarhreppur Eskifjörður Reyðarfj arðarhreppur Fáskrúðsfj arðarhreppur Búðahreppur Stöðvarhreppur Breiðdalshreppur Beruneshreppur Búlandshreppur (Djúpiv.) Geithellnahreppur Austur-Skaftafellssýsla Bæjarhreppur Nesjahreppur Höfn Mýrarhreppur Borgarhafnarhreppur Hofshreppur Hlutfallslega mest fjölgun í Fellahreppi Áberandi mest fjölgun í pró- sentum talið varð í Fellahreppi (Fellabær), en þar fjölgaði íbúum um 8.86% og við bættust 32 íbúar það á síðasta ári. Á Egilsstöðum fjölgaði um 4.69% eða 65 íbúa og í Búlandshreppi (Djúpivogur) var fjölgunin 3.37% eða fjölgun um 15 íbúa. Hlutfallslega mest fækkum varð hins vegar í Vopnafjarðarhreppi 9.09%, en þar fækkaði um 18 manns. í Vallahreppi fækkaði um 7.69% eða um 13 manns og 5.22% fækkun varð á Seyðisfirði, en þar fækkaði um 51 íbúa. Hafa ber í huga, að Seyðisfjarðarhreppur var sameinaður Seyðisfjarðarkaupstað á síðasta ári. l.des. l.des. Breyting Breyting 1990 1989 tala % 3.198 3.236 -38 -1.18 132 134 +2 + 1.50 909 927 -18 -9.09 99 101 -2 -2.00 166 166 0.00 0.00 119 121 -2 -1.68 393 361 +32 +8.86 99 98 + 1 + 1.00 89 87 +2 +2.29 215 213 +2 +0.93 977 1028 -51 -5.22 7.671 7.680 -9 -0.11 110 113 -3 -1.10 169 182 -13 -7.63 1.450 1.385 +65 +4.69 153 159 -6 -3.92 32 31 + 1 +3.20 1.721 1.754 -33 -1.91 87 85 +2 +2.35 1.060 1.095 -35 -3.30 726 719 +7 +0.97 95 94 + 1 + 1.06 758 749 +9 + 1.20 343 345 -2 -0.58 354 365 -11 -3.10 79 82 -3 -3.79 459 444 + 15 +3.37 75 78 -3 -4.00 2.368 2.327 +41 + 1.76 56 56 0.00 0.00 304 297 +7 +2.35 1.679 1.647 +32 + 1.94 92 93 -1 -1.08 117 117 0.00 0.00 120 117 +3 +2.56 Þann 16. desember sl. var hald- inn á Höfn almennur fundur að frumkvæði Flugmálastjórnar, þar sem m.a. var rætt um þverbraut á Hornafj arðarflugve lli go ýmsa aðra valkosti í flugmálum. Á fund- inn mættu m.a. yfirmenn Flug- málastjórnar og Ingólfur Arnarson umdæmisstjóri á Austurlandi ásamt bæjarstjórnarmönnum á Höfn og sveitarstjórnarmönnum í norður/suður og flug félli því oft niður og því seinkaði enn oftar vegna þess að hliðarvindur væri á brautina. Ný þverbraut með fyrr- nefnda stefnu myndi því að hans áliti og fleiri gjörbreyta aðstæðum í flugi til og frá Hornafirði. Fram kom hjá Vigni, að Flug- leiðir áformuðu að fjölga flug- ferðum til Hornafjarðar til muna næsta sumar. Yrðu til dæmis dag- Þessi myndarlega flugstöðvarbygging er á flugvellinum á Hornafirði, en Hornfirð- ingar hafa mikinn áhuga á að fá þverbraut á flugvöllinn sem fyrst til að bceta aðstæður til flugs þangað. Nesjahreppi. Einnig voru þar for- ystumenn í ferðaþjónustu á svæð- inu og ýmsir áhugamenn um þessi mál. Að sögn Vignis Þorbjörnssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Höfn hefur bygging þverbrautar á flug- vellinum á Hornafirði verið á 10 ára flugmáláaætlun, en þeirri framkvæmd hafi verið frestað oftar en einu sinni. Meðal annars var lagning á bundnu slitlagi á brautina, sem fyrir er, látin ganga fyrir. Vignir sagði, að ekki væri búið að staðsetja væntanlega þverbraut ennþá, en reiknað væri með að hún myndi hafa stefnu í norð- austur/suðaustur. Væru þetta rík- jandi vindáttir á þessu svæði. Núverandi braut liggur hins vegar legar morgun- og kvöldferðir frá Reykjavík í júlí og ágúst vegna dagsferða á Vatnajökul með ferðamenn. Því væri enn brýnna fyrir þá en áður, að þessi þver- braut yrði gerð. Eins og fyrr segir, mun vera gert ráð fyrir þessari framkvæmd á flugmálaáætlun, og kvaðst Vignir vonast til að eitthvað yrði hægt að byrja á þessu verki í sumar, en Flugmálastjórn mun hafa yfir- stjórn á þessum framkvæmdum, eins og öðrum flugvallafram- kvæmdum. Ekki mun þó liggja fyrir endanleg kostnaðaráætlun og nánari staðsetning er enn óákveð- in, eins og áður getur. Óljóst er því hver framvinda málsins verður á þessu ári. G.i. Landbúnaðarvandinn etinn á þorra Eskifjörður: Enn er verið að veiða síld Guðrún Þorkelsdóttir og Sæljónið eru enn á síld- veiðum og fer afli Guðrúnar í söltun. Sæljónið átti eftir um 500 tonna kvóta um áramót fór út 5. janúar og kom inn daginn eftir með 120 tonn og fór aflinn í flökun hjá Frið- þjófi hf. Hólmatindur liggur í höfn vegna bilunar en við- gerð stendur yfir. Aþ. Nú fer tími þorrablóta í hönd og leggjast þá landsmenn á eitt og keppast við að eta svokallaðan landbúnaðarvanda ýmist súrsaðan eða reyktan. Hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa sér Sveinn Jóhannson matreiðslumaður um þessa hluti og útbjó hann á haustmánuðum og lagði í súr ýmsan hefðbundinn þorramat eins og lundabagga, sviðasultu, hrútspunga og bringu- kolla. Hákarl og harðfisk kaupir kaupfélagið af Vigfúsi Helgasyni á Borgarfirði en hann hefur verkað hákarl frá því 1940 og notar aðferðir sem gengið hafa frá kyn- slóð til kynslóðar og hefur hann fram til þessa veitt hákarlinn sjálfur. í fyrra sá Sveinn um mat á 12 þorrablótum og munu gestir hafa torgað um hálfu tonni af súr- mat og öðru eins af hangikjöti. Austmat á Reyðarfirði hefur mörg undanfarin ár selt þorramat og sagði Jón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri að í fyrrra hefðu þeir séð um mat á 14 þorrablótum og hefðu í það farið 2 tonn af hangikjöti, 400 kg af saltkjöti og um 1 tonn af hefðbundnum súrmat og reiknuðu þeir með svipaðri sölu nú.Þess má geta að súr hvalur sem hingað til hefur verið í þorratrog- inu er nú ófáanlegur vegna hval- veiðibanns. Auk KHB og Austmat útbúa margar matvöruverslanir þorramat og selja í verslunum sínum og mun þessi góði þjóðlegi matur auka vinsældir sínar frekar en hitt þrátt fyrir skraf um kaloríur og cholesterol. ap. KURL Verst af öllu er í heimi einn að búa í Reykjavík Norræna ráðherranefndin lætur sig flest varða og er í minnisbók sem hún gaf út fyrir árið 1991 ýmsar hag- nýtar upplýsingar að finna. Þar er m.a. sagt frá því að 85,3% finnskra kvenna eigi sér náinn vin. Hvað varðar kynsystur þeirra í Danmörku eru 84% þeirra á sama báti. íslenskar konur virðast aftur á móti plagaðar af karl- mannsleysi og verst staddar norrænna kvenna í þessum málum, því aðeins 72,8% þeirra telja sig eiga náinn vin. í fleiru á mörlandinn met. íslenskir karlmenn í Reykja- vík á aldrinum 55-64 ára eru á norrænan mælikvarða met- hafar í einsemd eða eins og skáldið sagði „Verst af öllu er í heimi einn að búa í Reykja- vík.“ Samkvæmt riti þessu virðist mesta bílífið vera á finnskum konum búsettum í Helsingfors og þá vitum við það. Ef marka má sögu þá sem hér fer á eftir viröist hagur karla vænkast eftir að 64 ára markinu er náð. Smiður, hálf-áttrœður, kvœntist í fyrrasumar laglegri stúlku um þrítugt. Aldavini brúðgumans leist illa á þetta uppátœki gamla mannsins og gerði hann sér ferð heim til hans strax eftir brúðkaupið til að gefa honum holl ráð. ,Aldursmunurinn“, sagði hann, „er ofmikill til að þetta geti blessast, nema eitthvað komi til. Ég ráðlegg þér ein- dregið að fá í húsið ungan, geðslegan leigjanda, enda er húsakostur hjá þér nœgur. “ Gamli maðurinn féllst á þetta. Nokkrum mánuðum síðar kom vinurinn aftur í heimsókn. ,Jœja, hvernig gengur?“ spurði hann. „Prýðilega“, svaraði sá hálf- áttræði, „konan á von á barni. “ „Og hvað segirðu mér af leigjandanum?“ „HÚN á líka von á barni. “ ★ Gott er selsblóðið Steingrímur læknir Matthí- asson átti tal við Jón Ósmann, hinn jötuneflda ferjumann við Héraðsvötn, og spurði hann margs um hætti hans og venjur. Meðal annars kvað Steingrímur hann hafa sagt: „Gott er selsblóðið, læknir. Það er fjallgrimm vissa fyrir því.“ Þær hringja bæði hátt og lágt vekjara- klukkurnar frá okkur. Birta hf. Egilsstöðum, sími 11606. Opið: mán. - föst. 10-12 og 13-18 laugard. 10-18. Staðgreiðsluafsláttur. Úrval af skóm s.s. kuldaskór, Verslunin götuskór, spariskór KRUKmAFóTUk hælaskór. Egilsstöðum, sími 11155.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.