Austri


Austri - 19.12.1991, Page 11

Austri - 19.12.1991, Page 11
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 11 Svíþjóðarbréf 2 Það er sannarlega óviss framtíð sem virðist bíða okkar síðustu ár nítjándu aldarinnar. Ekki er ég viss um að ég þori nokkurn tíma að fara frá íslandi til Svíþjóðar á ný. Dagana sem ég var á Norrönu í ágústbyrjun 1990 réðst Saddam Hussein inn í Kúwait og síðastliðið sumar þegar ég á ný var á leið til Svíþjóðar gerðu herforingjarnir í Sovét uppreisn!. Efnahagserfiðleikar — útlendingahatur En hér er ég með konu og tveim yngstu sonum og unum við vel hag okkar. Nám og starf gengur að óskum. Sama er þó ekki hægt að segja af atvinnulífinu: í hverjum einasta fréttatíma er sagt frá upp- sögnum hundruða eða jafnvel þús- unda manna og minnkandi eftir- spurn á ýmiss konar iðnaðarvörum. Einna verstar hafa þó fréttirnar af „hruni“ Ameríkumarkaðsins hjá Volvó verið. Þetta kemur sérlega illa niður á þessu svæði, sem við búum á, því aðalstöðvar og verk- smiðjur Volvó eru einmitt í Gauta- borg. Ég reyndist sannspár um væntan- lega stjórn landsins í fyrri Austra- grein minni. Helst má líkja áhrif- um stjórnarskiptanna við það, að nýr gítarleikari taki hljóðfærið (stjórnartaumana) og þurfti að stilla örlítið einn og einn streng til að spila næsta lag í sama dúr. Karl Bildt forsætisráðherra á þó erfitt með stillinguna: Nýi flokkurinn (óánægjuflokkurinn Ny Demo- krati) hefur enn ekki fellt neitt stjórnarfrumvarp en hefur í hót- unum og miðflokkurinn sem er einn fjögurra stjórnarflokka er mjög óþægur. Þetta er auðvitað vatn á myllu sósíaldemókratanna sem spáðu glundroða ef milli- og hægriflokkastjórn kæmist á. Fjölmiðlar eru þessa dagana fullir af fréttum um vaxandi fjand- skap gegn útlendingum í landinu. Nú er ekki lengur skortur á vinnu- afli heldur vaxandi atvinnuleysi og þá eru innflytjendur ásakaðir fyrir að taka vinnuna frá innfæddum. Rangt væri þó1 að álíta að allir Svíar hugsi þannig, mikill meiri- hluti telur ávinning, bæði efna- hagslegan og menningarlegan af innflytjendum. Málið snýst aðal- lega um það, að hinir reiðu hafa hærra og eru skipulagðari en áður. Auk þess er hér um að ræða áhrif frá öðrum Evrópulöndum, þessi faraldur er víða á ferðinni. Hér vara hugsandi menn við því að andvaraleysi almennings, eins og var í Svíþjóð á nazistatímabilinu, megi ekki endutaka sig. Menn verði að snúast til varnar eða gagn- sóknar gegn öfgaöflunum. Myndavélin sem sigraði herdeildina Austurevrópa er mikið í fréttum hér eins og víðar. Ég hefi lengi haft mikinn áhuga á málefnum þessa heimshluta, fór í margar keppnisferðir þangað á árunum 1956-’62, og hlusta gjarna á stutt- bylgjuútvarpið mitt á fréttir Austur- evrópuútvarpsstöðva (á ensku). Hvílík umskipti eða fyrir fáum árum! Það heyrast frá Moskvu ófagrar lýsingar á voðaverkum Stalíns og mistökum hins komm- únistíska kerfis eins og reynt var að framkvæma það. En ekki virðist betra taka við, a.m.k. ekki fyrst Vilhjálmur Einarsson um sinn. Átakanlegar hjálpar- beiðnir og spár um hungursneyð vetur sanna það. Trúlega eru átökin í mörgum „alþýðulýðveld- um“ svo sem Júgóslavíu aðeins forsmekkurinn af því sem koma mun. Mér hefur orðið hugsað til at- viks sem skeði í Austur-Þýska- landi sumarið 1975 þegar ég var þar á ferð með alla fjölskylduna: Við vorum akandi á Volvó á aðal- veginum milli Lubeck og Berlínar, með tjaldbúnað og eldunartæki því efnahagurinn leyfði ekki hótel- gistingu eða fæði. Þetta var á laug- ardegi og hvergi neina þjónustu að fá. Sérlega var illt að geta hvergi keypt mjólk handa tveggja ára barninu (Hjálmari). Loks liggur leiðin í gegnum smábæ. Þar virtist eitthvað um að vera framan við reisulegt hús. Þegar nær var komið kom í ljós að þarna sátu 30-40 hermannaklæddir ungir menn við borð á stétt framan við veitinga- hús. í mestu makindum voru marg- ir þeirra að kneyfa öl. í granda- leysi tek ég upp myndavélina og bý mig til að taka mynd. Það er eins og við manninn mælt: hópurinn tvístrast! Þegar við höfðum áttað okkur eftir undrunina sem þetta sætti, fórum við að reyna að panta eitthvað að borða, allur hópurinn, við hjónin með fimm stráka glor- hungraða. Kjúklingakonan Þegar við komum að útiaf- greiðsluborði tóku munnvatnskirtl- arnir heldur betur til starfa: innan við borðið var amerísk kjúklinga- steikingarvél á fullu að steikja tugi kjúklinga. Með allri tiltækri þýsku- kunnáttu og svip sársvangs fjöl- skylduföður með banhungraða syni stna grátbændi ég afgreiðslu- stúlkuna um mat fyrir fólkið en án árangurs. Þar sem ég var ekki á því að láta mig, enda í fullum rétti að mér fannst á opinberum veit- ingastað, var nú kallað á yfirmann. Hann hóf langar samræður við þjónustustúlkuna sem lyktaði með því að við fengum hálfan skammt á mann. Skýringin á því hvers vegna það hafði verið svona erfitt að fá keypt að borða kom þegar við vorum að byrja á krásunum: lítil rauð Ladabifreið renndi upp að stéttinni og út úr henni snarað- ist stuttvaxin hnellin kvinna í loð- pels. Hún strixaði beint að af- greiðsluborðinu og nú varð handa- gangur í öskjunni: 2-3 þjónar birt- ust og snöruðu öllum kjúkling- unum (sem eftir voru) úr vélinni og ofaní hita-stamp (termos), sem snarlega var borinn út í Löduna. Konan er úr sögunni, nema hvað ég hefi oft hugsað til hennar undanfarin misseri. Skyldi hún hafa þjóna kring um sig í dag bukkandi og beygjandi. Andinn kom yfir mig Áratug síðar eða svo (fyrir 5 árum) var ég á ferð um Þýskaland ásamt um það bil 20 framhalds- skólastjórnendum af íslandi. Einn dag ferðarinnar lá leiðin til Austur- Berlínar. Hér fer á eftir ljóð sem ég hripaði í dagbókina um kvöldið: (orðið umstigið sem fram kemur í annarri línu annars erindis má kalla nýyrði, myndað af þýska orðinu „umsteigen“ = að skipta um lest): Vakinn rétt með venjulegum hætti, vorið birtist dag frá degi í trjánum. Nú sló hjartað með allmiklum aukaslætti: Til Austur-Berlínar farið skal burt frá kránum, sem kapítalisminn vestan múrsins manar meistara af ísagrundu og suma spanar. Undirlest tekin inn að borgarmiðju, umstigið svo í biðröð staðið lengi. Því nú á að skoða „nýrramannasmiðju“ og nákvæma skipan bæði um torg og engi. Eitt þurfa menn hér öðru fremur að læra: af ást á stórri hugsjón fórn að færa. Já, MURINN verður hér mörgum kær og þarfur svo megi vel blómstra hinn sósíalíski arfur. Og brosandi þegnar standa í biðröðunum, bergjandi í anda á hugsjónunum háu, Pað er ekki eins einfalt að ákvarða ártal um kristnitöku Svía og íslendinga. Talið er að kristni hafi borist til Onsala á 12. öld frá Danmörku. Sumir landshlutar bjtiggu við heiðni lengi þar eftir. Teikningin er af Onsala kirkju, byggingin er um það bil 300 ár gömul. En vitað er að allt frá miðöldum hefur kirkja staðið á þessum stað og talið víst að þarna hafi Óðinn verið blótaður frá grárri forneskju. Onsala hét til forna Óðinssalir og kirkjan stendur á hœsta staðnum á Onsalaskaga. Pað er gott að sœkja messu innan hinna rúmlega metersþykku veggja þessa gamla guðshúss. slagorðin læra og skyldugt romsa upp runum um ráðstjórnardýrð og forsjá í stóru og smáu. En skrítið er það í alræði öreiganna hvað alla skapaða hluti þarf að banna. Því verður ekki þrautalaust oss að sanna að þarna sé fundið sæluríkið manna. Kerfið sem við fengum að kynn- ast virtist vissulega fullkomið og hugsjónirnar fagrar. Um fram- kvæmdina höfum við orðið margs vísari í seinni tíð, en þegar ég flutti braginn á lokahófi í Vestur-Berlín fékk hann misjafnar undirtektir. En ég hefi lengi verið við þetta heygarðshornið: oftrú á hvers konar kerfi er varhugaverð, hvort sem kerfið er sósíalistiskt eða hinn „frjálsi" markaður, sem öllu á nú að bjarga. í tilefni jóla og áramóta Greinarkorn þetta átti eiginlega að verða jólarabb. Vissulega getum við íslendingar haldið heilög jól í sátt við almættið, friði og öryggi. Okkur hefur verið fengið gott en erfitt land að byggja. Gegnum örbirgðaskeið liðinna alda hefur þjóðin bjargast einnig úr þeim. En við verðum að standa á verði um þjóðleg verðmæti og vandað líf- erni. Ég kveð að sinni með þýðingu, sem ég gerði á Ijóði eftir Andres Vassbotn: Að lifa Að lifa það er að elska það besta sem sál þín sá, að lifa það er í starfi að eiga sér hugsjón há að lifa það er að finna þann fjársjóð sem æðstur er, að lifa það er að sá til hins sanna nú og hér; að lifa það er sér lygina og róginn að leggja frá, að lifa það er sem hafið að spegla himinn blá. Gleðileg jól og farsælt ár! Sendum starfsfóííii, féíagsmönnum og öSrum viðsfiiptamnum 6estu óskir um gíeSiíeg jóí og farsceít (wmandi ár. MeS fpöfdi fyrir vidskiptin á árinu sem er aS ííSa. Kaupfélag Stöðfírðinga Stöðvarfírði og Breiðdalsvík Sendrnn vvSskiptavinnm okkar og starfsfóíki 6estu óskir um gíeðiíeg jóí og farsceít komandi ár. Pökkum áruzgjuíegt sumstarf á íiðnu ári. Hraðfrystihús Eskifjarðar Eskifirði

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.