Austri


Austri - 19.12.1991, Side 13

Austri - 19.12.1991, Side 13
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 13 Ari Sigurbjörnsson: Kylfíngar hleypa heimdraganum Á öndverðum vetri tók útþrá að herja á nokkra kylfinga í Golf- klúbbi Fljótsdalshéraðs. Reyndist þetta svo smitandi að áður en yfir lauk, höfðu ekki færri en tíu tekið farsóttina. Svo vel vildi til að Sam- vinnuíerðir-Landsýn buðu upp á golfferð til Cala D’Or á mjög hag- stæðu verði, átta daga ferð 1.-8. október. Þótti það vel við hæfi að hressa upp á móralinn hjá Spánverjunum eftir útreiðina sem þeir hlutu hjá „sparkverjum“ okkar. Var nú hópurinn, þ.e. átta frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, einn frá Golfkúbbi Eskifjarðar og einn frá Golfklúbbi Hornafjarðar, samankominn í Reykjavík daginn fyrir brottför. Gengu menn snemm- endis til náða, því til stóð að vakna með fyrra fallinu. Minna varð þó úr svefni en til stóð því nú upplýstist að einn hafði gleymt passanum austur á Egils- stöðum. Var nú slegið upp mál- þingi og þótti fokið í flest skjól, þó ekki öll, klukkan sex og hálf var smalað í bíl og ekið á vit laganna varða í Keflavík. Báru kylfingar þar upp sín vandræði en hinum vösku mönnum þótti lítið til koma, slengdu þeim passalausa á bekk, ræstu út sakamannafótó- graffinn og smelltu af mynd. Vitað var að fógetinn opnaði klukkan átta og var sá passalausi skilinn eftir á dyrahellunni, en hinir upp á völl í inntékk. Við fyrsta útkall var hópurinn heldur bágrækur, stóð þó á endum í þriðja kalli var hann staddur gegnt stiganum niður í móttökuna. Glumdu þá fótaslög á steinlögðu gólfinu og var þar kominn sá passalausi, flagnsandi með bláa kverið í hendi, inngreypt mynd í amstrinu vildi eitt og annað verða eftir heima og varð þá að notast við það sem nærtœkast var: Hér spilar ístró grossó golf á espandrellum. með skældu brosi , lengd, burðar- degi og stimpli fógeta. Flengdist hann upp á móti rúllustiganum á sinn stað aftarlega i röðinni sam- kvæmt mannvirðingum. Marseraði nú hópurinn um borð líkt og Þrá- inn á flokksþingi, ávallt fyrstur, síðan Alli, Einar, Rúnar og minni spámenn reka lestina með hjart- slátt í augum. Á Mallorka var lent á áliðnum degi. Er menn voru búnir að taka upp úr töskum var farið að skima eftir fatnaði er hæfði veðurfari. Fyrir flestum gekk þrautalaust að finna boli og Bermudabuxur við hæfi, en einum dvaldist en fannst í fataverslun upp að hnjám í taui. Spánverjar eru menn smávaxnir og þvældist eitthvað fyrir afgreiðslu- stúlkunni að finna rétta stærð. Sló hún út höndum og heyrðist okkur hún tauta „ó ístró grossó“ og hvarf á bakvið. Kom að vörmu spori með stranga undir hendi, var þar kominn passlegur bolur. Lá nú leiðin í skóverslanir. Það er grundvallaratriði á svo suðlægri breidd, ef þröngt er búið, að ganga í skóm sem anda, annars færi í það verra færu allir úr samtímis. Mælti einn sigldur með sérhönnuðum inn- fæddra skóm. „Is it my númeró?“ spurði sá framhleypnasti á spænsku- skotinni ensku. „Nei þetta er allt of lítið“ svaraði hún á lýta- lausri íslensku. Fóru nú viðskiptin að greiðast og innan tíðar val- hoppuðu „dres arnigos" út á pass- legum espadrellum, til fótanna eins og hérlenskar fjósakonur í gúmmíleysi stríðsáranna. Voru nú flestir tilbúnir að takast á við amstur næstu daga, fengu Nokkrir úr hópnum. sér létta nautasteik (sumir tvo skammta) og ljúft vín. Alkóhól smakkaði ekki nokkur fyrr en eftir sólsetur, til að fá ekki á sig stimpil dagdrykkjumannsins. Hópurinn spilaði mest, eða fjóra daga á Val D’Or vellinum, sem er níu holu völlur, brautir langar og opnar á spánskan mæli- kvarða, þótt flestum þætti nóg um tré og sandglompur á brautum. Tvisvar var farið á aðra velli á norðausturhorni eyjunnar. Cania- mel var annar, átján holu völlur langur og þröngur, en hinn Roca Greinarhöfundur reiðir hátt til höggs. Viva, glæsilegur völlur sem opn- aður var mánuði áður en við komum. Verður sá dagur okkur ógleymanlegur, en við komumst á völlinn á kynningarverði, en innan tíðar verður hann of dýr fyrir venjulega túrista. Þegar við komum á völlinn var besta veður, um 25 stiga hiti. Það hafði rignt um nóttina, skýjamökkur lá yfir fjöllunum í kring, eldingar leiftr- uðu og þrumur skóku fjöllin. Völlurinn eftir skýfalUb mikla. Þegar við höfðum spilað í u.þ.b. tvo tíma opnuðust allar gáttir him- ins og ekki annað að gera en flýja í skjól. Stóðu þessi ósköp í tæpa tvo tíma og þegar stytti upp var völlurinn einn hafsjór. Nokkru síðar fórum við að spila og slógum á milli hávaða sem upp úr stóðu, en óðum elginn á milli. Völlurinn þornaði á undra- verðum tíma og kom undan vatns- aganum iðjagrænn og fallegri. Einn og einn ráðvilltur froskur, sem skolað hafði úr tjörnum, stökk um brautir. Á fimmta degi var haldið golf- mót fyrir hópinn á Val D'Or vell- inum. Ekki á alvarlegri nótunum, reglur frjálslegar. Menn skiluðu inn skorkortum til Kjartans farar- stjóra en um kvöldið kom hópur- inn saman og útbýtti Kjartan þar verðlaunum til manna. Úrslit án ábyrgðar í fyrsta sæti voru tveir jafnir, þeir Gunnar Einarsson og Guðlaugur Erlingsson, Golfklúbbi Fljótsdals- héraðs. Fékk Gunnar styttu, en Guðlaugur fría golfferð að ári. Annar varð Pálmi Einarsson Golf- klúbbi Hornafjarðar, þriðji Ási úr Golfklúbbi Ness, að ég held. Fyrsta sæti með forgjöf Bragi Golfklúbbi Reykjavíkur, annað og þriðja sæti undirritaður og Páll Pétursson Golfklúbbi Fljótsdals- héraðs. Á áttunda degi flugu þreyttir og ^ælir menn heim á leið, stórum rróðari um hvernig staðið skuli að ippbyggingu eigin vallar, harð- ákveðnir að endurtaka slíka ferð þótt síðar verði. Færum við Kjart- ani Pálssyni okkar bestu kveðjur og þakklæti fyrir alla lipurðina. Hér er það einbeitnin sem gildir. Ljóð í fjörunni brunnu gömlu rúmin og rokkarnir. Svo átti að hefja nýtt líf á nútímavísu. Nýtt líf í nýjum húsum með hrjúfa kalda steinveggi, stórar stofur búnar nýjum húsgögnum sem enginn hafði tíma til að nota. í huganum ómar endurminning um litlar stofur með viðarklœdda veggi og eld í ofni. Lestur sögu, tif í prjónum og suð rokksins renna saman við rólegan andardrátt fólksins í stofunni og mynda Ijúfan klið og háir gaflar gömlu rúmanna veita öryggiskennd á myrkum nóttum. Réttu mér hönd þína, gamli tími, svo höldum við saman inn í óljósa framtíð í leit að þekkingu og visku. Guðný G. H. Marinósdóttir

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.