Austri - 19.12.1991, Qupperneq 14
14
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1991.
Guðjón Sveinsson, rithöfundur Breiðdalsvík:
Ég hef alltaf verið
hálfgerður villimaður
„Eg hef starfað allt milli himins
og jarðar, verið bóndi, sjómaður,
kennari, verkamaður, svo eitthvað
sé talið“ sagði Guðjón Sveinsson
rithöfundur á Breiðdalsvík, þegar
blaðamaður spjallaði við hann
kvöldstund á dögunum. Guðjón er
mörgum að góðu kunnur fyrir
barna- og unglingabækur sínar,
sem nú eru orðnar 20 talsins. í
haust sendi hann frá sér sína fyrstu
ljóðabók og auk þess sem hér
hefur verið talið, hafa birst eftir
hann smásögur og ljóð í safn-
bókum og tímaritum. Einnig vann
hann að útgáfu á Breiðdælu á
sínum tíma. En hvað kom ungum
sveitamanni til að snúa sér að rit-
störfum.
Upphaf ritstarfa
„Hver voru tildrög þess að þú
gerðist rithöfundur, byrjaðir þú
ungur að skrifa“?
Tildrögin man ég nú ekki gjörla,
en ég man að mamma var áskrif-
andi að „Vorinu“ fyrir okkur
krakkana. Það hefur sjálfsagt haft
áhrif að Eiríkur Sigurðsson, sem
stóð að blaðinu, var alinn upp á
næsta bæ við hana og hún hafði
kennt honum ungum. í Vorinu var
lítill þáttur sem hét úr heimi barn-
anna, þar birtust ljóð og sögur
eftir krakka og ég fór að hugsa
hvort ég gæti þetta ekki líka og fór
að senda smá pistla og sögur í
blaðið. Ég gleymi ekki tilfinning-
unni, þegar ég sá fyrst eitthvað
eftir mig á prenti, mér fannst ég
meiriháttar númer, eins og sagt er
í dag. Þetta var nú kveikjan. Mér
gekk vel að skrifa ritgerðir í barna-
skóla, þar kenndi mér í þrjú ár
Sigurjón Jónsson skáldbóndi í
Snæhvammi og ég fékk góðan
vitnisburð hjá honum. Þetta tel ég
að hafi orðið til að örva mig til rit-
starfa seinna á ævinni.
Ég hef alltaf verið
hálfgerður villimaður
„Hvenær kom fyrsta bókin út“?
Ég stóð á þrítugu, þegar fyrsta
bókin kom út. Ég gerði lítið af að
skrifa, þegar ég var á Eiðum í
skóla. Það gekk nú svo mikið á
fyrir mér á þeim árum að ég mátti
ekki vera að því að læra. Ég var þá
og hef alltaf verið hálfgerður villi-
maður að eðlisfari. Eftir dvölina í
Eiðaskóla fór ég fljótlega á sjóinn,
enda kominn með börn og bú og
farinn að byggja eins og gengur og
mikið að gera. En þá fór að vakna
aftur hjá mér þessi þrá að skrifa.
Ég er enginn
metsöluhöfundur
„Hvernig gekk þér að koma þér
á framfæri sem rithöfundi“?
Ég sendi handritið að fyrstu
bókinni minni forlagi fyrir sunnan,
og fékk það endursent, sjálfsagt
með kurteislegu bréfi. En þá vill
það þannig til að Esjan er að koma
að sunnan á leið norður um. Ég
gekk frá handritinu aftur, merkti
það Bókaforlagi Odds Björns-
sonar á Akureyri og hljóp með
það niður á skipaafgreiðslu sem
var í kaupfélaginu. Það var búið
að ganga frá póstinum, en ég bað
afgreiðslumanninn að koma um-
slaginu á stýrimanninn, en það var
alvanalegt að hann tæki að sér að
koma pósti til skila sem ekki náðist
að koma í póstpoka í tæka tíð.
Eftir dálítinn tíma fékk ég línu frá
Akureyri þar sem þeir tilkynna
mér, að þeim lítist nokkuð vel á
þetta og ætli að gera tilraun með
útgáfu. Og þeir hafa gefið út allar
mínar bækur, nema tvær, sem
komu út hjá Skjaldborg. Ég hef
aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að verða svokallaður met-
söluhöfundur og er auðvitað
grænn af öfund út í þá. En það
sem hefur haldið lífinu í mér í
þessari baráttu er það að hver ein-
asta bók sem ég hef skrifað hefur
hlotið góða dóma.
Ævintýrin eru sígild
„Nú hefur þú í seinni tíð farið út
í það að skrifa rammíslensk ævin-
týri, þar sem söguhetjurnar eru
jafnt menn, dýr og vættir, ertu
alinn upp við sögur“?
Já, þegar ég var að alast upp var
gömul kona á Þverhamri, Kristín
Þórarinsdóttir. Hún var alveg sjór
af ævintýrum, sem hún sagði
okkur strákunum og við sátum
flest kvöld á vetrum og drukkum
þetta í okkur. Ég man í rauninni
ekki mikið af þessum ævintýrum,
sum eru þekkt en ég er hræddur
um að önnur hafi aldrei verið
skráð og að þeim er mikil eftirsjá.
Það hefði verið gaman að eiga
þessi ævintýri núna. Ævintýri eru
sígild og ævintýraformið hentar
mjög vel, þannig að persónur
ævintýranna geta verið persónu-
gervingar fyrir fólkið í dag.
Tímamótaverk
„Nú ert þú gamall sjómaður,
gerist engin bóka þinna á
sjónum“?
Jú, reyndar ein „Ört rennur
æskublóð“. Ég var fremur
ánægður með þá bók, en hún fékk
dræmar viðtökur lesenda. Ég las
þessa bók í útvarp 1982 og það
gladdi mig, þegar ég frétti að
gamlir sjómenn fylgdust með
henni og máttu ekki missa af lestri.
Eins var þessi bók talin upp í fyrra
í útvarpsþætti, sem dæmi um tíma-
mótaverk á meðal íslenskra barna-
og unglingabóka.
Yíða leynast listamenn
Nú hefur þú verið með mynd-
skreytingar í bókum þínum og
leitað í þeim efnum til samsveit-
unga þinna. Hefur þér ekki þótt
fengur að því, að geta leitað til
mann í heimabyggð“?
Jú, Pétur Behrens hefur mynd-
skreytt nokkrar bóka minna.
Þegar hann flutti hingað var það
eins og himnasending. Þarna var
viðurkenndur listamaður, sem var
búinn að kenna teikningu í Hand-
íða og myndlistaskólanum í fjölda
mörg ár, áður en hann lagði í það
ævintýri að gerast hrossabóndi
austur á Fjörðum. Það kom því
eins og af sjálfu sér, að ég leitaði
til hans. Með Einar í Felli, sem
myndskreytir „Leitin að Moru-
kollu“ gegnir allt öðru máli. Það er
nú alveg kapítuli út af fyrir sig.
Fyrir tveim árum kom konan mín
með mynd heim sem á voru aust-
firsk, brött fjöll, blár himinn, sól í
heiði og þrenningin, maður,
hundur og hestur. Myndin var full
af sólskini og lífi og ég man að
konan spurði, „hver heldur þú að
hafi gert þessa mynd?“ Það vissi ég
ekki. Einar í Felli sagði hún og ég
sá fyrir mér vinnulúnar hendur
Einars bónda, sem unnið hefur
erfiðisvinnu allt sitt líf og ég ætlaði
ekki að trúa mínum eigin augum.
Ég fékk þá hugmynd strax að
þarna væru myndir sem mundu
henta vel sem myndskreyting í
bók, ekki síst barnabók. Það liðu
nú reyndar tvö ár áður en ég kom
því í verk að skrifa handrit. Ég fór
með það til Einars og segi við
hann: „Jæja, nú klippir þú myndir
við þetta“. Honum leist ekkert á
það, en sagði þó „ég get klippt út,
en þú raðar saman“. Nei! segi ég,
„þú lest þetta handrit og ef þú sérð
engar myndir í því, þá hendir þú
því“. Eftir nokkra daga kom hann
með þrjár myndir, nánast eins og
ég hafði hugsað mér. Og ég sagði
við hann. „Þú getur spurt mig ráða
og borið undir mig hluti, ef þér
sýnist svo en myndirnar vinnur þú
einn“. Og það gerði hann með
mikilli prýði.
Ég vil skrifa fyrir allan
aldur
„Að hverju ert þú að vinna
núna“?
Nú er ég komin út úr ævintýrinu
aftur. Ég er að skrifa barna- og
unglingabók eða bók fyrir allan
aldur vona ég. Bakgrunnurinn er
heimstyrjaldarárin síðari. Ég held
ég fari nú ekkert að rekja sögu-
þráðinn nánar. En í þessari bók
geng ég lengra í að reyna að lýsa
sálarlífi sögupersóna, en ég hef
áður gert í bókum mínum. Á
margan hátt held ég að ég styðjist
Guðjón Sveinsson.
við minningar mínar frá þessum
árum. Ég var í lok stríðsins 7 ára,
það var skotið hér á byggðina, ég
man ekki eftir því sérstaklega, en
ég man eftir ótta fólksins. Það var
brýnt fyrir okkur börnunum, að ef
við værum úti við og heyrðum í
flugvél, þá ættum við að leggjast
niður og skríða í skjól við barð eða
stein og værum við inni var farið
með okkur strax niður í kjallara.
Auglýsingar ráða
vinsældum
„Hefur lestrarsmekkur barna
breyst"?
Ég hef nú ekki fylgst mikið með
Mig langar með þessum línum
að vekja athygli á síðustu setn-
ingum Droplaugarsonasögu. Þær
setningar eiga sér enga hliðstæðu í
nokkurri annarri íslendingasögu
en þær eru þessar: „... Helga bjó
eftir Ingjald liðinn á Arneiðar-
stöðum og Þorvaldur sonur þeirra
Gríms. Þorvaldur átti son er
Ingjaldur hér. Hans sonur var Þor-
valdur er sagði sögu þessa. Vetri
síðar en Þangbrandur prestur kom
til íslands féll Helgi Droplaugar-
son“.
Hér segir að Helgi falli árið 998.
Hér segir líka að það líði aðeins
þrír ættliðir frá þessum atburðum
og þar til sagan er skráð. Einnig
segir hér hver segir fyrir söguna og
um leið að hún er skráð 100 árum
fyrr en nokkur önnur íslendinga-
saga.
í formála sögunnar er hún talin
skrifuð 1120, sem er að mér finnst
um 20-30 árum of seint ef talin eru
30 ár í ættlið eins og venja er.
Hér er gaman að rifja upp hvað
Guðni Jónsson útgefandi og sagn-
fræðingur segir um aldur íslend-
ingasagna svona yfirleitt. Hann
segir: „Þegar hinar bestu íslend-
því beint, en óbeint sem barna-
bókahöfundur hef ég orðið var við
það. Auglýsingaflóðið, einkum í
sjónvarpi, er að taka völdin um
hvað lesið er. Fjársterk forlög geta
auglýst höfunda upp. Það er
kannski ekkert við þessu að gera,
en mér finnst það ekki heiðarlegt.
Ég hef heyrt þau orð höfð eftir
auglýsingastjóra, að efni bókar
skipti ekki máli, það sé hægt að
gera hvaða bók sem er að metsölu-
bók, bara ef forlagið á nóga pen-
inga.
Ljóð og myndlist
„Nú hefur þú nýlega sent frá
þér ljóðabók, er von á fleirum“?
Það veit ég nú ekki, en ég hef
alltaf haft gaman af ljóðum. Ég
hef afskaplega gaman af myndlist
þó ég geti ekkert teiknað sjálfur,
og ég sæki myndlistarsýningar ef
þess er nokkur kostur. Ég held að
ljóð og myndlist sé miklu nær
hvort öðru, heldur en ljóð og
skáldsaga. Ljóð hafa alltaf
höfðað til mín og ég hef reyndar
fengist við ljóðagerð síðan ég var
krakki. Ef ég fletti í ljóðamöpp-
unni, sem ég kalla svo, á ég sjálf-
sagt efni í tvær ljóðabækur. Ég er
alltaf að skrifa ljóð, en ekki með
það í huga að gefa þau út á bók.
Auðvitað fer það þó eitthvað
eftir því, hvernig þessu kveri
mínu reiðir af. Ljóðformið er
knappt form og það krefst þess,
að maður dragi fram kjarnann í
því sem maður er að segja á ein-
faldan hátt, svo maður leggur
heilmikið af sálinni í það. Ég held
að ljóð geti aldrei orðið gott,
hvorki frá efnislegu né fagur-
fræðilegu sjónarhorni, nema að
maður opni sig talsvert og gefi af
sjálfum sér meira heldur en í
skrifuðum texta. Aþ
ingasögur voru ritaðar hlýtur
sagnaritunin að hafa átt langan
þróunartíma að baki“. Ég finn
ekki að Droplaugarsonasaga
standi öðrum íslendingasögum
neitt að baki hvað snertir stíl eða
framsetningu.
Það læðist því að manni sú
hugsun að settur eða sagður ritun-
artími íslendingasagna sé síður en
svo nákvæmur svo ekki sé meira
sagt.
Guðni Jónsson (útgefandi) lýsir
í formála Fornaldarsagna Norður-
landa veislunni á Reykhólum sem
þar var haldin árið 1119: „... Þar
voru ekki sagðar konunga- eða
íslendingasögur en heldur einmitt
fornaldarsögur...“. Þetta var í
upphafi ritaldar áður en Ari fróði
samdi íslendingabók og löngu
áður en nokkur íslendingasaga var
skráð!! Guðni sér sjálfur um
útgáfu Droplaugarsonasögu og
segir hana skráða 1120 eða ári
seinna en veislan á Reykhólum.
í Njálssögu er rakin ætt þeirra
Sæmundar fróða og ísleifs
biskups. En afkomenda þeirra er
hvergi getið. Hvers vegna?
YogZ
Leiðiskransar og krossar.
Luktir og kerti á leiði.
Útidyrakransar, kertaskreytingar,
þurrskreytingar.
Skreytingar úr lifandi blómum.
Gefið skreytingar - þær gleðja.
GCeðiIeg jóí, þökkrnn viðsltiptin á ííðcmdi ári.
Sjáimtst firess á vcýju ári.
Tómstundaiðjan Egilsstöðum.
Guðjón og Einar Árnason, bóndi á Felli í Breiðdal, unnu saman að barnabókinni
„Leitin að Morukollu". En myndirnar í bókinni klippti Einar fríhendis og raðaði
saman. Listina lærði hann af móður sinni, sem klippti út úr pappír alls konar leik-
föng handa börnum sínum.
Fáein orð um ritunartíma
íslendingasagna