Austri


Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 19

Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 19
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 19 F erðaminning Pegar aldur færist yfir mann, fer hugurinn oft að leita til liðinna ára, þannig fer oft fyrir mér nú í seinni tíð. Ein af þessum gömlu minningum er ferð til Loðmundarfjarðar, sem ég fór seinnihluta vetrar 1934, en þá var ég við nám í Eiðaskóla. Tildrög að ferð þessari, var að Friðberg Einarsson frá Klypps- stað, sem var líka við nám á Eið- um, langaði til að fara snögga ferð heim í helgarfrí. Hann fór að minnast á það við mig, hvort ég væri ekki til í að koma með sér. Ég tók vel í það. En af því að veður var mjög gott, auð jörð í byggð og upp í miðjar hlíðar, ákvað Bergur, eins og hann var alltaf kallaður, að fara um næstu helgi. Við fórum til skólastjóra séra Jakobs Kristins- sonar og báðum um frí úr skóla á föstudag og fararleyfi, sem hann gaf, en einhverjar varúðarreglur tjáði hann okkur, sem við lofuðum að fara eftir, því það var yfir fjall- veg að fara milli Héraðs og Loð- mundarfjarðar. Á fimmtudagskvöld fórum við Bergur inn í eldhús til ráðskon- unnar og sögðum henni frá fyrir- hugaðri ferð og báðum hana að útbúa nesti fyrir okkur. Lofaði hún að það skyldi vera til morgun- inn eftir, þegar við kæmum til að fá okkur morgunmat. Snemma á föstudagsmorgun lögðum við Bergur af stað frá Eiðum með staf í hönd og skíði á öxl, þótti vissara að hafa þau með því mikill snjór var til fjalla þó autt væri í byggð. Gunnþór Eiríksson á Ásgeirs- stöðum í Eiðaþinghá, hafði frétt af þessari ferð okkar og sló í að fara með að gamni. Var ákveðið að hittast í Gilsárteigi. Stóð hann þar á hlaðinu þegar við komum. Eng- inn stans var þar, sem teljandi var, kvöddum við þá heimamenn, sem við hittum og meðtókum þeirra fararóskir. Síðan þrömmuðum við af stað upp fjallið sem leynir ótrú- lega á sér með ásum og lægðum á milli. En stefnan var tekin á svo- kallaða Tó í 659 m hæð og fylgdum leiðarmerkjum, þar sem þau sáust, en það voru leifar af gömlum vörðum. Þegar upp á Tó kom, tylltum við okkur niður á snjóinn, tókum upp nestið og borðuðum. Eftir smá stund spratt Bergur á fætur, sagði að ekki mætti slóra um af því löng væri leiðin. Nú stigum við á skíðin og sóttist gangan vel yfir heiðina. Pegar á heiðarbrún kom og sá út yfir Loðmundarfjörð, var numið stað- ar, virtum fyrir okkur dalinn og fjöllin. Bergur sagði að það væru tvö allhá og þverhnípt klettaklif illfær á leiðinni niður, hefðu verið ruddar skágötur í þau svo komast mætti með hesta. Einhver snjór var í þessum klettaklifum en okkur enginn farartálmi. Pegar niður í dalinn kom vorum við léttir í spori út að Bárðarstöðum sem er innsti bær í dalnum að norðan- verðu. Nú var Bergur kominn á heima- slóðir og þekkti alla. Okkur var boðið að ganga í bæinn og borið kaffi, spurðir frétta og spjallað um eitt og annað. Bóndi var Zóphó- nías Stefánsson, kona hans Olína Jóhannesdóttir, þrjú börn þeirra og foreldrar húsfreyju alls sjö manns. Eftir að hafa lokið kaffidrykkju og hvílst um stund, kvöddum við heimafólk og gengum af stað út dalinn. Mig minnir að leið liggi um hlaðið á Úlfsstöðum. Par gerðum Stefán Bjarnason. við ekki vart við okkur og héldum áfram út að Klyppsstað, sem var okkar áfanga- og gististaður. Mér er enn í fersku minni hvað veðrið var stillt og gott marauð jörð í byggð þó mikill snjór væri til fjalla. Á Klyppsstað bjuggu foreldrar Bergs, þau Einar Sölvason af Hér- aði og Þórey Sigurðardóttir frá Mýnesi í Eiðaþinghá. í kirkjubók Klyppsstaðakirkju 1934, eru hjónin og börn þeirra sex skráð þar. Ekki er ég viss um að allar systurnar hafi verið heima, ef til vill í skóla? Baldur síðar bóndi á Sléttu á Reyðarfirði var heima. Parna var fullt af fólki, en íbúðarhús ekki stórt. Um kvöldið var mikið spilað á milli þess sem bornar voru fram veitingar. Morg- uninn eftir fór ég með þeim bræðrum og föður þeirra í fjárhúsin. Mér fannst ærnar fallegar og vel fóðr- aðar, enda að sögn auðvelt að afla heyja, venjulega allt vafið í grasi og sumarhagar góðir. Á Klypps- stað var lítil kirkja og í henni orgel. Ég kom í hana og mig minnir að annar þeirra bræðra settist við orgelið og spilaði lag. Kirkjan var gerð upp fyrir nokkrum árum undir stjórn Hall- dórs Sigurðssonar á Miðhúsum. Kirkjan er eina húsið á Klyppsstað sem er uppistandandi. Bergur sagði að við yrðum að nota laugardaginn vel og fara á sem flesta bæi í sveitinni, sem þá voru 9, allir í byggð og margt fólk á þeim flestum, því þetta ár eru 72 hreppsbúar skráðir í kirkjubók Klyppsstaðakirkju. Við fórum fyrst út að Seljamýri, þar skyldi Bergur okkur Gunnþór eftir, en sagðist þurfa að skreppa út að Nesi. Okkur Gunnþóri var boðið í stofu af Nönnu Þorsteins- dóttur húsfreyju. Hún sagði að það hiltist nú svo illa á að maður sinn, Sigurður Jónsson, hefði farið í gær (föstudag) til Seyðisfjarðar ásamt þeim Stefáni í Stakkahlíð og Þorsteini á Ulfsstöðum. Nanna fræddi okkur um eitt og annað úr sveitinni Hún sagði að þau Sig- urður hefðu byggt þetta tveggja hæða steinhús 1927 og hefðu verið búin að setja upp heimilisrafstöð 1924, þá hefðu komið rafljósin og fleiri tæki til þæginda. Bókasafn sagði hún að væri í sveitinni og leikfélag, sem æfði leikrit og sýndi hérna í stofunni og svo væri dansað á eftir. Einnig sagði hún okkur að í sveitinni starfaði mjög merkilegur félagsskapur sem nefndist Fram- farafélag, allir hreppsbúar væru félagar í því og öfluðu fjár með samkomuhaldi, tombólu og fleiru. Ágóða var svo varið til að styrkja ungt fólk til framhaldsnáms. Eftir að Nanna var búin að ræða við okkur og fræða, stóð hún upp og kvaðst ætla að hafa til kaffisopa og hvarf úr stofunni. Eftir smá stund kom inn til okkar eldri kona lítil vexti en kvik í hreyfingum, heilsar og kvaðst heita Sigurbjörg ísaks- dóttir móðir Sigurðar Jónssonar. Hún fræddi okkur um menn og málefni, meðal annars sagðist hún vera Ijósmóðir. Hún spurði okkur frétta af Héraði, þegar hún heyrði að ég væri úr Skriðdal, sneri hún sér að mér og spurði hvort ég gæti ekki sagt sér einhverjar fréttir af Árna bróður sínum. En Árni dvaldi á bæjum í Skriðdal þennan vetur og lengur. Ég reyndi að segja henni það litla sem ég vissi. En á meðan Sigurbjörg er að tala við mig, er Gunnþór alltaf að hnippa í bakið á mér, en við sátum saman á sófa hlið við hlið. Svo kom að því að Sigurbjörg snararðist út úr stof- unni létt á fæti. Þegar hún hafði lokað hurðinni spurði ég Gunnþór hvað hann hefði meint með þessu poti í bakið á mér. Hann sagðist hafa verið að aðvara mig, því Sig- urbjörg væri systir Árna ísaksson- ar, og mönnum væri svo tamt að segja skopsögur af honum. Ég þakkaði honum hugulsemina, en sagði að gamansögur Árna ættu sér fáar hliðstæður, hann sagði þær til að hressa upp á samfélagið. Á Seljamýri voru skráðir átta manns í heimili. Gegnum árin, þegar hugur minn reikar til þessara löngu liðnu ferðar, þá verður mér Sigurbjörg alltaf minnisstæð. Raunalegt hvernig ævi hennar endaði dapur- lega. Hún fluttist frá Seljamýri til Borgarfjarðar með Sigurði Jóns- syni syni sínum og konu hans Nönnu Sigfríði Þorsteinsdóttur og börnum. Fjölskyldan hafði komið sér fyrir í svokölluðu Eyrarhúsi úti í Bakkagerðisþorpi meðan verið Fjölskyldan á Klyppsstað. Myndin er tekin í kringum 1930. Aftari röð, talið frá vinstri: Baldur, Friðberg, Ingibjörg og Aðalheiður. í miðju: Einar Sölvason og Þórey Sigurðardóttir. Fremst: Sigrún og Hólmfríður. Kirkjan á Klyppsstað endurvígð í júlí 1986. Myndfrá athöfninni. var að byggja upp á Sólbakka, sem er inni í sveitinni. Svo slysalega vildi til að það kviknaði í Eyrar- húsi þar sem Sigurbjörg var og gætti barns, komst hún út með barnið, en lést síðar af bruna- sárum ásamt barninu 1938. Eins og fyrr er getið sátum við Gunnþór í sóma og yfirlæti í stof- unni á Seljamýri drukkum kaffi og spjölluðum við Nönnu og Sigur- björgu. Þegar Bergur kom kvödd- um við og héldum af stað inn að Stakkahlíð, þar bjó þá Stefán Baldvinsson og kona hans Ólafía Ólafsdóttir með börnum sínum. í Stakkahlíð eru skráðir í kirkju- bók 9 manns og 2 kennarar að auki: Bjarni Jónsson og Jón Krist- jánsson ísfeld. Stefán var ekki heima eins og fyrr er getið, en þarna var margt af ungu og skemmtilegu fólki, tekin fram spilin og skemmt sér við þau lengi kvölds. En inn að Klyppsstað fórum við til gistingar. Morguninn eftir var sama góða veðrið og kominn sunnudagur. Við áttum að vera mættir á Eiðum að kveldi. Bergur vildi taka daginn í fyrra lagi, kvöddum fjölskylduna á Klyppsstað og þökkuðum indæl- ar móttökur og gistingu. Gengum af stað inn dalinn. Bergur sagði að við yrðum að koma við á Úlfs- stöðum og heilsa upp á heima- sætuna, Úlfhildi Þorsteinsdóttur. Þegar heim á hlaðið var komið, bankaði Bergur hæversklega á bæjardyrahurðina, ekki brást að Úlfhildur kæmi til dyra, heilsuðum við henni og Bergur kynnti okkur Gunnþór, að minnsta kosti mig úr fjarlægri sveit. Úlfhildur bauð okkur að ganga í bæinn og bar okkur veitingar. Ekki minnist ég þess að hafa séð þarna annað heimafólk en þær mæðgur Úlfhildi og Sigríði Valtýsdóttur móður hennar, en þetta ár eru skráðir 6 í heimili. Að lokinni kaffidrykkju kvöddum við mæðgurnar og löbb- uðum af stað stutta bæjarleið inn að Bárðarstöðum. Ekki man ég hvort við stönsuðum þar nokkuð að ráði, ef til vill höfum við fengið hollar leiðbeiningar í fararnesti hjá Zóphóníasi bónda um leið og við kvöddum hann og tókum skíðin. Ekkert sögulegt gerðist á leið- inni yfir heiðina og heim að Eiðum en þangað komum við seint um kvöídið, þurftum að leita á náðir kvennanna í eldhúsinu til að fá eitthvað í svanginn. Ekki hefur okkur ferðafélagana órað fyrir því þá að þessi litla og friðsæla sveit myndi fara í eyði á næstu áratugum. Trúlega hefur þar ráðið einangrun og erfiðar samgöngur bæði á sjó og landi. Ef til vill á þessi vinalega byggð eftir að byggjast síðar þegar hafist verður handa með gerð jarðganga á Austurlandi. Þegar þessi gamla ferðaminning er rifjuð upp í nóvember 1991, er Bergur látinn fyrir nokkrum árum. Blessuð sé minning hans. Stefán Bjarnason Flögu Þakka ber það sem vel er gert Einhvers staðar stendur að þakka beri það sem vel sé gert. Það sem ég vil að þessu sinni þakka fyrir er hin ný útkomna Fellamannabók. Ég hef nú barið þessa bók augum án þess þó að hafa lesið hana frá orði til orðs. Lestur bókarinnar bíður fram til jóla. Hugsun mín með þessum skrifum er einfaldlega sú að þakka þeim sem hafa ráðist í þetta þarfa framtak og skilað þessari ágætu bók frá sér. Fellamenn eiga hér Helga Gísla- syni á Helgafelli mikið að þakka en áhugi og frumkvæði hans á því að halda sögulegum fróðleik til haga er hér að skila sér í Fella- mannabók. Það er of langt mál að nefna alla þá sem rita lengri og styttri greinar í bókina en þeir eiga bestu þakkir verðskuldaðar. Helgi Hallgrímsson ritstjóri og ritnefnd bókarinnar hafa sett markið hátt og verkið hefur farið vel úr þeirra höndum. Áhugi hreppsnefndar á útkomu bókarinnar er líka þakkar verður. Mér finnst bókin öll mjög vel úr garði gerð og kápumyndin er sér- staklega falleg og vel viðeigandi. Myndirnar sem prýða bókina gefa henni aukið gildi fyrir fólk á mínum aldri þar sem margar myndanna eru af fólki sem nú er horfið á vit feðra sinna. Að lokum vil ég árétta þakkir og hamingju- óskir til allra aðstandenda Fella- mannabókar. Ég óska Fellamönn- um og öðrum sem orð mín lesa gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári. Sigfús Guttormsson frá Krossi.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.