Austri


Austri - 19.12.1991, Qupperneq 21

Austri - 19.12.1991, Qupperneq 21
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 21 Þegar Eiðaþingháin steypti stömpum í íslenskri orðabók frá 1983 er orðtakið að steypa stömpum skýrt að steypa sér kús eða steypa klukku. Að steypa klukku kannast eg ekki við, og að steypa stömpum í merkingunni að steypa sér kúsa þekki eg ekki. Aftur á móti kann- ast eg við það í merkingunni að gerbreyta einhverju, snúa því upp sem áður sneri niður, að hvolfa því við. f þeirri merkingu er fyrir- sögnin. Eg kynntist Eiðaþinghá fyrst þegar eg var nemandi á Eiðum frá hausti 1934 til vors 1936. Heldur lítil voru þó þau kynni, en samt kom eg á nokkra bæi, Hjartar- staði, Breiðavað og Mýnes. Ekki man eg til að þeir væru fleiri. Allt voru þetta myndarheimili og skemmtileg, en í gömlum sniðum, fremur lítil tún, gömul baðstofa á Hjartarstöðum fjarska notaleg og hreinleg, á Breiðavaði stórt timbur- hús járnklætt, einhverjir ofnar, háir, svartir í a.m.k. tveim her- bergjum og þar hlýtt, en líklega fremur kalt annars staðar, og í Mýnesi var líka timburhús, sjálf- sagt í svalara lagi, en hlýtt og nota- legt þegar eg kom þar. Útihús voru víst alls staðar á þessum bæjum úr torfi og grjóti, fjárhús án fjalagólfs, féð á taðinu sem var að eg held mjög notað í eld. Ljósfæri voru olíulampar og matur kjarn- góður, íslenskur sveitamatur súr og saltaður, mjólkurmatur nýr, en lítið um fiskmeti. Næstu kynni við sveitina voru veturna 1939-1940 og 1940-1941 þegar eg var þar að burðast við að taka fyrstu skref til kennslu. Þá kom eg á flestalla bæi, og satt að segja fannst mér harla lítið hafa breyst, allt sveitalífið í föstum, grónum skorðum, helsti framfara- votturinn vegurinn sem nú var kominn um endilanga sveit, náttúr- lega ófær bílum langtímum saman að vetrinum og aurblautur á vorin. Aldrei mokaður, enda engin tæki til slíks. Hvergi var fært heim á bæi nema Eiða, Gilsárteig og Breiða- vað, en á nokkrum bæjum lá veg- urinn heimundir og um hlað í Snjó- holti. Eg kenndi mest á Eiðum, en var þó líka í Hleinargarði, Hamra- gerði og Fossgerði hálfan mánuð til þrjár vikur í stað, fór á milli með skólann á hryggnum á láns- Ármann Halldórsson. skíðum frá Eiðaskóla og hafði svörtu keflin af Evrópu- og Asíu- kortunum fyrir stafi. Pessi kort voru einu eigur barnaskólans. Eg á hinar bestu minningar frá þessum vetrum, þótt mér félli kennslan ekki nema í meðallagi fyrri vetur- inn. Mest kenndi eg á Eiðum í kjallaranum hjá Þórarni Sveins- syni og Stefaníu. Pau voru þá nýgift og Þórarinn búinn að byggja um helminginn af húsi sínu, „Þór- arinshúsi“. Eg kunni vel við mig á Eiðum, en kannski undi eg mér best í Hamragerði hjá Magnúsi og Guðbjörgu, heimilisbragurinn þar léttur og glaðvær og viðurgjörn- ingurinn svo góður að eg lagði þá grundvöllinn að þeim ofholdum sem hafa þyngt mig síðan. „Þú verður ístrumaður,“ sagði Þórar- inn Þórarinsson þegar eg kom þaðan, og hló við. Það fannst mér koma úr hörðustu átt því að sjálfur var hann ekki á horleggjum. Þór- arinn var formaður skólanefndar. Oddvitinn, Björn Sveinsson, bjó á Eyvindará. Þangað kom eg nokkrum sinnum og gisti hjá þeim systkinum, Guðnýju og honum. Þá var Eyvingará í Eiðaþinghá, landræningjar á Egilsstöðum ekki búnir að stofna hrepp þar eins og gyðingar í Palestínu, með því að skerða tvær sveitir. Allmargir voru í „fimmtu herdeild“ í báðum sveit- unum. Það kom síðar í ljós, en á þessum tíma var stofnun Egils- staðahrepps varla komin til orða. Næstu þrjá vetur var eg í Seyðis- fjarðarhreppi, sem nú er víst bú- inn að vera, og kenndi í þorpinu Eyrum milli Hánefsstaða og Þór- arinsstaða niðri við sjóinn. Þar er nú allt autt og dautt, en skólahúsið þó uppistandandi. Á Eyrunum var stórgott að vera, krakkarnir frjáls- legir og skemmtilegir, og heimilið á Hánefsstöðum. þar sem eg hélt til, fjarska notalegur menningar- staður, og úrvalsfólk var í hverju húsi niðri á Eyrunum við sjóinn. Hernám í algleymingi og þýskar flugvélar við og við á sveimi. Að þessum vetrum liðnum lá leiðin enn í Eiða, með krók til Reykjavíkur að vísu þar sem eg var búinn að fá kennslustarf, en missti af bíl norður um og beið næstu bílferðar á Eiðum. Þá vant- aði kennara við alþýðuskólann þar og Þórarinn vildi fá mig. Krókur- inn suður var farinn til að losna við kennsluna þar, eg vildi heldur kenna unglingum en krökkum. Mér tókst að losna og framundan voru 30 ár og einu betur við kennslu í Eiðaskóla frá haustinu 1944 að telja. Mig minnir það vera veturinn 1944, en það getur ekki hafa verið fyrr en 1946 að þau tíðindi spurð- ust, að nú væri Sigurbjörn Snjólfs- son í Gilsárteigi farinn að ráðgera að byggja við íbúðarhúsið stærðar- byggingu. í henni ætti að vera yfir 20 kúa fjós með tilsvarandi hlöð- um og votheysgryfjum og auk þess íbúð. Þetta þóttu þó nokkur tíð- indi og var margt um rætt. Sigur- björn var þá þekktur víða um Austurland vegna pólitískra og ópólitískra starfa að félagsmálum, en ekki fór orð af honum fyrir ríki- dæmi. Þveröfugt. Hann barðist við fátækt með þungt heimili og sjálfur farinn að kenna þess heilsubrests sem fylgdi honum æ síðan. Hvað kom til? Sumir sögðu að Eysteinn hjálp- aði honum, aðrir að nú hlyti hann að vera orðinn vitlaus. Fáum leist vel á þetta tiltæki. í rauninni botn- aði enginn neitt í þessu. Að vísu fór orð af Sigurbirni fyrir greind umfram meðallag og úrræðasemi, en þetta! — þetta hlytu að vera fjár- glæfrar sem hann kæmist ekki út úr nema með einhverjum brögðum. Um 1944 — og að vísu lítið eitt lengur — var búið upp á annan máta en síðar varð. Þá voru menn að vísu farnir að búa í steinhúsum víðast hvar, en höfðu útihús úr torfi og grjóti, en undir járni, tún voru enn lítil og útheyja aflað mjög, hestasláttuvélar voru allvíða en mikið þó Ijáslegið, rafmagn var ókomið nema á Eiðum, fé ekki margt, kýr hvarvetna en aðeins til heimanota mjólkur, hestar alls staðar til áburðar og dráttar og mikið til reiðar. En það sem var að gerast í Gils- árteigi var nýtt og menn skildu það tæpast, en auðséð á þeirri bygg- ingu sem í vændum var að stefnt var í stórbúskap. En hvernig átti að kljúfa kostnaðinn? Það vissi enginn nema Sigur- björn. Hann var búinn að taka eftir því á fáum árum frá því að stríðið hófst, að tíminn læknaði ekki aðeins mein, heldur eyddi hann líka skuldum. Verðtrygging þekktist þá ekki, og þúsund krónur fengu að lækka í 500 eða hver veit hvað að gildi á fremur skömmum tíma í dýrtíð. Ef hægt var að þrauka með skuldahalann styttist hann með tímanum. Sigur- björn sá á undan öðrum mögu- leika á að nota dýrtíðina og tímann. Þess vegna byrjaði hann og húsið stóra kláraðist 1947. Þá hófst jarðvinnsla með beltavél og Gilsárteigshúsið frá 1946. skurðgröftur von bráðar. Síðan koll af kolli, fé fjölgaði, kúa- og svínabú komst á fót, garðrækt var stunduð og kornrækt nokkru síðar. Ekki er mér kunnugt um hvernig afurðasalan gekk í upphafi — nema mjólkursalan. Hún varð nokkuð söguleg. Dálítið var selt í mötuneytið á Eiðum, en þar var annars Eiðabóndi með forgangs- rétt. Reynt var að selja Seyðfirð- ingum mjólk og tókst raunar að koma talsverðu í þá. En á þeim markaði voru þó aðrir á fleti fyrir. Það voru bændur úr inn-Eiða- þinghá undir forystu Einars í Mý- nesi. Þeir stofnuðu sölusamtök sem nefndust Rauða stjarnan og sömdu við kaupfélagsstjórann á Seyðisfirði um mestalla sölu þang- að. Þeir neituðu að taka Gilsunga inn í þessi samtök, sögðu þá of fyrirferðarmikla fyrir markaðinn á Seyðisfirði sem ekki var stór. Nokkur grassúr varð út af þessu, hestburði, en útheyskapur hvarf að kalla. Svipur bæjanna breyttist mjög með aukinni ræktun og stór- bættum húsakosti, einkum þó úti- húsa, því að íbúðarhús úr steini var búið að byggja víðast hvar fyrir 1950. Hins vegar bættist mjög allur umbúnaður innanhúss með nýjum heimilistækjakaupum. — Allir á kafi í skuldum sem dýrtíðin gerði lítið úr jafnt og þétt. Árið 1968 varð Snæþór bóndi Sigurbjörnsson í Gilsáteigi for- maður búnaðarsambandsins. Þá leið að sjötíu ára afmæli sam- bandsins og hann fékk þá hug- mynd að gera rit um búnað og bændur á sambandssvæðinu af því tilefni. Hann reif mig upp úr sumarleti einn góðan veðurdag og bað mig að ritstýra þessu verki. Eg komst ekki undan honum, og árangurinn varð Sveitir og jarðir í Múlaþingi, (Búkolla, nafn sem Jón Atli Gunnlaugsson ráðu- nautur fann upp á). Sigurbjörn og Gunnþóra í Gilsárteigi. og Gilsungar seldu að vísu jafnan töluvert á Seyðisfjörð, en erjurnar féllu niður þegar mjólkurbú var stofnað á Egilsstöðum 1959. Þang- að seldu allir og stjarnan rauða skein eftir það „á bak við ský“ eins og Jónas sagði um ástarstjörnuna. Um miðja öldina voru sveitung- arnir hættir að tala um uppganginn í Gilsárteigi, og sífellt fleiri fóru að feta í fótspor Sigurbjörns. Stein- steypt hús voru æ víðar byggð yfir gripi og hey, móun var bylt og mýrar ristar djúpum skurðum, ræktun jókst og notkun tilbúins áburðar, bústofn jókst líka og vél- væðing hófst, traktor í stað hesta, vinnuvélar keyptar og jeppar. Þá komust Iíka samfélagslegar umbætur brátt í framkvæmd. Veg- urinn var að vísu um sinn og raunar ótrúlega lengi hin hrakleg- asta forsmán, en sveitarsíminn kom 1946-1948, póstflutningar örvuðust og rafmagn var leitt um sveitina 1958-1959. Og 1959 komst heimavistarskóli í gagnið. Hins vegar hefur félagsheimili aldrei verið í Eiðaþinghá. Það var á sjötta áratugnum að sveitin steypti stömpum. Naut- gripum fjölgaði úr 162 í 236 milli 1950 og 1960, sauðfé úr 2100 í 4100 á sama tíma, tún stækkuðu um 118 hektara og töðufall jókst úr þrem þúsundum í 15 þúsund Einhvern tíma eftir 1970 lenti eg norður í Vopnafjörð í sambandi við þetta verk og gisti hjá Sigur- jóni og Guðrúnu í Ytrihlíð. Eg mun hafa haft orð á við Sigurjón að óvíða mundi vera jafnmyndar- legur og snyrtilegur búskapur og í Vopnafirði. Sigurjón tók sæmilega undir það, en taldi þó að Eiða- þingháin stæði framar hvað stór- búskap áhrærði. Þetta kom mér dálítið á óvart, eg hafði ekki hugsað út í að það fordæmi sem Sigurbjörn gaf hefði dregið því- líkan dilk á eftir sér. í Búkollu stendur að húsið væri byggt 1947, en þá mun miðað við að húsið hafi staðið fullgert. Það var áreiðanlega byrjað á því 1946, enda tvö ár eðlilegur byggingar- tími með þeim tækjum og aðstæð- um sem þá voru. Þó var komin steypuvél, mótorknúinn rokkur sem mataður var með skóflum úr inalarhaug, en vandræði með ýmis- legt annað, t.d. mótatimbur sem var flett úr tveggja sinnum fjögra tommu battingum. Húsið, sem var upphaf búskapar- byltingar í Eiðaþinghá og reyndar víðar á Héraði, stendur ennþá, en er nú ekki lengur notað til íbúðar. Það reyndist ekki sem best að hafa gripi og fólk undir einu þaki — þó Teiknistofu landbúnaðarins sýnd- ist fullgott handa sveitamönnum. Scndum Austfirðingiim 6estu óskir um gieðileg jó( og farsceít komandi áx. t^SAMSKIP HF

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.