Austri


Austri - 19.12.1991, Qupperneq 23

Austri - 19.12.1991, Qupperneq 23
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 23 vert af handritum og bókum og gott safn vefnaðarvara. Munir af tæknilegum toga voru þar ekki á meðal, enda varla farið svo nýjabrumið af síma, rafmagni, útvarpi, bílum og öðrum vélum. Árið 1975 var næst gert átak í söfnun. Á þeim 30 árum sem liðu þarna á milli urðu enn miklar þjóðlífsbreytingar, t.d. var þá ein- mitt flutt úr torfbæjum eða gömlum húsum í ný og hefur þar margur safngripurinn farið fyrir lítið. Þó mun alltaf hafa tínst að safninu, en 1975 eru skráðir tæpl. 600 „nýir“ munir í safnið. Þar rflá nefna reiðfæri, klyfbera og allt sem við kemur flutningi á hestum, taðkvarnir og amboð til- heyrandi vallarvinnu, myllu- og smiðjuleifar, spunavélar og stór- viðarsagir, allt merki um aflagðar vinnuaðferðir. Þá höfðu líka safn- ast þvottavélar, eldavélar, útvörp og lítið eitt af hestaverkfærum. Síðan hafa verið skráðir um 1.200 munir í Minjasafnið, allt frá dráttarvélum til fjölritunartækja og frá húsgögnum til altarisklæða. í upphafi var falast eftir minjum gamallar sveitamenningar. Seinna hefur stofnskrá safnsins verið endurskoðuð (1976 og 1982) og kveðið fastar á um að þar skuli varðveitast saga landbúnaðar og bændamenningar Múlasýslna. En bændamenning er vítt hugtak og Múlasýslur stórt land- svæði. Ef til vill þjónar Minjasafn Austurlands best sínu stóra umdæmi ef nýja húsnæðinu verður skipt í tiltölulega lítið sýningar- rými, góðar geymslur, og við- gerða- og ljósmyndaverkstæði. Fastar sýningar mætti hafa á um 200 ferm. fleti í deildum eins og „híbýli“ - til eru tvær heilar bað- stofur til að setja upp og yfir 100 munir úr búi Guttorms Pálssonar á Hallormsstað, sem safnið eignað- ist í einu lagi árið 1984, „heyskap- ur“, „búsmali“, „mjólkur- og mat- arvinnsla“, „ullarvinnsla“, „skemmtanir og leikir“, „fatnað- ur“ og „kirkjumunir". Óhjákvæmilega snúast sýning- arnar um þann tíma sem flestir safngripirnir eru frá, síðustu öld og upphaf þessarar. Þar eru þó eyður í, t.d. vantar túnvinnslu- og heyvinnutæki, kerrur og vagna. Geymslur verða loftræstar, með jöfnu hita- og rakastigi, lýsingu og innréttingum sem tryggja góða varðveislu. Vissar geymslur má hafa opnar. Það hentar vel að geyma vefnaðarvörur í skápum sem líka má skoða í, og vélar er gott að geyma og sýna í senn. Vandi allra safna er skortur á góðum geymslum. Nú er algengast að geymslur séu í útihúsum, sjó- húsum og á háaloftum þar sem hitasveiflur og óhreinindi vinna smám saman á safngripunum. Það hefur m.a. gerst hjá Minjasafni Austurlands. Fámenn samfélög geta ekki komið upp góðum aðbúnaði hvert fyrir sig, en í safnahúsinu á Egilsstöðum er tæki- færi til þess. Eins og varðveita mætti muni af öllu safnsvæðinu í nýja húsinu á Egilsstöðum gætu verið litlar sýn- ingardeildir víða annarsstaðar eftir því sem áhugi er á og húsnæði fyrir hendi. Deildir safnsins gætu verið: Á Borgarfirði: lítil sýning um byggðasögu og náttúrufar, á Reyð- arfirði: byggðasögusýning og skólaminjar, á Fáskrúðsfirði: sýn- ing um frönsku siglingarnar, í Breiðdal: byggðasögusýning, í Berufirði: byggðasögusýning og verslunarminjar, á Galtastöðum fram í Tungu; torfbær með innan- stokksmunum, mylla, á Skriðu- klaustri: minningarstofa um Gunnar Gunnarsson. Allt heyrði þetta undir Minja- safn Austurlands, þar yrði skrá yfir alla muni, og þar væri aðstaða til að taka við því sem þarf að geyma. Þar væri líka hægt að bjóða upp á aðstoð við uppsetn- ingu sýninga, ljósmyndagerð og jafnvel viðgerðir. Söfn þurfa ekki að einskorða sig við að varðveita minjar lögnu lið- inna tíma. í safni má líka bregða upp myndum af því sem nýliðið er, því sem er, og því sem kannski verður. Síðan margumrætt bændasam- félag var hefur gengið á ýmsu: framfaraskeið í byrjun aldar, kreppa, heimsstyrjöld, síldarævin- týri, hippatímabil og nú nýöld, svo nokkuð sé nefnt. Hjá mörgum safnamönnum hættir tíminn að líða um aldamótin og eru stórar eyður í söfnum síðan, enda voru þeir of uppteknir af að bjarga því síðasta af því elsta. Verður erfitt að fylla upp í þær eyður og má hér til sanns vegar færa að hver er að verða síðastur - eða orðinn of seinn. En hafa ber í huga að samtím- inn verður bráðum orðinn safn„gripur“. Söfnun lýkur aldrei, ef meiningin er að geyma vitnis- burð um hvern tíma á söfnunum og í því sambandi er langt því frá að nú sé hver að verða síðastur. í safnahúsinu á Egilsstöðum þarf að taka frá visst rými fyrir breytilegar sýningar. Þar má hafa „temasýningar" eins og „þéttbýlið á Gálgás" eða austfirska gripi í láni tímabundið frá Þjóðminja- safni s.s. silfursjóðinn frá Miðhús- um. Þar geta líka skólar, félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar fengið inni fyrir kynningar á starf- semi sinni, einkasöfn eða afmælis- sýningar. Á þann hátt getur safnið tekið þátt í líðandi stund og verið til gagns fleirum en þeim sem hafa áhuga á gömlum munum. Bráðum lýkur langri hrakninga- sögu Minjasafns Austurlands sem vissulega hefur tekið sinn toll af safngripum. Þótt safnið komist ekki í hús á 50 ára afmælinu má minnast þeirra tímamóta með við- eigandi hætti. Með því að stofna styrktarmannasjóð líkt og sum önnur söfn hafa, má létta róðurinn síðasta spölinn. Að lokum: gleðileg jól, farsælt komandi ár, og þakkir til þeirra sem hafa gefið safninu muni. Guðrún Kristinsdóttir minjavörður Baðstofa á Sandbrekku i Hjaltastaðaþinghá rifin 1978. Viðir stofunnar voru teknir ofan, merktir og fluttir í geymslu Minjasafnsins. Baðstofan var byggð 1882, að miklu leyti úr rekatimbri, og var búið í henni til 1968. Ljósm.: SAL. Frá sýningu á munum Minjasafnsins í Barnaskólanum á Egilsstöðum 1976. Þar var sýndur afrakstur söfnunarferðar 1975 og sóttu rúmlega 900 manns. Síðan hafa verið haldnar smœrri sýningar í húsi safnsins að Skógarlöndum. Ljósm.: SAL. unum á Egilsstöðum. Safnið á líka muni í geymslu á loftinu yfir prjónastofunni Dyngjunni, á Skriðuklaustri, í kjallara nýbyggingarinnar á Egilsstöðum og m.a.s. í vöruafgreiðslu Ingimars Þórðarsonar á Egilsstöðum. Ljósm.: SAL. Mikið Vörubíla- og og ny. og krókar. og vönduð inniþjónusta. Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002 Stndxim starfsfótkij vidsíiptavinum og öðmm veíimtumim bestn jóla- og nýársósíir. Með þökkfyrir viMiptin á liðnu ári. Skrifstofusími 97-11717 Unnar H. Elisson, heima B 97-11192 Agnar Eiríksson, heima S 97-12066 Óskum viðskiptavinum og öðrum Austjírðingum gieðiíegra jóía og farsæís nýs árs. LÖGGILDINGARSTOFAN The lcelandic Bureau of Legal Metrology Síðumúla 13 - pósthólf 8114 IS-128 Reykjavík, sími 91-681122 Gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs óskum við starfsmönnum og viðskiptavinum okkar, með þakklœti fyrir samvinnuna á árinu sem er að líða. BtMÐARBANKI ISLANDS Egilsstöðum og afgreiðslan Reyðarfirði

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.